Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 23
* * * * * 7. april: * •¥■ * ¥
Afmælisbarn dagsins býr yfir
miklum lífsþrótti og auöugu hug-
myndaflugi en hefur lítiö úthald til
þess aö koma í verk öllum þeim
snjöllu hugmyndum sem þaö fær.
Jafnframt er þaö heldur aðsjált og
er sannfært um að sífellt sé verið
að troða á rétti þess og getur því
ekki unnt öörum þess að koma
hugmyndunum í verk og njóta
þeirra verka. Þess vegna fer mik-
ill tími í þras og þref um hluti sem
skipta í rauninni litlu máli, því það
munar ekki um kepp í sláturtíð-
inni, eins og sagt er.
Fólk dagsins getur unnið að
mjög fjölbreyttum málum og
kemur raunar best að gagni með
því að skipta tiltölulega ört um
starfssviö. Því líður yfirleitt hvaö
best í störfum tengdum verslun,
helst þar sem það þarf ekki að
taka mikið tillit til annarra. Þeim
einstaklingum dagsins sem bera
gæfu til að skipuleggja starf sitt
nákvæmlega og ganga vel frá öll-
um sínum málum mun farnast vel
á atvinnusviðinu og þeir eru lík-
legir til aö efnast vel en þeir
sem hafa ekki eins góða reiöu á
sínum málum munu sveiflast
nokkuð ört milli þess aö hafa tals-
vert milli handanna og þess aö
berjast í bökkum.
Það vantar ekki aö fólk dagsins
hefur virkan áhuga á hinu kyninu
en sá áhugi er ekki beinlínis gagn-
kvæmur. Líklegt er að framan af
ævi muni ástarlífið einkennast af
skammvinnum samböndum og
þegar til sambúöar kemur er það
mjög undir makanum komiö
hversu til tekst. Fáist maki sem
hefur meiri staðfestu í skapferli
og athöfnum kann sambúðin að
verða farsæl en annars má búast
viö að sambúðin verði jafnvel
endaslepp.
Heilsufarið má almennt telja
gott en þó er afmælisbarninu rétt
að fara vel meö líkama sinn og
vara sig vel á streitu og kvillum
tengdum streitu.
Happatölur eru 7 og 9.
* * * * * 8. apríl: * *
Afmælisbarn dagsins er fram-
takssamt og fylgið sér, oft geisl-
andi vel gefið þannig aö námsgáf-
ur og atferlisgáfur fara saman, en
oft verður því minna úr gáfun-
um en efni standa til. Þetta fólk er
glaðsinna og hefur góða kímni-
gáfu og oft hefur þaö einhverja
listhneigð, gjarnan á sviöi mynd-
listar og tónlistar. Því líöur ekki
vel nema það sé framarlega í fylk-
ingu starfs síns og félagslífs en
kann því heldur ekki að vera á
oddinum og fer það heldur ekki vel
úr hendi. Flest afmælisbörnin
kunna vel að feta þá braut á
starfssviðinu sem þeim hentar
best.
Fólk dagsins á vel heima í hvers
konar fræöslumiðlun, sem kennar-
ar, blaöamenn, upplýsingafulltrú-
ar, en ef það lendir í beinum stjóm-
unarstöðum vegnar því miöur og
geta störf af því tagi vakiö upp
áleitna árásargirni sem kemur af-
mælisbarninu illa. Þessi eiginleiki
þess er almennt blundandi meðan
það er í störfum sem henta því.
Einnig lætur fólki þessu vel aö
hafa einhvers konar fjármála-
stjórn á hendi þar sem það hefur
hæfileika til aö láta peninga end-
ast vel og kemur þessi hæfileiki
því vel því yfirleitt er því ekki lag-
ið að afla sér mikilla tekna.
Oftast nær elskar þetta fólk
meö ærslum og þarf að hafa mikiö
umleikis á því sviði og finna sig
elskað. Finnist því á það skorta
verður það vansælt í sambúðinni
en lætur oftast við það sitja því af-
mælisbörn dagsins búa yfirleitt
yfir mikilli tryggð við maka og
málefni og þarf mikið til aö hrófla
* * *
við því, þótt þau hafi löngu gert
sér grein fyrir því aö í rauninni
vildu þau hafa hlutina öðruvísi.
Þess vegna er fólki dagsins sér-
lega mikilvægt að vanda valið sér-
staklega vel, hvort heldur er á
maka, starfi eða félagsstörfum.
Heilsufarið er allajafna mjög
gott og er yfirleitt við fáum kvill-
um aö búast en streita vill nokkuð
sækja á ef afmælisbarnið er komið
nær fylkingarbrjósti en því er
hollt.
Happatölur er 8 og 9.
*f *¥■ *f *f *f 9. apríl: *f *f *f *f *f
Skapfesta, gerhygli og einbeitni
eru helstu einkenni afmælisbarna
dagsins. Jafnframt eru þau gjarn-
an dul í skapi og kunna því betur
að fá að sinna sínum málum af-
skiptalaus af öðrum. Þau eru dug-
Ræktunarstörf hvers konar og
störf þar sem hagleikur og hag-
'sýni fara saman, svo sem við
smíðar, eru kjörsvið afmælis-
barna dagsins. Þeim farnast að
jafnaði best þegar þau vinna sjálf-
leg og starfsöm og oftast hagsýn stætt og þurfa hvorki að stjórna
þótt ekki verði um þau sagt aö þau
séu hugmyndarík. Þau eru vina-
föst og trú en gleyma ekki frekar
en fíllinn ef þeim þykir sér mis-
gert, eru að sama skapi óeigin-
gjörn gagnvart þeim sem áunnið
hafa sér vináttu þeirra.
öðrum eða lúta annarra stjórn.
Sjaldan verða þau til að safna
miklum auöi en starfsemi þeirra
og hagsýni gera það að verkum að
þau hafa oftast nóg fyrir sig að
leggja, þó þau taki því líka með
jafnaðargeði þótt á það skorti og
bíði þess þolinmóð aö úr rætist.
I ástamálum rasar þetta fólk
ekki um ráð fram fremur en í öðr-
um málum. Það hugsar sinn gang
til hlítar en þegar það hefur gert
upp hug sinn elskar það af allri sál
og öllum líkama og þarf mikið til
aö það sjái nokkurn ljóð á ráði
hins útvalda. Fái það vilja sínum
framgengt í makavali getur fátt
hróflað hamingju þess í sambúð-
inni og þaö getur oftast hrifið
maka sinn með í tilfinningahitan-
um.
Heilsufarið er ekki alltaf eins og
best verður á kosið. Fólk dagsins
er viökvæmt fyrir margs konar
bólgusjúkdómum og einnig geta
æöasjúkdómar orðið því þungur
baggi að bera. Þessu fólki er nauð-
synlegt að gefa líkama sínum góð-
an gaum og leggja ekki meira á
hann en hann er fær um að standa
undir.
Happatalan er9.
* * + + + 10. apríl: ¥ + + + *
Atorka og þörfin til að ráða eru
ríkir þættir í fari afmælisbarna
dagsins. Þau er glögg og útsjónar-
söm og hafa auk þess góðar náms-
gáfur. Það er fjarri eðli þeirra að
gefast upp og allar hindranir eru í
þeirra augum aöeins til að yfir-
stíga þær. Þau eru fædd til þess aö
stjórna öðrum.
Best farnast afmælisbörnum
dagsins viö störf sem kref jast hug-
ar og handar. Smíðar hvers konar
og framleiöslustörf sem krefjast
handlagni og útsjónarsemi leika
þeim í höndum. Jafnframt er
þeim nauðsynlegt aö vera í for-
svari á hvaða sviði sem þau kunna
að starfa og ráða ferðinni í hví-
vetna. Yfirleitt er það líka áhætta
því glöggskyggni þeirra og elju-
semi koma þar að góðu haldi. Þau
eru góðir yfirmenn yfir góðu fólki
en eiga lítt geö viö þá undirmenn
sem eru hysknir og sérhlífnir.
Hitt kyniö sækir í afmælisbörn
dagsins eins og flugur í ljós, en
það er ekki þar með sagt aö af-
mælisbörnin hagnýti sér það eins
og hægt væri. Yfirleitt þykir þeim
það of létt verk og þar með löður-
mannlegt. Þau laðast sjálf fremur
að þeim af hinu kyninu sem láta
sér fátt um finnast í upphafi og
þykir það frekar hæfa sér að yfir-
vinna þær hindranir sem þar
kunna aö finnast. Svo kann að fara
að hinn sterki persónuleiki afmæl-
isbarnsins gerist þar offari og kaf-
færi bókstaflega þann sem þessi
ástarsókn beinist að, og kann það
ekki góöri lukku að stýra. Ef á
hinn bóginn ástin — og baráttu-
viljinn — beinist að jafnsterkum
einstaklingi, sem skilur eðli af-
mælisbarnsins, má búast við aö
góðar ástir takist og sambúðin
verði lukkuleg, þótt aldrei megi
þar gera ráð fyrir að siglingin
verði á lygnum sjó.
Heilsufarið er almennt ekki
slæmt en vissara að fara með
nokkurri gát svo að bólgu- og æöa-
sjúkdómar verði ekki of aðgangs-
harðir.
Heillatölur eru 1 og 9.
14. tbl. Víkan 23