Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 11
Sögur af Meryl Streep
Þaö er ekkert vafamál aö Meryl
Streep er ein merkasta kvikmynda-
leikkona sem nú er uppi. Nýjasta
kvikmynd hennar er FALLING IN
LOVE. Þar leikur hún á móti Robert
De Niro en þau léku síöast saman í
THE DEER HUNTER. Á milli þess-
ara tveggja mynda hefur hún tvisv-
ar fengiö óskarsverðlaun og hlotið
einróma lof áhorfenda jafnt sem
gagnrýnenda fyrir margvíslegustu
hlutverk, svo sem í THE FRENCH
LIEUTENANT’S WOMAN, SOPHIE’S
CHOICE og SILKWOOD.
Nýverið komu á markaöinn tvær
bækur um Meryl Streep og kvik-
myndir þær sem hún hefur leikið í.
Önnur heitir THE MERYL STREEP
STORY (SAGAN AF MERYL
STREEP), hin THE RELUCTANT
SUPERSTAR MERYL STREEP
(lauslega þýtt STÓRSTIRNIÐ
ÓFÚSA, MERYL STREEP). Sú fyrr-
nefnda fjallar fyrst og fremst um
hlutverk Streep í hinum mörgu
kvikmyndum en sú síöari frekar um
ævi hennar, uppvöxt, skólagöngu,
upphaf leikferils, sorglegt ástar-
samband hennar viö John Cazale,
sem lést úr krabbameini, og hjóna-
bandið með höggmyndasmiðnum
Don Gummer. Meö honum á hún tvö
börn sem hún lætur sér mjög annt
um. Hún lætur ekkert raska einka-
lífi sínu, hún setur markiö hátt þeg-
ar hún velur sér hlutverk og er ekki
meira en svo gefiö um frægöina og
umstangið. Þrátt fyrir allt þetta er
hún stórstirni og á vonandi enn eftir
aögera betur.
Næsta verkefni hennar, sem
væntanlega veröur lokiö viö innan
skamms, er kvikmyndin PLENTY
sem gerö er eftir samnefndu leikriti
eftir David Hare. Það fjallar um
konu sem hafði verið virkur and-
spyrnumaöur í síöari heims-
styrjöldinni en gengur illa að aðlag-
ast tilverunni að loknu stríöi. Sviðs-
verkið var skrifað fyrir leikkonu aö
nafni Kate Nelligan sem fékk al-
deilis frábæra dóma fyrir, svo það
veröur enginn leikur fyrir Meryl
Streep aö gera betur. Þar næst á
dagskránni er svo hlutverk
danskættaða rithöfundarins Karen
Blixen/Isac Dinesen í kvikmynd
sem gerð er eftir sögum hennar og
nefnist OUT OF AFRICA. Mót-
leikari hennar þar veröur Robert
Redford.
Brottnám barna
Skilnaður foreldra hefur oft í för
með sér ómældar þjáningar fyrir
börn, sér í lagi ef mikið ósamkomu-
lag ríkir um hver eigi að hafa for-
ræöi þeirra. Stundum getur þetta
orðiö að miklu og viðkvæmu vanda-
máli og það kemur æ oftar fyrir aö
börn séu numin á brott frá því for-
eldri sem umráðaréttinn hefur. Oft-
ast er því þannig varið að foreldr-
arnir eru sitt af hvoru þjóöerni og
börnin eru þá flutt úr landi án leyfis.
I Bretlandi kveður svo rammt að
þessu að þingið varð að setja sér-
stök lög um málið. Ströng viðurlög
liggja við því aö nema barn á brott
úr löglegri umsjón foreldris. Hægt
er að fá sakborninga framselda til
Bretlands frá þeim löndum sem
gert hafa gagnkvæman samning
um framsal sakamanna.
Mál af þessu tagi hafa í för með
sér ómælda erfiðleika. Foreldrar
haía oft átt erfitt með að fá nauð-
synlega hjálp yfirvalda. Lögreglan
ertreg tilað blanda sér í fjölskyldu-
mál, lögfræðiaðstoö er dýr, sömu-
leiðis ferðalög og símtöl milli landa.
Til þess að hjálpa fólki sem á í
svona vandræðum hefur því veriö
stofnaður félagsskapur í Bretlandi,
að frumkvæði tveggja kvenna sem
báöar hafa sorgarsögu að segja.
Barbara Phipps hefur ekki séð son
sinn, Lawrence, síðan hann var
tveggja ára. Faðir hans rændi hon-
um fyrir fjórum árum og hvarf
sporlaust með hann í Bandaríkjun-
um. Jean Burt mátti sjá á eftir 16
mánaða syni sínum til Kuwait. Eftir
tveggja ára baráttu og málarekstur
og einstakt baráttuþrek og harö-
fylgi tókst henni aö fá son sinn aft-
ur til Englands. Þar með er ekki
sagan öll því hún lifir í stöðugum
ótta um að honum verði aftur rænt
og þorir aldrei að líta af honum.
14- tbl. Vikan 11