Vikan


Vikan - 20.12.1984, Side 7

Vikan - 20.12.1984, Side 7
Frá þeim tíma hefur YSL verið hinn ókrýndi konungur tiskunnar og enginn núiif- andi hönnuður komist með tærnar þar sem hann hefur hælana. Frægustu, ríkustu, fegurstu og dáðustu konur heims klæddust fötum hans — átrúnaðargoð eins og Twiggy og Catherine Deneuve voru þar engar un dan tekningar. Sú síðarnefnda reyndar þekkt^ fyrir að klæðast næst- um eingöngu fötum meistarans og i kvik- myndum leikkonunnar er hann einnig sá sem sér umþáhlið málanna. ímynd- um eins og Belle de Jour Luis Bunuels og La Siréne du Mississippi Francois Truffauts svo einhver dæmi séu tekin. Óperur og ballett- ar hafa einnig notið góðs af snilligáfunni, slík búninga- hönnun er skemmtileg tóm- stundaiðja í huga YSL. Núna býr kappinn í Marrakesh í Marokkó þegar færi gefst en í París er að- setrið á rue Babylon. Snilli- gáfan virðist síður en svo hafa yfirgefið hann, sýn- ingarnar vekja ætíð jafn- A myndinni efst ti/ vinstri sést sérkennileg auglýsing Metropolitansafnsins i Vew York. Samfellda myndröðin sýnir feril frá upphafi — fyrst hann sjálfur með fyrstu hönnunarverðlaunin árið 1953, siðan svipmyndir af framleiðslunni og loks frá siðustu sýningunni i Paris sumarið 1984. 45. tbl. Víkan 7 mikla athygli í samkvæmis- íifi Parísarbúa og viðstaddar eru alltaf hans bestu vin- konur, Catherine Deneuve og Paloma Picasso. í hönnun fer YSL eigin leiðir og segir aðspurður að sköp- un tiskufatnaðar sé í raun- inni tímalaus — tískufatn- aður eigi og geti svo sannar- lega verið sígildur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.