Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 20
Sólarferð í kjallaranum
eða
Costa R'Ekket
Hér i blaðinu er kálfur um sumar-
leyfisferðir. Flestir kannast líklega
við þessa óstjórnlegu löngun sem
gripur mann stundum i svartasta
skammdeginu þegar bæirnir minna
einna helst á nætursaltaða ýsu,
vindurinn hvín i húsasundunum og
regnið lemst inn i andlitið. Sálar-
ástandið er i fullu samræmi við
þetta veðurlag. Í vetur hafa veður-
guðirnir þó verið óvenjulega mildir
við okkur og hrakningar á heiða-
vegum höfuðborgarinnar í illa
búnum og eldgömlum bilum hafa
til að mynda verið sárasjaldgæfir.
Skammdegið er nú samt alltaf samt
við sig. Og það er kallað hugvitsam-
leg stefna i auglýsingum þegar
ferðaskrifstofurnar ausa yfir okkur,
einmitt núna í verstu blank-
heitunum, hverri paradísarmynd-
inni eftir aðra. Börnin sitja stóreyg
og horfa á suðrænan sjó, konan
þykist lesa blað en karlinn, sem
greinilega skaffar illa, bölvar ríkis-
stjórninni. ,,Þú snýrð nú öllu upp i
pólitík," segir konan örg. Já, svo
sannartega getur allur fjandinn
orðið mönnum tilefni. En til eru
aðrar leiðir. Að vísu verður að
segjast eins og er að þær reyna
sumar á samheldni fjölskyldunnar
og þegnskap. En er það ekki það
sem þarf að rækta? Ég bara spyr. Ef
bregðast á við sólarlandahungri á
ódýran en óvenjulegan máta þarf
nokkuð til!
I fyrsta lagi verður að taka til i
geymslunni. Gefst þar gott
tækifæri til þess að gefa á flóa-
markað það sem enginn mundi
lengur aö væri til og henda af-
ganginum. Þegar geymslan er
orðin auð kaupiö þið 2—3 poka af
kattasandi (stærstu gerð) og
stráiö á gólfið og reyniö aö hafa
það nokkuð jafnt. Má drýgja með
skeljasandi úr sandsölunni ef þurfa
þykir. Þá verðið þið ykkur úti um
sólhlíf hjá einhverjum kunningj-
anum sem er að fara til heitu land-
anna aö sleikja sólina. Spyrjió
jafnframt konuna hans hvort hún
eigi ekki ljósalampa því engin
kona fer næpuhvít í svona ferð.
Stillið upp sólhlífinni (notið jóla-
trésfótinn sem þiö funduö í tiltekt-
inni) og tengið ljósalampann í
staö rússnesku ljósakrónunnar
sem var fyrir í geymslunni. Blásið
upp vindsængurnar og stilliö þeim
upp á gólfinu. Fyrir fullorðna er
gott aö hafa eitthvað að sötra, til
dæmis Sangra de toro eða ef
þannig stendur á tómatsafa en
börnin geta fengiö þetta nýja
sykurlausa, koffínlausa, litar-
lausa og bragölausa kóla sem er
nýkomið á markaöinn. Nú er-
ekkert eftir nema hengja upp
skiltið fyrir ofan geymsludyrnar
svo hinir í blokkinni viti hvaö er að
gerast:
Costa R'Ekket
20 Vikan 14. tbl.