Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 68
Annie Lennox fæddist 25. desember 1954 í Aberdeen í
Skotlandi. Hún er einkabarn og átti ágæta æsku, pabbi
hennar vann í skipasmiðastöð og peningar af skornum
skammti en hún fékk strax frá byrjun alla þá hvatningu sem
hún þurfti í tónlistinni frá foreldrum sínum.
Hún byrjaði snemma að læra á flautu og var í ýmsum
lúðrasveitum og smáböndum en svo komu unglingsárin og
þá varð hugur hennar altekinn af tvennu, strákum og popp-
tónlist.
Annie varð fljótlega hrifin af soultónlist og þá sérstaklega
því sem Tamla Motown plötufyrirtækið sendi frá sér, en
auðvitað hlustaði hún á fleira, til dæmis Rolling Stones og
Bítlana.
En klassíkin átti sterk ítök í
Annie og þegar hún varð 17 arP
fluttist hún til London og hóf nám í
Konunglegu tónlistarakademí-
unni. Þar lærði hún á píanó,
harpsíkord og flautu. Þrátt fyrir
góðan vilja yfirgaf Annie skólann
eftir þrjú ár og hún segir að lík-
lega hafi þessi þrjú ár verið mestu
vonbrigöi hennar í lífinu. Annie
fannst hún ekki vera nógu frjáls í
klassíkinni og sagöi að sú tilfinn-
ing jaðraði við innilokunarkennd.
Næstu þrjú ár vann Annie hin
ýmsu störf í London, seldi notuð
föt, vann á fjölda veitingahúsa
sem framreiðslustúlka og gerði
stuttan stans í ýmsum hljóm-
sveitum. Hún skrifaði einnig
fjölda laga í anda Joni Mitchell og
Joan Armatrading.
Svo gerðist þaö dag einn
snemma árs 1977 aö Dave Stewart
og félagi hans, Peet Coombes,
löbbuðu inn á veitingastaðinn sem
Annie var að vinna á. „Það fyrsta
sem Dave sagði við mig var: viltu
giftast mér. Mér fannst hann
strax alvarlega geggjaður. Við
fórum heim til mín og sungum og
spiluðum hvert fyrir annaö fram á
rauða nótt. Ég vissi að Dave hafði
verið giftur en var nú fráskilinn og
tók helling af skrítnum lyfjum en
upp frá þessu kvöldi vorum viö
óaðskiljanleg.
David Allan Stewart fasddist 9.
september 1952. Hann þótti á
yngri árum efnilegur fótbolta-
maður en slæmt fótbrot, er hann
var á tólfta ári, batt enda á þann
feril. Á meðan Dave lá á spít-
alanum var honum gefinn gítar
sem hann lærði á sjálfur með
dyggri aðstoð gamalla blúsplatna.
Helsti draumur Dave á þessum
árum var að strjúka til Ameríku
og spila á járnbrautarstöövum sér
til lífsviðurværis.
í kringum 1970 stofnaöi Dave
ásamt fleirum hljómsveitina
Longdancer. Þeir komust fljót-
lega á samning og var þaö plötu-
fyrirtæki Eltons"John, Rocket
Records, sem gaf út fyrstú~plöt.u
þeirra. Ástæðu þess má kannski
helst rekja til þess að trommari
Longdancer var bróðir Nigel
Olson, trommara Eltons. Dave og
félagar fóru í vel heppnað hljóm-
leikaferðalag með Elton John en
hættu skömmu eftir að því lauk.
Dave var sex mánuði aö jafna
sig. Hann fór aö spila með ýmsum
smáhljómsveitum út um alla
Evrópu og um líkt leyti fór hann á
kaf í eiturlyf af ýmsum gerðum.
Hann lenti í bílslysi og skaddaðist
illa á lungum og sneri aftur til
Englands.
Árið 1976 kynntist Dave náunga
að nafni Peet Coombes og það var
hann sem kynnti vin okkar, Dave
Stewart, fyrir Annie Lennox eins
og áður var getið. Þau þrjú
stofnuðu síðan hljómsveitina The
Tourists sem náði nokkrum
vinsældum en reksturinn gekk illa
svo þau hættu áriö 1980, höfðu þá
gefið út þrjár breiðskífur.
Þegar ferill Tourists var á enda
voru Annie og Dave farin að ræða
um aö stofna eigin hljómsveit.
Þeim tókst aö vekja áhuga RCA
en menn þar álitu að þau myndu
halda áfram í anda Tourist.
RCA-menn voru ekki alls kost-
ar ánægðir meö nafnið
EURYTHMICS, en Stewart hopp-
aði upp á borð á miðjum fundi og
sagði aö nafnið liti vel út í stórum
stöfum á auglýsingaspjöldum, þaö
myndi vekja forvitni þeirra er leið
ættu hjá.
Þau komu sér upp átta rása
stúdíói fyrir ofan timburverk-
stæði. Þar hófust nú upptökur á
fyrstu breiðskífunni, In the
garden, sem kom út í október 1981.
Platan fékk misjafna dóma og
seldist ekkert of vel. Annie og
Dave keyptu gamlan Volvo og
fóru í hljómleikaferðalag. Það var
í þessu feröalagi sem Annie og
Dave hættu sem par. Lungnaveik-
indi Dave tóku sig upp aftur og
hann þurfti að leggjast inn á
spítala og Annie fékk taugaáfall.
Það leit því út fyrir að stuttur fer-
ill EURYTHMICS væri á enda en
svo varð ekki. Þau ákváðu að þó
þau væru ekki lengur elskendur
skyldu þau halda áfram samvinnu
á tónlistarsviðinu. Annie fór til
Aberdeen til að slappa af frá tón-
listaramstrinu og Dave. Hún sagði
um þetta tímabil: „Þaö var skrít-
ið aö vera án Dave en ennþá
skrítnara að vera nálægt honum.
Við höfðum verið saman upp á
hvern einasta dag í fjögur ár og
vorum orðin óhugnanlega tengd
hvort ööru, bæði í huga og gjörð-
um.”
I byrjun árs 1982 fékk Annie
símhringingu frá Dave í London.
Hann var æstur að leyfa henni að
heyra ný lög senihann hafði sam-
ið og hann spilaði þau fyrir hana í
símann. Henni fannst strax aö nú
væru þau búin að finna rétta
stefnu.
Önnur ; plata EURYTHMICS,
Sweet dreams are made of this,
kom út í janúar 1983. Hún var tek-
in upp í átta rása stúdíóinu þeirra
og þótti mönnum það með ólíkind-
um, þau urðu oft að hinkra með
sönginn fram á kvöld vegna
hávaðans í vélunum á timbur-
verkstæðinu fyrir neðan.
Sweet dreams sló í gegn o'g var
það titillagið'"sjálft sem átti
mestan þátt í því. I febrúar fóru
þau í hljómleikaferðalag og höfðu
sér til aðstoðar þrjá hljóðfæraleik-
ara, áhugi fólks á þeim var mikill
og feröalagið gekk mjög vel. Hið
mikla umstang, sem frægðinni
fylgdi, haföi ekki mikil áhrif á
68 'Vikan 14. tbl.