Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 41
eð fjölskyldurnar til Hollands:
fengu margir dálæti á tennis
upp úr þessari ferð. Á kvöldin
var iðulega farið í bowlinghöll-
ina. Menn voru orðnir
sérfræðingar i bowling. Einnig
var mikið um að menn byðu
hverjir öðrum heim á kvöldin.
Ég má til að minnast á farar-
stjórann okkar, Kjartan Páls-
son, en hann var mjög iðinn við
að finna upp á einhverju fyrir
okkur og tók sér aldrei fri frá
störfum, var alltaf að benda
okkur á hitt og þetta og meira
að segja pantaði hann sérstak-
lega atvinnutennisleikara til að
kenna okkur. Allur hópurinn
var mjög ánægður með farar-
stjórann og öll hans störf,"
sagði Örn.
Hvað um skemmtanalíf?
,,Það er diskótek á svæðinu
en okkur fannst það vera meira
fyrir unglingana enda stunduðu
þeir það reglulega. Við vildum
miklu heldur fara í bowling eða
safnast saman hjá einhverjum í
hópnum.
Á þessu svæði eru einnig
nokkrir matsölustaðir, bæði
ódýrir staðir, dýrir staðir og
staðir þar sem maturinn var
bara seldur út. Við fórum einnig
mikið til næstu bæja, á hjólum,
og heimsóttum mjög góða mat-
sölustaði þar. Stundum fór
allur hópurinn saman á hjólum
eða bara nokkrir."
Hvað um ferðalög?
,,Við ferðuðumst mest á
hjólum í næsta nágrenni við
Kempervennen en einnig fórum
við í rútuferð. Það var dagsferð
og þá komum við til dæmis í
Putaland sem er miniútgáfa af
frægustu stöðum í Hollandi.
Það er mjög gott að ferðast frá
Kempervennen. Til dæmis er
mjög stutt til Belgíu og Þýska-
lands. Þá var boðið upp á ferðir
til Parísar. Mjög auðvelt er að fá
bílaleigubíl og húsin eru það vel
i sveit sett að það ætti að vera
leikur einn að ferðast vítt og
breitt. Þar sem við vorum öll
með börn kusum við heldur að
vera sem mest á svæðinu
sjálfu."
— Voru einhverjar sér-
stakar uppákomur hjá ykk-
ur?
,,Það voru til dæmis afmæli.
hann var alveg ástæðulaus. All-
ir hjálpast að við að fylgjast
með börnunum og í rauninni
eru allir alltaf að passa."
— Eitthvað fyndið hlýtur
að hafa komið fyrir?
„Jú, ég man sérstaklega eftir
einu atviki. Það var sama dag
og við komum út. Ég nefndi
hvað við ættum að hafa í kvöld-
matinn um leið og ég opnaði
stofudyrnar út á veröndina í
fyrsta skiptið og vissi ekki fyrr
en heill herskari af öndum var
kominn í gættina. Það var
hlegið að þessu, kvöldmatnum
sem kom á móti mér, en
ástæðan var sú að á vötnunum
í kring er mikið af öndum.
Gestir i húsinu á undan okkur
höfðu verið iðnir við að gefa
öndunum og um leið og dyrnar
opnuðust áttu þær von á
matarbita. Ég var fljótur að
venja þær af þessum heim-
sóknum," sagði örn og hló.
„Krakkarnir voru aftur á móti
duglegir við að gefa öndunum
en fóru til þeirra í stað þess að
bjóða þeim heim."
Hvað verður svo gert í
sumar?
„Við ætlum aftur á sama
stað, erum meira að segja búin
að panta 19. júlí og núna ætluð-
um við að vera viku lengur, eða
í þrjár vikur," sagði Örn Guð-
mundsson.
Örn, Helena, Arnar og Esther
Litt gefur á bátinn við Holland. Bói og Donni í róðri. Fremst sér í kollinn á
Guðrúnu og til hægri er Gunni.
Tvö börn urðu tveggja ára og
var haldið upp á þau afmæli á
mjög skemmtilegan hátt —
eiginlega með heljarmikilli
veislu. Annars var alltaf eitt-
hvað að gerast, það er bara erf-
itt að muna eitthvað eitt sér-
stakt."
— Var eitthvað sem kom
ykkur sérstaklega á óvart?
„Það var nú eiginlega margt
sem kom mér á óvart. Þessi
hópur hefur ferðast mjög
mikið, þó ekki hafi það verið
saman, og menn voru sammála
um að fáir staðir byðu upp á
svona marga möguleika eins og
þessi. Margir hafa farið í sólar-
landaferðir og einnig skíðaferðir
og stundum hefur verið þrætt
um hvort sé skemmtilegra. Ég
held að slík ferð sem þessi sé
einhvers staðar mitt á milli. Þá
er maður að hugsa um fjöl-
skylduferð."
— Var þá ekkert sem þið
gátuð fundið að?
„Það var aðeins eitt sem ég
man eftir og það var að ekki
skyldi vera tekið við greiðslu-
kortum. Mér skilst að það eigi
að lagast, að minnsta kosti eru
umræður í gangi um breytingar
á því. Einnig læddist stundum
að manni ótti um að börnin
færu sér að voða í sikjunum en
14. tbl. Vikan 41