Vikan


Vikan - 20.12.1984, Síða 47

Vikan - 20.12.1984, Síða 47
vörum, hvíslaði ljúf hvatningar- orð hvenær sem hann virtist hika, andaöi ánægðum hvatningarorð- um á áköf eyru hans, þutu veiði- maðurinn Yves og unga hefðar- mærin í anda upp úr hlýrri púpu sinni, risu upp til eilífrar dýrðar næturhiminsins og út í sólskin handan allrar ímyndunar, þar sem draumar taka á sig mynd og verða raunverulegir. Þau sneru aftur á sama andartaki, enn sam- fléttuö, munnur við munn, and- stutt, mett, södd og fullnægð meira en trúa nær. „Alla ævi mína,” hvíslaöi hann við hold hennar, „get ég aldrei þakkað þér nógu eða endurgreitt þér það sem þú hefur gefið mér. ’ ’ „Ég gaf þér svo afskaplega lítið,” sagöi Emma, „lítinn hluta af sjálfri mér, svolitla ástúð. Lítið endurgjald fyrir þaö sem þú hefur þegar gert fyrir mig — eins og það aðbjarga lífi mínu.” „Þaö sem þú hefur gefið mér er karlmennska mín,” sagði Yves, „karlmennskan sem flýði frá mér frammi fyrir brostnum augum barnsins míns. Hár mitt var kol- svart. Það varð hvítt kvöldið sem María hengdi sig út af mér og ég hef verið eins og geldingur.” „Ekki út af þér,” ávítaði hún hann blíðlega. „Þú hélst fast í þögnina hennar vegna, ekki sjálfs þín. Það voru þeir — mennirnir sem nauðguöu henni — sem ráku hana til að gera þaö sem hún gerði.” Þögn. Og svo grét hann við brjóst hennar. Hún fann rakann safnast fyrir og mynda heitan straum nið- ur á milli brjóstanna og á kvið sinn. Vindurinn hvein í háum trjánum. EMMA SVAF til hádegis og Yves skoðaði sár hennar. Hraust, ungt holdið greri fallega (áreynsla þeirra kvöldið áður hafði ekki haft nein slæm áhrif); einfalt, nærandi fæðið sem hún hafði neytt í gilinu hafði byggt upp krafta hennar. Veiðimaðurinn kinkaði kolli og breiddi aftur yfir hana. „Við förum,” sagði hann. „Ég verð aö koma þér til St. Lawrence áður en feraðsnjóa.” Emma leit upp á ójafnt strikið sem varðeldar írókanna mörkuðu í blámann. „Hvað um — þá? ” spurði hún. Framhald i næsta blaði. COTT VEGGRiP GÓÐ ENDING QÖMfl (BffiQI? Hvort er mikilvægara griphæfni hjól- barðans eða ending? Hvortveggja skiptir miklu og þess vegna eru báðir þessir eiginleikar í hámarki í Goodyear Ultra Grip börðunum. Þetta eru hjólbarðar með sérstæðu munstri, sem gefur ótrúlega fast grip, jafnvel í bröttum brekkum. Þeir standa einstaklega vel á ..s hálku og troða lausamjöll vel undir sig. Æ Munsturgerðin og hin sérstaka gúmmíblanda valda því að barðinn f? heldur eiginleikum sínum að fullu M út allan endingartímann, sem er mjög langur. Munsturraufarnar eru # þannig lagaðar, að þær hreinsast af sjálfu sér í snjó og krapi. -jgg; Áauðum vegi eru Ultra Grip barðarnir mjúkir og hljóðlátir. Á Ultra Grip hefurðu öryggið með í 3?|§ förinni. Mm Goodyear gerir enga málamiðlun, þegar um er að ræða umferðar- öryggi. — Öll hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og sendibíla — GOODWYEAR GEFUfí 0'fíÉTTA GRIPIÐ IHIHEKLAHF J Laugavegi 170-172 Sími 21240 VISA 46. tbl. ViKan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.