Vikan


Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 38
Paradísar heimt Ef þig dreymir um að eyða sumarleyfinu á suðrænni sólar- strönd með margra kilómetra löngum hvitum sandströndum eru Hawaiieyjar rétti staðurinn, sannkölluð paradis á jörð — ef hana er þá nokkurs staðar að finna. Hawaiieyjar eru hluti Banda- ríkja Norður-Ameríku, fimm- tugasta fylkið. Cook skipstjóri og kappar hans fundu eyjarnar árið 1778 og kölluðu þær Sand- wich eyjar. islendingar þýddu það snarlega og kölluðu Sand- vikureyjar. Réttara væri þó að kalla þær Samlokueyjar en það er önnur saga. Höfuðstaður Hawaiieyja er Honolulu, hinn liflegasti bær svo ekki sé meira sagt. Skemmtanalífið er ákaflega blómlegt í orðsins fyllstu merk- ingu. Án efa finna ferðalangar á öllum aldri eitthvað við sitt hæfi þar á bæ. Eitt af því skemmtilegasta, sem hægt er að taka sér fyrir hendur í sumarleyfi á Hawaii, er að fara í eyjaráp. Innan við tuttugu mínútna flugtími er frá Honolulu til fjariægustu eyjanna í klasanum og er ákaflega ódýrt að ferðast á þann hátt. Molokai er athyglisverð eyja. Best er að komast þangað sjóleiðina frá Maui sem einnig er sannkallaður gimsteinn í eyja- keðjunni. Lent er við strönd þar sem Robinson Crusoe hefði á- reiðanlega kannast við sig og gestirnir þurfa allt að því að hrista bananana úr hári sínu. Landslag eyjanna er dá- samlegt, veðurfarið nær full- komið fyrir kuldabólótta Norðurlandabúa og eldfjöllin tignarleg á að líta. En siðir og venjur Pólínesanna, sem byggja Hawaiieyjarnar, gera leyfið ógleymanlegt, þó ekki komi fleira til. Allir ferðalangar verða að læra húla húla og þeg- ar einhver blómarósin smeygir blómsveig um háls ferða- mannsins fær hann á til- finninguna að innfæddir líti á hann sem meiriháttar gest. En þó á suðrænni paradísareyju sé skyldi fólk ekki gleyma að það er jafnframt statt í Bandaríkjun- um. Hamborgararnir eru á sín- um stað. Eini munurinn á þeim sem eldaðir eru í Hawaii og meginlandinu er sá að á öðrum staðnum er kjötkökunni stungið í brauð, á hinum í ananas! Þú skalt reikna með smá- plássi í ferðatöskunni þinni fyrir muumuu. Það er ekki innfædd kýr heldur fatnaður sem um sumt minnir á indverskan sari. Stórmarkaðirnir eru innan seilingar á Hawaiieyjum eins og víðast hvar annars staðar í Bandaríkjunum. Woolworths býður upp á sérlega glæsilega og sígilda strápilsalínu. Litadýrð blómanna á Hawaii er einstök. Og ekki er sólarlagið á þessum ógleymanlegu para- dísareyjum síðra. Þar til maður verður vitni að því sjálfur trúir maður ekki að slíkt sé til nema í væmnustu Hollywoodmynd- um. Sumarleyfi á Hawaiieyjum er langt frá því að vera hið ódýrasta sem völ er á. Verðlag á mat og drykk er þó alls ekk- ert svakalegt. Fyrst og fremst er mælt með sumarleyfi á Hawaii sem tilbreytingu frá öllu hinu sem völ er á og ef maður vill sleppa frá ,,öllu hinu tilstandinu". Á því sviði eru Hawaiieyjar sannkölluð paradísarheimt. Þar er rólegt milli þrjú og sjö a morgnana Qdkkland hefur alltaf haft yfir sér vissan sjarma sem fólk hvaðanæva í heiminum hefur sóst eftir. Grísku eyjarnar eru ekki síður vinsælar og hafa þær sótt fast á undanfarin ár. Má þar nefna Rhodos, Kos, Krít, Samos og Kefallinia. Allar eiga þær sína guði og Rhodos, sú eyjan sem islendingum býðst að heimsækja í sumar, er gjarnan kennd við sólguðinn Helios. Það eru Samvinnuferðir- Landsýn sem bjóða upp á Rho- dos í fyrsta sinn í beinu leigu- flugi frá íslandi. Nefnir ferða- skrifstofan staðinn „smell unga fólksins" og það ekki af engu. Ungt fólk hefur nefnilega sótt mjög mikið til Rhodos og þá sérstaklega Norðurlandabúar. Danir hafa til dæmis farið þangað í sumarleyfum sínum í tuttugu og fimm ár. Er sagt að svo mikið hafi verið um Skandi- nava á eyjunum að þar megi finna allmarga innfædda sem tala ágæta dönsku, norsku eða sænsku. Líklegast bætist ís- lenska við hjá þeim í sumar því eins og menn muna voru Spánverjar á sólarströndum fljótir að grípa íslenskuna, að minnsta kosti nokkur vel valin orð eins og „rassgat í bala, Raggi Bjarna", eða eitthvað álíka. Við skulum vona að Grikkirnir læri eitthvað annað. Danskur blaðamaður lét hafa n M ■ \ 38 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.