Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 27
Umsjón: Geir R. Andersen
There’s a
GIRLINMYSOUP
Byggt á leikriti eftirTerence Frisby.
Framleiðandi: M.J. Frankovich og John Boulting.
Leikstjóri: Roy Boulting.
Aðaileikarar: Peter Sellers og Goldie Hawn.
Einnig: Tony Britton, Nicky Henson og Diana Dors.
Sýningartimi er92minútur. — íslenskur texti.
Þessi mynd er gerð eftir
samnefndu leikriti sem var lengi
sýnt í London við miklar vinsældir
og vel kann að vera að það sé þar
enn á fjölunum.
Peter Sellers leikur fertugan
sjónvarpsmann sem er hinn
myndarlegasti maöur og kemur
vel fyrir — en vill fyrir engan mun
kvænast.
Hann kynnist nitján ára gamalli
bandarískri stúlku sem heitir
Marion (leikin af Goldie Hawn).
Þau verða hrifin hvort af öðru en
ýmis ljón veröa á veginum.
Myndin hefst á eins konar „inn-
gangi” þar sem piparsveinninn
okkar (Peter Sellers) er kynntur
á þann hátt sem honum ber. Hon-
um hefur veriö boöið í brúðkaup
því hann er svo „vinsæll” og hann
hefur augun hjá sér, eða réttara
sagt á hinum fallegu konum sem
alltaf má finna innan um almenna
gesti í brúðkaupum.
Að áðumefndum mngangi lokn-
um kemur Marion (Goldie Hawn)
til sögunnar. Marion hin banda-
ríska hefur ekki hugmynd um
hver söguhetja okkar er — þótt
hann sé þekktur sjónvarpsmaður í
heimalandi sínu, Bretlandi —
finnst alveg jafnlíklegt að hann sé
útfararstjóri — þess vegna!
En þau hefja nú kunningsskap-
inn engu að síður og felst hann í
fyrstu í nokkrum orðræðum heima
hjá piparsveininum. Orðaleikir og
hnitmiðaöar setningar eru gjarn-
an viðhafðar er myndinni fylgir
íslenskur texti þannig að ollu er til
skila 'haldið fyrir áhorfendur sem
ekki eru því sterkari í ensku.
En orðunum fylgja líka athafnir
og er Peter Sellers einn sígildra
meistara á því sviöi, ekki síst
þegar grípa þarf til látbragðs-
leiks. Honum fer til dæmis einkar
vel að standa fyrir framan
marmaravaskinn í baðherberginu
sínu og kanna eigið byggingar-
lag. . .
En nú er piparsveinninn, Robert
Danvers (PeterSellers),aöleggja
upp í ferðalag til Frakklands
vegna þátta sinna í sjónvarpinu —
til að smakka á vínum frönsku
vínbændanna — og hann tekur
hina nýju vinkonu sina meö 1
ferðina. Þetta er henni alveg nýr
heimur og sjónvarpsmaðurinn og
heimsmaöurinn á fullt í fangi meö
aö halda í horfinu, þegar á allt er
litiö, og Frakkarnir líta á hann og
vinkonuna sem gift.
Myndin er tekin á fögrum
stöðum í Frakklandi þar sem fólk
nýtur þess besta í gistivináttu
hinnar frönsku paradísar.
— Gott fyrir Islendinga að kynn-
ast þessum stööum fyrir næsta
sumarfrí! — En hvað um það.
Peter Sellers og Goldie Hawn
tekst betur upp í þessari mynd en
nokkru sinni fyrr, að margra
mati.
Tilvalin mynd fyrir þá sem vilja
njóta sumars og sólar um páskana
heima í stofu og fá í kaupbæti einn
smellnasta sjónleik síðari tíma.
Tómatar í
vígahug
Söngleikur — gamanleikur — hryllingsópera.
Saminn af Costa Dillon, John De Bello og Steve Peace.
Framleiðandi: J. Stephen Peace.
Leikstjóri: John De Bello.
Aðalleikarar: David Miller, George Wilson.
Sharon Taylor.
Sýningartimi er 87 mínútur.
Arið 1983 gerði Alfred Hitchcoek
kvikmynd sem hann nefndi The
Birds (Fuglarnir), mynd sem lýsti
árás þessarar vængjuðu dýra á
mannfólkið. — Fólk hló.
Haustið 1975 réöust sjö milljón
svartþrestir inn í bæinn
Hopkinsville í Kentucky. Menn
notuöu öll tiltæk ráð til aö koma
þeim i burtu. Þá hló enginn.
Og nú er það dagurinn í dag.
Þetta byrjaöi allt með einum
tómati, þessum litla rauða sem
viö boröum sum hver daglega.
Hann kom bara upp úr vaskinum,
eins og tómatar gera stundum, í
heilu lagi. Og konan sem var að
þvo upp í sakleysi sínu — dauð á
stundinni!
Eða maðurinn sem var að
drekka tómatsafann sinn? — Líka
dauður, eftir aö hafa lokið úr
glasinu! Og það á fleira eftir að
ske. En fyrst lítum viö inn hjá
nefndinni sem sett er á iaggirnar
til að f jalla um hættuna sem stafar
af grænmeti, yfirleitt.
Nefndin útbýtir skýrslum í
stærð og stafrófsröð en telur að
ekki stafi sérstök hætta af tómöt-
um. Lögreglumenn, sem eru á leið
á slysstað þar sem ungur maöur
hafði oröiö fyrir „árás” tómata,
eru þó á annarri skoðun.
Það er lika sendur sérstakur
sendiboði til New York til aö ræða
malin. En hann mætir ekki mikl-
um skilningi þar. Honum er ein-
faldlega sagt aö ef „tómatar” seu
til vandræða sé það bara mal íyrir
mannkyniöaöleysa!
011 er mynd þessi hin kostuleg-
asta og ekki síður personur þær er
fram konia. Myndina Tómata i
vígahug ma flokka undir fyrsta
„liryllings-söngleikinn”, en slikir
söngleikir og sviðsverk hala nað
miklum vinsældum hin seinni ár.
Má minnast þess að hérlendis
hefur House of horror eöa Litla
hryllingsbúðin verið sýnd við hús-
fylli undanfarnar vikur. - Svipað
efni og uppistaöa.
Þessi mynd er tilvalið afþrey-
ingarefni yfir paska sem aðra fri-
daga þegar fólk vill slappa af og
gleyma amstri dagsins yfir glensi
og hugmyndaflugi sem frábærum
listamönnum eins og Costa Dillon
og John De Bello er einum lagiö að
koma til skila.
14. tbl. Vikan 27