Vikan


Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 47

Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 47
Draumar Naut og stríð Kærí draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma sem mig dreymdi fyrir stuttu. Sá fyrri var svona: Mér fannst ég vera uppi í sveit þar sem ég var í sumar. Eg var úti við fjós og var eitthvað að gera þar. Þá sé ég naut standa hjá girðingu þarna nálægt og strákinn (K) sem var þarna í sveit Itka. Segist K alveg geta látið nautið koma og stanga mig. Eg sagðist ekki trúa honum og þá lét hann nautið fara að elta mig og nautið elti mig alveg að fjós- dyrunum og allt í einu var einhver kominn tii mín. Ég sá ekki hver það var og ég var ekki nógu fljót að opna dyrnar svo nautið náði að stanga okkur og það var mjög sárt því nautið var með mjög stór horn. Svo opnuðum við dyrnar, hlup- um inn og lokuðum en nautið braut hurðina og elti okkur út og inn um sömu dyrnar mörgum sinn- um. Stundum var einhver spýta fyrir mér en einhvern veginn komst ég. Allt í einu vorum við búin að loka nautið inni í einhverju herbergi og búin að rota það. Svo fór ég bara að mjólka kýrnar og þá komu konan (H) sem á heima þarna og tvær dætur henn- ur (B og S) og sögðu okkur að setja nautið út. Þá opn- aði ég dyrnar og K vakti nautið og rak það út. Hinn draumurinn var svona: Mér fannst ég vera í vinnunni hjápabba og eitt- hvað að gera þar. Þá kemur fullt af flugvélum fljúg- andi yfir borgina og kasta niður smásprengjum en bara nokkrar þeirrar sprungu. Eg sagði við pabba að ég vildi ekki deyja því ég væri svo ung ennþá og ætti allt lífið eftir og þá sagði pabbi að mamma og litlu systkinin mín (J og H) væru á S og myndu þau ekki lenda í stríði. Þá sagði ég að við skyldum bara fara vestur, þangað sem ég var í sveit í fyrra (svo við lentum ekki í stríði). Og þá féll ein sprengja rétt við hliðina á mér en hún sprakk ekki. Eg . sá að hún var innpökkuð í plast eins og pylsa. Við tök- um plastið utan af henni. Það var frá einhverju fyrír- tæki eða búð. Svo vorum við allt í einu komin vestur og allt var gefbreytt og við vorum að keyra regnhlífar- kerru. Þá sá ég naut fyrir innan girðingu hjá vegin- um. Svo byrjar nautið að elta mig fram og til baka yfir girðinguna en svo var eins og einhver stoppaði nautið því það hættir að elta mig og horfir bara á mig. Svo vorum við pabbi að labba niður stiga (sem var þar sem vegur er í raun- inni núna) og pabbi hélt á regnhlífarkerrunni en svo fórum við upp aftur og mættum þá manni á Land Rover og sögðum að hann yrði að fara út á hinn veg- inn. Þá var allt í einu mal- bikaður hliðarvegur út frá þessum vegi. Eg hef aldrei munað neina drauma svona vel. Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu. Guðrún Þ. Fyrri draumurinn bendir til þess að þú lendir í harð- vítugri baráttu, sennilega í ástamálum en ef ekki í ást- um þá í einhverjum öðrum tilfinninga- eða fjölskyldu- málum. Það gengur á ýmsu og því er ekki að leyna að þetta gæti að mörgu leyti orðið hörð barátta af þinni hálfu en þú ættir með góðri hjálp náinna vina að hafa betur, vinna sigur og jafnvel á einhvern þann hátt að þú þættir fullsæmd af og þættir jafnvel hafa staðið að málum þannig að þú hækkir nokkuð í áliti hjá vinum þínum og þeim sem eru þér kærir. Þetta er flókið mál en aðalbaráttan stendur milli þín og ein- hvers annars. Seinni draumurinn er að mörgu leyti staðfesting eða endurtekning á hinum en þó eru öll tákn þar sterkari og draumráðandi er ekki viss um að um sama atburð sé að ræða þó málsatvik séu svipuð. Það er eins og eitthvað ógni þér, fjölskyldunni eða því lífi sem þið lifið, eitt- hvað utanaðkomandi, en sem betur fer reynist þessi ógn vera hálfgerð loftbóla, stór orð og mikill kraftur en ekkert þegar til á að taka. Svo þú getur verið áhyggju- laus. Það sem umfram þetta atriði er virðist vera samhljóma fyrri draumn- um, annaðhvort henda þig tvö svona baráttuatvik eða um sama atvik er að ræða. Draumanöfnin (á systkin- unum) benda til baráttu góðs og ills, sem fjarlægs undirtóns. 14. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.