Vikan


Vikan - 04.04.1985, Page 38

Vikan - 04.04.1985, Page 38
Paradísar heimt Ef þig dreymir um að eyða sumarleyfinu á suðrænni sólar- strönd með margra kilómetra löngum hvitum sandströndum eru Hawaiieyjar rétti staðurinn, sannkölluð paradis á jörð — ef hana er þá nokkurs staðar að finna. Hawaiieyjar eru hluti Banda- ríkja Norður-Ameríku, fimm- tugasta fylkið. Cook skipstjóri og kappar hans fundu eyjarnar árið 1778 og kölluðu þær Sand- wich eyjar. islendingar þýddu það snarlega og kölluðu Sand- vikureyjar. Réttara væri þó að kalla þær Samlokueyjar en það er önnur saga. Höfuðstaður Hawaiieyja er Honolulu, hinn liflegasti bær svo ekki sé meira sagt. Skemmtanalífið er ákaflega blómlegt í orðsins fyllstu merk- ingu. Án efa finna ferðalangar á öllum aldri eitthvað við sitt hæfi þar á bæ. Eitt af því skemmtilegasta, sem hægt er að taka sér fyrir hendur í sumarleyfi á Hawaii, er að fara í eyjaráp. Innan við tuttugu mínútna flugtími er frá Honolulu til fjariægustu eyjanna í klasanum og er ákaflega ódýrt að ferðast á þann hátt. Molokai er athyglisverð eyja. Best er að komast þangað sjóleiðina frá Maui sem einnig er sannkallaður gimsteinn í eyja- keðjunni. Lent er við strönd þar sem Robinson Crusoe hefði á- reiðanlega kannast við sig og gestirnir þurfa allt að því að hrista bananana úr hári sínu. Landslag eyjanna er dá- samlegt, veðurfarið nær full- komið fyrir kuldabólótta Norðurlandabúa og eldfjöllin tignarleg á að líta. En siðir og venjur Pólínesanna, sem byggja Hawaiieyjarnar, gera leyfið ógleymanlegt, þó ekki komi fleira til. Allir ferðalangar verða að læra húla húla og þeg- ar einhver blómarósin smeygir blómsveig um háls ferða- mannsins fær hann á til- finninguna að innfæddir líti á hann sem meiriháttar gest. En þó á suðrænni paradísareyju sé skyldi fólk ekki gleyma að það er jafnframt statt í Bandaríkjun- um. Hamborgararnir eru á sín- um stað. Eini munurinn á þeim sem eldaðir eru í Hawaii og meginlandinu er sá að á öðrum staðnum er kjötkökunni stungið í brauð, á hinum í ananas! Þú skalt reikna með smá- plássi í ferðatöskunni þinni fyrir muumuu. Það er ekki innfædd kýr heldur fatnaður sem um sumt minnir á indverskan sari. Stórmarkaðirnir eru innan seilingar á Hawaiieyjum eins og víðast hvar annars staðar í Bandaríkjunum. Woolworths býður upp á sérlega glæsilega og sígilda strápilsalínu. Litadýrð blómanna á Hawaii er einstök. Og ekki er sólarlagið á þessum ógleymanlegu para- dísareyjum síðra. Þar til maður verður vitni að því sjálfur trúir maður ekki að slíkt sé til nema í væmnustu Hollywoodmynd- um. Sumarleyfi á Hawaiieyjum er langt frá því að vera hið ódýrasta sem völ er á. Verðlag á mat og drykk er þó alls ekk- ert svakalegt. Fyrst og fremst er mælt með sumarleyfi á Hawaii sem tilbreytingu frá öllu hinu sem völ er á og ef maður vill sleppa frá ,,öllu hinu tilstandinu". Á því sviði eru Hawaiieyjar sannkölluð paradísarheimt. Þar er rólegt milli þrjú og sjö a morgnana Qdkkland hefur alltaf haft yfir sér vissan sjarma sem fólk hvaðanæva í heiminum hefur sóst eftir. Grísku eyjarnar eru ekki síður vinsælar og hafa þær sótt fast á undanfarin ár. Má þar nefna Rhodos, Kos, Krít, Samos og Kefallinia. Allar eiga þær sína guði og Rhodos, sú eyjan sem islendingum býðst að heimsækja í sumar, er gjarnan kennd við sólguðinn Helios. Það eru Samvinnuferðir- Landsýn sem bjóða upp á Rho- dos í fyrsta sinn í beinu leigu- flugi frá íslandi. Nefnir ferða- skrifstofan staðinn „smell unga fólksins" og það ekki af engu. Ungt fólk hefur nefnilega sótt mjög mikið til Rhodos og þá sérstaklega Norðurlandabúar. Danir hafa til dæmis farið þangað í sumarleyfum sínum í tuttugu og fimm ár. Er sagt að svo mikið hafi verið um Skandi- nava á eyjunum að þar megi finna allmarga innfædda sem tala ágæta dönsku, norsku eða sænsku. Líklegast bætist ís- lenska við hjá þeim í sumar því eins og menn muna voru Spánverjar á sólarströndum fljótir að grípa íslenskuna, að minnsta kosti nokkur vel valin orð eins og „rassgat í bala, Raggi Bjarna", eða eitthvað álíka. Við skulum vona að Grikkirnir læri eitthvað annað. Danskur blaðamaður lét hafa n M ■ \ 38 Vikan 14. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.