Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 42
“kar Framhaldssaga
Fyrst var yngra starfsliöi fylgt
um borö í DC-9-vélina. Þegar
Folvik gekk út sá hann samanrek-
inn búk Makarovs. Hann var aö
því er virtist bæði að fylgjast með
heiðursverðinum og hópi bæjar-
búa sem stóð viö girðingarnar og
veifaði norskum fánum. Há vír-
girðingin náöi frá turninum að
stjórnarhúsinu, kannski 10 metra,
og fólkið stóö eins og síldar í tunnu
handan hennar. Folvik þekkti
Annie af síðu hárinu sem flóði
undan glæsilegri loðhúfu. Hún sá
hann, hrópaði og veifaði fánanum
hátt á lofti. Hann lyfti hendinni í
kveðjuskyni, gripinn sektarkennd
yfir að eftirláta henni alla ábyrgð.
Hún sendi honum fingurkoss og
kallaði: „Gott flug.” Hann var
feginn þegar annar tveggja blá-
klæddra norskra lögreglumanna á
vakt gaf honum merki um að
hraða sér. Það var léttir að lög-
reglan skyldi verða eftir.
Hann rýndi úr gluggasætinu út
um perspex-hringinn, reyndi að
sjá Annie bregöa fyrir í síðasta
sinn. Hún var dásamleg kona, inn-
blástur. Heiðursvörðurinn stóð í
réttstööu þegar sýslumaðurinn
kom út. Makarov var við hlið
hans, þrammaði stirður eins og
brúða í frakkanum sínum. Folvik
heyröi glöggt að hópurinn söng
norska þjóðsönginn. Uppi yfir
honum sá hann fölt andlit and-
styggilega unga eftirlitsmannsins
fast við glerið.
Vöröurinn lyfti vopnum og
sýslumaðurinn flýtti sér að yfir-
fara hann, andlit hans jafnsvip-
laust og andlit Makarovs. Það sá-
ust engin merki um Stolypin hers-
höfðingja. Það hlaut að vera af
ásettu ráði, útreiknað til að sýna
að af þessum tveimur jöfnu stjórn-
endum í orði var sá sovéski jafn-
ari á borði. Folvik hafði lært þaö
síðustu mánuði hvað Rússar lögðu
ofboðslega áherslu á tignarröö og
formsatriöi.
42 Vikan 24. tbl.