Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 43
Flugstjórinn bauð sýslu-
manninn velkominn um borð í vél-
ina, þaö hvein í vökvadælum og
afturdyrnar skullu aftur. Þegar
4 Folvik spennti sætisólarnar eftir
venjulegar tilkynningar fann hann
harðan hnút þar sem kaffikrúsin
var í vasa hans. Hann dró hana
fram. Upphafsstafir hans, sem
málaðir voru á lokið, blöstu við
honum. FF.
Frederik Folvik, sonurinn sem
móðurina hafði dreymt stóra
drauma um, sá nafn hans í
ljósum, hugsaöi hann eymdar-
lega. Ö, skollinn sjálfur, hvílíkur
ólánsgemsi, en ég reyndi aö
minnsta kosti.
Þegar DC-9-vélin fór drynjandi
eftir flugbrautinni, jók hraðann og
flaug stundvíslega upp í skýin
klukkan 1000 GMT varð ringulreið
minninga og vona í huga hans
nærri því óbærileg. Tárin sviðu í
augum hans þar til ein hugsun réð
huga hans meö tregablöndnum
skýrleika. Hann var ekki gerður
til að vera hetja og eitthvert afl
honum æðra, hvort sem það var
guðlegt eöa mannlegt, hafði séð
það út.
„SVO AÐ Prebensen er
örugglega úr vegi? Prýðilegt.
Sestu niður, félagi ofursti.”
Þunnar varii' Stolypins brettust
sem snöggvast í bros og hann tók
af sér stálgleraugun eins og til að
sýna hreinskilni. Hann vissi full-
vel aö DC-9 vélin hafði farið á rétt-
um tíma en hann vildi sýna
Makarov svolitla vinsemd meö
því að gefa til kynna að brottförin
hefði veriö afrek sem hún var en
ekki af hálfu ofurstans. Aftur á
móti var í lagi að klappa á öxlina á
honum þegar næsta verkefni var
haft í huga. Tíminn var kominn
fyrir Stolypin að koma sér í burtu
frá vandanum sem nú virtist yfir-
vofandi.
Makarov settist hlýðinn niður
andspænis breiða svarta skrif-
borðinu sem Prebensen haföi haft
til skamms tíma. Út um
gluggann sá hann að veðrið var aft-
ur að versna. Þokan var að hylja
fjöröinn.
„Ef Norömenn halda að það
auki stjórnmálaþrýsting á okkur
aö kalla Prebensen heim skjátlast
þeim algjörlega. Þvert á móti
tekst mér þannig að hafa mun
betri stjórn á íbúunum hér.”
Þetta kom ekki á óvart. Makar-
ov hafði nokkuð góða hugmynd
um hver fyrirmæli Stolypins frá
Politburo hlutu að vera, nefnilega
að missa ekki af neinu tækifæri til
I að herða skrúfuna enn á Norð-
mönnum. En hann tók eftir því
meö tortryggni að Stolypin sagöi
„mér”, ekki „okkur”.
„Strangari stjórn er nauðsynleg
vegna þess að bandarísku
aögerðirnar, sem við vorum var-
aðir við, gætu verið hafnar.”
Stolypin tók upp fjarskeyti sem lá
á skrifborðinu hans og setti gler-
augun aftur á nefið meö gremju-
grettu. „Rafeindatæki okkar hafa
náö tveimur radíósendingum á
Bellsundssvæöi snemma í
morgun. Báðar voru stuttar. Því
miður var ekki hægt að miða út
nema aðra. Hún sýndi
staðsetningu nálægt ströndinni. 77
gráður 46 mínútur norður, 12
gráöur 29 mínútur austur.”
Augu Makarovs hvörfluðu
ósjálfrátt aö stóra kortinu á
veggnum.
„Það eru engin NATO-herskip á
svæðinu, þó voru sendingarnar á
VHF-stuttbylgjutíðni.” Stolypin
rétti fram blað. „Niðurstöðurnar
eru augljósar. Ég hef mælt fyrir
um tafarlausa könnun með infra-
rauðum ljósmyndum. ”
Makarov reis á fætur, tók viö
skilaboðunum og renndi augunum
yfir þau. Rannsóknarmenn leyni-
þjónustunnar í Murmansk drógu
þá ályktun af orðunum „gulur” og
„rauöur” að annaöhvort væri
lending yfirvofandi eða hefði
þegar átt sér stað, vegna þess aö
Bandaríkjaher notaði yfirleitt liti
til að gefa til kynna lendingar-
svæði á ströndum. Hann gekk yfir
að kortinu. Allt frá því að hann
hlaut þjálfun sem ungur foringi
hafði honum þótt skerpa
hernaðarhugsun sína að skoöa
hæðar- og árlínur og dali. Ef
Bandaríkjamenn voru nógu brjál-
aðir til að reyna einhvers konar
árás væri Bellsund góður staður
til að komast óséöur á land, þó að
þyrla gæti komið þeim miklu nær
hvorum ratsjárstaönum sem vera
skyldi. Sem betur fer gat hann
treyst hlerunartækjunum sem
hann hafði sett upp eftir handtöku
njósnaranna tveggja til að
uppgötva óvinaþyrlu.
Auðvitað, hugsaði hann allt í
einu — njósnararnir! Þeir gátu
hafa verið framsveitir, jafnvel
komið fyrir birgðum. Hann horfði
aftur á kortið. Veiöimannakofinn
var 25 kílómetra frá íslausa hluta
Bellsunds. Hann varð þegar í staö
að koma þar fyrir fyrirsátri. And-
skotinn hirði þessa þoku.
„Hvað er að vef jast fyrir þér, fé-
lagi ofursti?” Stolypin var
snöggur að finna í hvernig skapi
fólk var.
„Ekki nema minni háttar
vandamál, félagi hershöfðingi.”
Hann ætlaði ekki að láta þetta
hugboð uppi. Ef honum skjátlaöist
gæti hann orðið fyrir háði. Ef hann
hefði á réttu að standa myndi
Stolypin stela heiðrinum. „Eg
býst þá við að þú viljir fá varnar-
áætlanir mínar fyrir ratsjárnar
settar afstað?”
„Já, á ratsjárstaðnum í ís-
firði.”
„Ekki hérna uppfrá?” Makarov
var furðu lostinn. Eina starfhæfa
hernaöarmannvirkið, sem hafði
verið komið fyrir á Svalbarða
öllum, var enn sem komið var rat-
sjáin á Plata-f jalli.
„Nei. Ekki hérna uppfrá. Að
mínu mati annar fjallið sjálft
sínum vörnum. Þaö skiptir meiru
að viðvörunarratsjáin verði við ís-
fjarðarradíó. Þaö er greinilegt
skotmark.” Raddhreimur
Stolypins varð þurrlegri og yfir-
lætislegri. „Það er nokkuð sem
má segja þér núna. Skipið með
aðalmöstrin í ratsjána sigldu frá
Murmansk í gærkvöldi. Af stjórn-
málalegum ástæöum er notað
fraktskip. Möstrin eru því sem
næst sett saman og þurfa því að
vera á dekki. Við verðum að gera
ráð fyrir því að bandarískar
gervihnattamyndir hafi komið
upp um þau og að tilraun kunni að
verða gerð til að koma í veg fyrir
að þau verði reist.” Hann þagnaði.
„Sannast sagna vissum við fyrir
að hernaðaraögerö var í undir-
búningi.”
Makarov sneri sér aftur að
kortinu. Fjallahringurinn hjá
ströndinni var næstur hafi aö
norðanveröu þar sem ísfjarðar-
radíó stóö einangrað á flötum
odda. Allar árásarsveitir, sem
kæmu landleiðina, myndu fara inn
í símjókkandi rennu milli fjalla og
hafs.
„Þeir yrðu eins og rottur í
gildru,” sagöi hann. „Við gætum
komið í veg fyrir undankomu
þeirra í suður. Þetta er fullkominn
blóövöllur.”
„Við verðum að ná þeim lifandi,
félagi ofursti. Lifandi.” Meö
sjálfum sér sá Stolypin í anda hóp
af bandarískum föngum til sýnis
fyrir fréttamenn og sjónvarps-
vélar í Moskvu. Hvílíkt áróðurs-
bragð!
„Meö fullri virðingu, félagi
hershöföingi. . .” Makarov sá
eftirvæntingarfulla ánægjuna í
svip Stolypins en gat ekki trúaö að
hún ætti rétt á sér, „. . .myndi
jafnvel þessi bandaríski foringi
taka slíka áhættu?”
„Fyrri forseti hætti á og hlaut
niðurlægingu í íran.” Fyrir
fjórum mánuðum hefði Stolypin
veriö fús að teygja lopann heim-
spekilega viö Makarov. Núna
hafði hann valið hann til að taka
hugsanlega skellinn og hafði til-
hneigingu til aö vera stuttur í
spuna, en hann naut þess að skil-
greina mistök Vesturlanda. „Eini
forsetinn síðustu árin sem skildi
málin í alheimssamhengi var Nix-
on og hann lét eyðileggja sig.
Flestir Bandaríkjamenn halda að
málin sé hægt að leysa með viðeig-
andi viöbrögðum einstaklingsins,
ekki síst þegar þar er um að ræða
stjórnmálamenn sem sækjast
eftir endurkjöri. Lýðræðiskerfiö
sjálft varnar því að þeir geti lagt á
ráðin langt fram í tímann, sem viö
njótum að gera. Þess vegna
tengja þeir uppsetningu ratsjár-
innar okkar á Svalbarða tæplega
við herfræðilega þróun mála á
kínversku landamærunum hvað
þá heldur við hvatningu til
uppreisnarhreyfinga í Rómönsku
Ameríku. Þeir gætu einfaldlega
talið þetta gert til að grafa undan
NATO og beina ógnun við sig
sjálfa, með takmarkaðar aðgeröir
sem rétt svar við takmörkuðu
skrefi okkar.” Stolypin stóð upp
við skrifborðið, gaf til kynna að
samræöunum væri lokið. „Hvað
sem því líður, félagi ofursti, vitum
við að þeir hafa verið aö leggja á
ráðin um slíkar aðgerðir. Fyrir-
mæli þín eru að undirbúa vörn Is-
fjarðarratsjárinnar.” Hann brosti
hæðnislega. „Starf fyrir hetju,
ha? Kannski færðu annaö heiöurs-
merki.”
Makarov stóð í réttstööu og fór
síðan í skrifstofu sína. Hann
hringdi í Spetsnaz-sveit og sagöi
henni að vera til reiðu í Barents-
burg. Hann lét færa sér hádegis-
verð, gleypti hann í sig í flýti
meðan hann hripaöi hjá sér fyrir-
mæli og leyfði sér svo þann munað
að skrifa konunni sinni. Það var
ekki nema viö hana sem hann gat
létt á hjarta sínu.
„Ástkæra Svetlana mín,” skrif-
aði hann. „Þaö er fátt sem ég get
sett á blað. I morgun fór norski
landstjórinn. Þú hefur
áreiðanlega lesið um það í
Pravda. Sjálfur bar ég virðingu
fyrir honum. Hann var heiðarleg-
ur maöur sem reyndi að gera hið
ómögulega.”
Hann hikaöi, nagaði annars
hugar endann á pennanum, velti
fyrir sér orðalagi. Þaö voru
miklar líkur á að þetta bréf yröi
ritskoðaö. „I dag var mér úthlutað
nýju verkefni. „Starf fyrir hetju,”
sagði hershöföinginn mér á sinn
alkunna hátt.”
Enn hikaði Makarov. Hann vildi
gefa henni ótta sinn til kynna svo
að yrði hann fyrir vansæmd
myndi hún vita að það var ekki
24. tbl. Vikan 43