Vikan


Vikan - 20.12.1984, Side 36

Vikan - 20.12.1984, Side 36
SAGA JOLAPOKANS Hver fléttaði fyrsta íslenska jólapokann? Hver skyldi hafa fléttað fyrsta íslenska hjartalaga jólapokann? Um það eru engar öruggar heimildir. En jólasérfræðingar telja ekki ólíklegt að þar hafi verið að verki óþekktur danskur kobmand Sören- sen sem hafi borið þessa hefð með sér frá Dan- mörku. Þó Danir þyki hvað best- ir í að flétta hjartalaga jóla- poka og engum Dana þyki jól nema fléttaði jólapok- inn sé á sínum stað mun hugmyndin upprunalega vera komin frá Þýskalandi. Þar hafa menn fléttað jóla- poka í tæpar tvær aldir. Þaðan mun einnig kominn músastiginn og fléttaðar, útklipptar pappírslengjur sem hengdar eru upp í loft ogá veggi. Árið 1840 stofnaði Friedrich Fröbel fyrsta barnaheimilið í Þýskalandi og kenndi börnunum að flétta poka, körfur og mjóa pappírsstrimla saman í mikil listaverk. Síðan er ákveðin aðferð í þessari list kölluð Fröbel-aðferðin. Frá þessu barnaheimili bárust flétturnar til annarra barnaheimila og þaðan til annarra landa. En þó fléttulistin sé rakin til Þýskalands er eflaust hægt að rekja hana mörg þúsund ár aftur í tímann. Ekki þarf annað en að líta á þjóðlega muni í Kína ogjapan til að sjá að þar liggur sama hug- mynd að baki. Danir vita einnig upp á hár hver það var sem fléttaði fyrsta danska hjartað. Og það var enginn venjulegur maður heldur sjálfur rit- höfundurinn H.C.Ander- sen. Ævintýrarithöfundur- inn ku hafa verið óvanalega laginn með skæri og prýða margar útklipptar myndir og hjörtu klippibækur hans sem varðveist hafa fram á þennan dag. Um 1860 klippti hann svo hjörtu, annað gult og hitt grænt, og fléttaði þau saman, ein- mitt eins og við gerum nú er við búum til jólapok- ana. Hjartað gaf hann sinni heittelskuðu Mathilde Orsted en ekki virðist það þó hafa verið sérstaklega ætlað á jólatré þar sem eng- inn hanki var á því. Eins og áður sagði þykja Danir meistarar meistar- anna í fléttuðum jólapok- um og hafa þeir verið óþreytandi við að finna upp ný og ný flókin mynst- ur. í sumum fjölskyldum er jafnvel keppni um hver jól, um hver býr til flóknasta eða minnsta jólahjartað. Þeir allra færustu geta flétt- að stafi inn í pokann og er áletrunin JÓL auðvitað vin- sælust. Aðrir flétta minni hjörtu, jólaklukkur, stjörn- ur og aðra jólalega hluti inn í pokana sína. En þrátt fyrir alla meistaratilburði í fléttutækninni er litla, ein- falda jólahjartað vinsælast. 36 Vikan 4S. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.