Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 40
Thermor
Áva/lt fyrír/iggjandi
frá
Thermor, Frakklandi:
Eldavélar
Eldavélahellur
Blástursbökunarofnar
og fjölbreytt úrval annarra heimilistækja.
Góð greiðslukjör.
Frábær gæði — mjög hagstætt verð.
Komið — sjáið — sannfærist.
KJÖLUR SF.
Hverfisgötu 37,
Reykjavík.
Simar: 21490-21845.
Fimm mínútur
með
Hjálp, ég
get ekki
sofnað...
Eg hef gert merkilega uppgötv-
un. Þær nætur sem ég reyni aö
sofna eftir aö ég hef tekið svefn-
pillur kemur mér hreinlega ekki
dúr á auga. Hins vegar sef ég eins
og steinn þær nætur sem ég ekki
tek svefnpillur. I nótt tók ég eina
pillu. Ég tók á mig náöir skömmu
eftir miönætti og þegar ég haföi
legið nokkrar mínútur varö ég
órólegur þegar ég áttaöi mig á því
að ég hafði ekki blundaö enn svo
ég tók eina svona til öryggis. Síðan
skreið ég aftur upp í rúm og lá og
starði upp í loftið aftur, lagöist á
magann, lagðist á hliðina og svo
hina hliðina, með hendur undir
hnakka og meö beina fætur og
beygða, lokuð augu og opin. Eg
var að byrja að örvænta því svefn-
laus nótt var það versta sem ég
vissi.
— Maríanna, sagði ég áhyggju-
fullur, ég get ekki sofið.
Hún svaf.
Ég ýtti svolítið við henni.
— Ég get ekkisotið!
Hún hreyfði sig ofurlítiö.
— Taktu svefnpillu, tautaði hún
fjarrænt.
Ég er búinn að því. Það dugði
ekki.
— Hættu þá að taka þessar
heimskulegu pillur.
Hún svaf eins og steinn áfram.
Ég brölti fram úr og fór fram í
baðherbergi til að sjá mig í spegl-
inum. Ég var fölur og örþreyttui' aö
sjá, svefnlausar nætur taka jafnan
mjög þungt á mig. Ég fann fyrir
mikilli tómleikatilfinningu i
maganum og fór fram í eldhús til
að athuga hvort nokkuö væri aö
hafa í ísskápnum. Þar voru
nokkrir bitar af nýjum, reyktum
laxi og dós af grænlenskum
rækjum, nautakjöt meö lauk og
hálfur kjúklingur. Ég byrjaði á
kjúklingnum, fékk mér pilsner með
og opnaði dósina með litlu græn-
lensku ormunum. Svo fékk ég hug-
mynd. Bjór og snafs gera mig
venjulega syfjaðan svo ég setti
snafsinn í kæli. Þegar ég var
búinn með rækjurnar og laxinn og
hafði skolað því niður með
smáeldvatni fannst mér ég allur
miklu betri. Tómleikatilfinningin í
maganum var hins vegar ekki
með öllu horfin. Ég bragðaði á
nautakjötinu eftir að hafa brasað
það svolítið í smjöri á pönnu, fyrir
luktum eldhúsdyrum. Eg var
búinn með pilsnerinn og ég fékk
mér bjór því ég er vanur að verða
syfjaður af bjór. Svo borðaöi ég
nautakjötið. Loks fékk ég mér
smásnafs til að skola þessu niður.
Ég leit enn einu sinni yfir
ísskápinn en þar var ekkert að sjá
40 Vikan 24. tbl.