Vikan


Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 13

Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 13
Eðvarð Ingólfsson er 24 ára, umsjónar- maður Frístundarinnar á RAS 2, ritstjóri Æskunnar og hefur sent frá sér fimm bækur, fjórar skáldsögur og eina samtalsbók. Sú nýjasta, Fimmtán ára á föstu, varð ein sölu- hæsta bókin fyrir seinustu jól. Hann býr í Reykjavík ásamt kærustu sinni, Bryndísi Sigurjónsdóttur fóstrunema, hefur búið þar í fjögur ár. „Ég bjó á Hellissandi til tvítugs, uppalinn hjá góöu fólki undir Jökli. Það er heillandi landslag á Hellissandi, Snæfellsjökull í suðri og fallegt við kauptúniö. Eg gerði mikið að því aö ganga þegar ég bjó þarna, gekk oft í litla vík sem heitir Krossavík, eða í hraun- inu. Naut þess að ganga einn og hugsa. Og þá fékk ég alls konar hugmyndir að sögum. Eg hef alltaf verið svo rómantískur og það er rómantík sem knýr mig áfram til skrifta.” Sjö ára húsbóndi í systrafansi „Ég missti föður minn þegar ég var sjö ára gamall og mamma sagði þá við mig aö nú væri ég húsbóndinn á heimilinu. Eg vildi gjarnan standa mig í því hlutverki. Eg á sex systur, fjórar eldri og tvær yngri en ég er. Mér fannst gaman að alast upp með svona mörgum systrum. Aö vísu voru tvær eEStu systurnar farnar að heiman þegar ég kom til vits og þroska. Mér finnst ég skilja kven- fólk betur eftir uppeldiö og veit aö það hugs- ar ekki eins og karlmenn. Kvenfólk hefur verið í meirihluta af mínum vinum.” „Eg vann mikiö á sumrin, byrjaði strax tólf ára að vinna í fiski og við smíöar og fleira sem til féll og notaöi svo frístundirnar gjarnan til að semja eitthvað eða í bóklestur og útiveru. Eg er mikill útidellumaður. Þarna var ekkert sem hét félagslíf. Maður fékk útrás í gegnum íþróttirnar. Eg var öll- um stundum í fótbolta og hafði gaman af því aö taka þátt í frjálsíþróttamótum. Eg var fé- lagsmálafrík, ef maður getur kallað það svo. Sextán ára var ég kosinn formaður ung- mennafélagsins. Það var íþróttahús og góð- ur völlur á staðnum og ég sá óteljandi möguleika á að nota þá aðstöðu.” Nennti aldrei að hlusta á unglinga- þætti „A sveitaböll fór ég aldrei, þetta skiptist nokkuð í tvennt, sumir krakkarnir fylgdust vel með tónlist, voru á sjoppunum og byrj- 14. tbl. Vikan 13 Texti: Anna Myndir: RagnarTh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.