Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 66
Kannski ég
gifti mig
á fimmtugs-
afmæli mínu
Um tíma hélt fólk að Richard Chamberlain og
Linda Evans (Dynastystjarna) væru I þann
veginn að gifta sig. En það var öðru nær. Linda
sást með öðrum mönnum og Chamberlain lýsti
því yfir að hann myndi aldrei gifta sig! Nýlega lét
þó Richard hafa eftir sér að kannski myndi hann
giftast Lindu Evans á fimmtugsafmæli sínu sem
er á þessu ári.
Þessi yfirlýsing kom nokkuð á óvart þar sem
fáir vissu að Linda og Richard hefðu tekið upp
sambandið að nýju. Enginn veit hvað framtiðin
ber i skauti sér en þó var haft eftir Lindu á dögun-
um: Richard er eins og Hamlet. Hann getur ekki
ákveðið sig. Að vera eða ekki vera giftur. Það er
spurning sem hann getur ekki svarað!
Frumskógar-
brúðkaup
Aðdáendur Dynastyþáttanna kannast örugg-
lega við leikkonuna Pamelu Bellwood. Hún gifti
sig á dögunum og hinn nýbakaði eiginmaður
heitir Nik Wheeler. Hann er breskur blaðamaður
og Ijósmyndari.
Það óvenjulega við þetta brúðkaup var að það
var haldið i frumskógi i Nepal. Einhverjum kann
að finnast langsótt að amerísk leikkona og blaða-
maður skuli flengjast alla leið til Nepal til þess
eins að láta pússa sig saman. Þetta mun hafa
komið til af þvi að Nik Wheeler hefur dvalið þar
löngum siðustu 20 árin og þykir þetta eitt róman-
tiskasta land á jarðríki.
Pamela Bellwood sagði eftir vigsluna að hún
hefði verið talsvert öðruvisi en hún hefði hugsað
sér að brúðkaup sitt yrði. ,,Ég keypti kjólinn á
markaði i Katmandu, höfuðborg Nepal. Slörið
var ekki hvitt heldur rautt og ég fór ekki til vígsl-
unnar í glæsikerru heldur riðandi á fil! Eftir vigsl-
una sprautuðu vinir okkar „nýgift" með rak-
kremi á filinn!
Eftir vígsluna 'og veisluna héldu skötuhjúin
aftur heim þvi þar bíður vinnan að sjálfsögðu.
Leikkonan segir að börn verði á dagskrá. . . en
ekki i bráð þar sem hún má ekki verða ófrisk
vegna hlutverkssjns í Dynasty.
Aftur í sviðsljósið
Blökkusöngkonan Amii Stewart er komin
aftur fram i sviðsljósið eftir sex ára fjarveru með
lagið Friends. Það var gamla soul-lagið Knock on
Wood i diskóútsetningu sem kom Amii á toppinn
á sinum tima en síðan hefur litið sem ekkert
heyrst i henni.
Amii Stewart er bandarisk að uppruna en bjó
lengi i Bretlandi. Þar hófst söngferill hennar svo
að segja fyrir tilviljun. Hún vann sem aðstoðar-
leikstjóri og dansahöfundur við söngleik á West
End i London þegar plötuútgefandi einn bað
hana að syngja Knock on Wood. Þar með var
Amii Stewart orðin ein vinsælasta diskósöng-
kona heimsins. Fljótlega þreyttist hún á þessu
nýja hlutverki sínu og dró sig i hlé. í tvö ár söng
hún ekki bofs heldur lifði kyrrlátu lífi i Rómaborg
þar til hún taldi sig tilbúna til þess að koma aftur
fram á sjónarsviðið með eitthvað nýtt og gjör-
breytt.
Hún býr enn í Rómaborg og eitt það
skemmtilegasta sem hún gerir er að taka á móti
vinum sinum í rólegheitunum, borða með þeim,
horfa á sjónvarpið, spila á spil og teygja úr
tánum.
66 Vikan 14. tbl.