Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 14
uöu snemma að reykja og sækja partí, en
hin voru í íþróttunum. Þar voru strákar í
meirihluta.
Eg fylgdist ekki mikið með því sem var aö
gerast í tónlistarheiminum, enda voru fáir
poppþættir í útvarpinu, en maöur hlustaöi á
óskalög sjúklinga og stundum á lög unga
fólksins.
Eg nennti aldrei aö hlusta á unglingaþætti.
Þau sem voru ekki í íþróttunum höföu
sjálfsagt þroskaðri tónlistarsmekk en viö hin
sem þróuðum hann ekki með okkur.”
Engin plötubúð á Hellissandi þá
„Eg hef mikinn áhuga á fólki og mannleg-
um samskiptum og kannski þess vegna gæti
ég ekki hugsað mér að verða atvinnurithöf-
undur. Ég held ég myndi einangrast svo mik-
ið frá fólki.
Eg byrjaöi snemma aö fá áhuga á gömlu
fólki, hlusta á þaö, tala við það og reyna aö
nema af því einhvern fróðleik. Eg held ég
hafi ekki verið dæmigerður unglingur, en
það fer sjálfsagt öðrum betur að dæma um
það. Eg held líka að fyrir tíu árum hafi ver-
ið talsveröur munur á unglingum í þéttbýl-
inu og svo í sjávarþorpi eins og ég ólst upp í.
Það var til dæmis ekki plötubúð á Hellis-
sandi þegar ég var unglingur. Og kannski
þess vegna keypti maður sér ekki plötur og
haföi ekki áhuga á því að fá sér plötuspil-
ara.”
Vinna í öllum fríum
„Þarna var engin tískuvöruverslun og
maður var alltaf aö vinna, á sumrin og í
jóla- og páskafríum, og ekkert að hafa
áhyggjur af því hvernig maður var til fara.
Mér finnst krakkar núna verja þónokkrum
hluta tekna sinna og því sem þau fá í vasa-
peninga yfir veturinn í plötur og fatnað. Það
er ólíkt því sem ég þekki.”
Hika ekki við að nefna nöfn
„Mig undrar oft hvað krakkarnir sem ég
tala viö í Frístundinni og fyrir Æskuna eru
hreinskilnir. Eg á þaö til að spyrja í beinum
útsendingum hvort þeir séu ástfangnir þá
stundina og biðja þá að lýsa draumaprinsun-
um og -prinsessunum. Þá koma nákvæmar
lýsingar og ekki hikað við að nefna nöfn. Eg
tók blaðaviðtal viö tvær tólf ára stelpur ný-
lega og þær sögöu að þaö gerði ekkert til þó
strákarnir, sem þær nefndu, sæju nöfnin sín
í blaðinu, þeir vissu hvort sem væri aö þær
væru skotnar í þeim.
Mín kynslóö á Hellissandi var afskaplega
feimin viö alla svona hluti og maður þorði
ekki að tala við stelpur sem maður var skot-
inn í.”
„Eg verð svo glaður þegar ég tala við
þessa krakka, bjartsýnn á komandi tíma
þegar ég heyri hvaö krakkarnir eru opnir.
Því um leið og fólk er opið á það miklu
betra með að takast á viö lífið og tilveruna
— sjóndeildarhringurinn stækkar.
Það getur verið að úti á landi sé þetta erf-
iðara, þar sem allir þekkjast og mikið er tal-
að.
Krakkar eru alltaf móttækilegir fyrir róm-
antík, held ég, vegna þess að það sem knýr
okkur áfram í þessum heimi er þessi sífellda
von um betra líf og meiri hamingju. Róman-
tíkin, þetta orð og þessi hugsun, tengist ein-
hverju spennandi.”
— Þú spilar mikiö á rómantíkina í bókum
þínum, er þaö ekki?
„Jú, það getur verið að einhverjum krökk-
um þyki bækurnar mínar of rómantískar og
fjarri raunveruleikanum. En svo er aftur á
móti hinn hópurinn sem unir sér vel viö lest-
ur bókanna.”
Aldrei viljað gefast upp
„Eg skrifaöi mitt fyrsta handrit þegar ég
var 17 ára. Strax 15—16 ára var ég farinn aö
stefna að því að gefa út bók. Ég ÆTLAÐI aö
gefa út bók. Og það fór fyrir mér eins og
mörgum öðrum á þeim aldri, maöur hefur
ekki nægan málþroska til aö skrifa handrit í
fullri lengd og heldur ekki þolinmæði því
þetta er mikil vinna. Fyrstu tilraunir mínar
voru kannski þannig að ég var búinn með
allt efniö á fyrstu 30—40 síöunum, ég sá að
það var ekki nóg í bók.
En ég ól þennan draum alltaf með mér, ég
hef aldrei viljaö gefast upp við neitt.”
„Sautján ára skrifaði ég söguna Hnefa-
réttur og sendi til útvarpsins. Nítján ára
skrifaði ég Gegnum bernskumúrinn og sendi
til útgefanda. Það var svo skemmtilegt að
útvarpið samþykkti að taka söguna mína
sem framhaldssögu sama dag og bókaút-
gáfa Æskunnar ákvað aö gefa bókina út.
Þaö var haustið 1979 og þá var ég í
Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Ég man að Gunnvör Braga á útvarpinu
talaöi við mig klukkan tíu að morgni og
sagði mér að sagan heföi veriö tekin. Ég
vissi að hún myndi gefa mér sæmilegan pen-
ing, mig minnir aö ég hafi greitt mötuneytis-
kostnaöinn þennan vetur meö honum. I há-
deginu er svo hringt frá bókaútgáfu Æskunn-
ar, þeir voru búnir aö sitja með handritið í
viku og vildu gefa það út. Já, þetta var eftir-
minnilegur og skemmtilegur dagur.”
Vitlaust að afneita bernskuverkum
„Eg lít á báðar þessar sögur sem nokkurs
konar bernskubrek, ekki gallalaus ef ég
skoöa þau í dag, en ég er glaður yfir því að
ég skyldi láta verða af því aö senda frá mér
Gegnum bernskumúrinn sem mína fyrstu
bók, því ómur bernskunnar kemur að
nokkru leyti fram í þeirri sögu.
Eg held að það sé vitlaust aö afneita
bernskuverkum. ”
— Hvernig er vinnudagurinn hjá þér?
„Hann getur oröið ansi langur, ég læt aldrei
neitt frá mér nema ég sé sæmilega ánægður
með það. En stundum kemur náttúrlega fyrir,
til dæmis á útvarpinu, að ég verö að senda
eitthvað út sem er ekki nógu vel undirbúiö. Ég
hef tekið viötöl og fengið fólk inn á gólf hjá
mér sem ég hef ekki haft tíma til að undirbúa
viötöl við vegna anna fyrr um daginn.”
Engin rútínuvinna
„Stundum er ég kannski aö nöldra og vor-
kenna sjálfum mér en svo tek ég á mig rögg
og segi viö sjálfan mig: Ég get bara sjálfum
mér um kennt að taka svona mikiö aö mér.
Maöur ræður ekki alltaf við þetta, þetta er
engin rútínuvinna sem ég er í. Rétt áður en
Æskan kemur út er óskaplega mikið að gera,
á sama tíma getur veriö óvenju mikiö umfang
í Frístundinni og rétt áður en bók kemur út
sér maður ekki út úr því sem liggur á manni.
Fríkvöldin hjá mér seinasta hálft annað
áriöeru teljandi.”
Dularfulli maðurinn
„Það er algengt að ég sitji viö ritvélina til
klukkan þrjú á nóttunni og þurfi að vakna um
átta- níuleytið morguninn eftir. Þá get ég ekki
hugsað mér að fara aö sofa fyrr en ég er bú-
inn að ganga einn hring hér í Árbænum þar
sem ég bý.
Ég vona aö fólki sem er vakandi á þessum
tíma, finnist ég ekki dularfullur maður og
kannski hættulegur! Kannski eru þessar
gönguferðir mikilvægustu stundir sólar-
hringsins, maður afspennir sig svo og fær
hugmyndir. Það væri búið að senda mig á
Kleppsspítala ef ég gæti ekki aftengt mig
svona.”
14 Vlkan 14. tbl.