Vikan


Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 20

Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 20
Sólarferð í kjallaranum eða Costa R'Ekket Hér i blaðinu er kálfur um sumar- leyfisferðir. Flestir kannast líklega við þessa óstjórnlegu löngun sem gripur mann stundum i svartasta skammdeginu þegar bæirnir minna einna helst á nætursaltaða ýsu, vindurinn hvín i húsasundunum og regnið lemst inn i andlitið. Sálar- ástandið er i fullu samræmi við þetta veðurlag. Í vetur hafa veður- guðirnir þó verið óvenjulega mildir við okkur og hrakningar á heiða- vegum höfuðborgarinnar í illa búnum og eldgömlum bilum hafa til að mynda verið sárasjaldgæfir. Skammdegið er nú samt alltaf samt við sig. Og það er kallað hugvitsam- leg stefna i auglýsingum þegar ferðaskrifstofurnar ausa yfir okkur, einmitt núna í verstu blank- heitunum, hverri paradísarmynd- inni eftir aðra. Börnin sitja stóreyg og horfa á suðrænan sjó, konan þykist lesa blað en karlinn, sem greinilega skaffar illa, bölvar ríkis- stjórninni. ,,Þú snýrð nú öllu upp i pólitík," segir konan örg. Já, svo sannartega getur allur fjandinn orðið mönnum tilefni. En til eru aðrar leiðir. Að vísu verður að segjast eins og er að þær reyna sumar á samheldni fjölskyldunnar og þegnskap. En er það ekki það sem þarf að rækta? Ég bara spyr. Ef bregðast á við sólarlandahungri á ódýran en óvenjulegan máta þarf nokkuð til! I fyrsta lagi verður að taka til i geymslunni. Gefst þar gott tækifæri til þess að gefa á flóa- markað það sem enginn mundi lengur aö væri til og henda af- ganginum. Þegar geymslan er orðin auð kaupiö þið 2—3 poka af kattasandi (stærstu gerð) og stráiö á gólfið og reyniö aö hafa það nokkuð jafnt. Má drýgja með skeljasandi úr sandsölunni ef þurfa þykir. Þá verðið þið ykkur úti um sólhlíf hjá einhverjum kunningj- anum sem er að fara til heitu land- anna aö sleikja sólina. Spyrjió jafnframt konuna hans hvort hún eigi ekki ljósalampa því engin kona fer næpuhvít í svona ferð. Stillið upp sólhlífinni (notið jóla- trésfótinn sem þiö funduö í tiltekt- inni) og tengið ljósalampann í staö rússnesku ljósakrónunnar sem var fyrir í geymslunni. Blásið upp vindsængurnar og stilliö þeim upp á gólfinu. Fyrir fullorðna er gott aö hafa eitthvað að sötra, til dæmis Sangra de toro eða ef þannig stendur á tómatsafa en börnin geta fengiö þetta nýja sykurlausa, koffínlausa, litar- lausa og bragölausa kóla sem er nýkomið á markaöinn. Nú er- ekkert eftir nema hengja upp skiltið fyrir ofan geymsludyrnar svo hinir í blokkinni viti hvaö er að gerast: Costa R'Ekket 20 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.