Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 49
Þýöandi: Anna
með Willy Breinholst
L
hjarðmeyjarinnar
— Rimsky-Korsakoff, sagöi ég
til hjálpar.
Yvonne kinkaöi kolli, þakklát á
svip.
Þaö var svo þegar viö morgun-
veröarboröiö í gærmorgun aö
Yvonne byrjaði aö æfa sig á aö
bera rétt fram nafnið á þessu
rússneska tónskáldi. Á stórt
pappaspjald hafði hún skrifaði
RIMSKY—KORSAKOFF og stillt
því fyrir framan sig. Og svo fór
hún yfir nafnið til minnis
fjölmörgum sinnum á meöan hún
borðaði kornfleksiö sitt. Hún
endurtók nafnið í hvert sinn sem
hún var búin með eina skeið af
kornfleksi. Hún var svo áköf aö
maísflögurnar spýttust um allt
um leiö og hún sagði Komsky-
Rorsakoff og Rimsky-
Komskynoff!
Þaö var ekkert undarlegt aö hún
skyldi vera í alsvartasta skapinu
sínu þegar hún fór niöur í útvarp.
Og um kvöldiö þegar leið að því aö
útsendingu lyki sátum viö
Maríanna eins og límd viö út-
varpið. Viö heyrðum í anda hvaö
litla sæta hjartað hennar baröist
ákaft. Hún hlaut að vera að yfirliði
komin af hræðslu þegar hún leit á
handritiö fyrir framan sig:
„Draumur hjarömeyjarinnar,
sinfónískt ljóö eftir Rimsky-
Korsakoff.”
— Uss, sagði ég við Maríönnu,
nú kemur það.
Og svo hljómaði rödd Yvonne:
— Síðast á dagskránni er vinsæl
rússnesk tónlist, leikin af sinfóníu-
hljómsveit útvarpsins undir stjórn
Francesco Gazzeloni. Viö byrjum
dagskrána á tónverki eftir . . .
Rimsky-Korsakoff.
Þaötókst!
Þaö var ekki hægt aö hugsa sér
fullkomnari framburð á nafninu.
Eg sá fyrir mér hvernig þung ský
áhyggjanna hurfu af andliti
Yvonne. Þaö var enginn efi á því
aö í þessu var tæknimaðurinn
einmitt að kinka kolli til hennar,
uppörvandi á svipinn, og þau gáfu
hvort ööru sigurmerkið.
Uss, sagði ég viö Maríönnu,
meöan Yvonne tilkynnti hvaða
verk við áttum aö fá aö heyra eftir
þennan stórbrotna rússneska
tónjöfur:
— Og þaö sem viö fáum aö
heyra er kynórískt blóð, Glaumur
barmeyjarinnar!
Verið Velkomin.
14. tbl. Víkan 49