Vikan


Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 40

Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 40
„Fórum með því hugarfari aðeiga baragóða daga" - segir Örn Guðmundsson sem var í fimmtíu manna hópi sem skemmti sérí Kempervennen ífyrrasumar. \/ið erum nokkrir ,,old boys"-félagar úr knattspyrnu- félaginu Víkingi sem höfum gert okkur það til dundurs um helgar á sumrum að fara út úr bænum, setja upp grillveislur og þess háttar og hafa þetta verið mjög góðar ferðir. Ein- hvern tíma kom sú hugmynd upp í hópnum að við færum öll saman til útlanda. Þetta var nú eiginlega sagt i gríni í upphafi. En öllu gamni fylgir nok-kur al- vara og svo fór að menn fóru að velta þessu betur fyrir sér. Þar sem við áttum upp í slika ferð i ferðasjóði ákváðum við að láta þetta verða að veru- leika. Það var mikið legið yfir bæklingum og allir möguleikar skoðaðir. Þar sem við erum allir með fjölskyldur vildum við fara á stað sem hentar fjölskyldum. Við völdum sumarhús í Hol- landi og var það ekki síst vegna þess að einhverjir úr hópnum höfðu verið þar áður og líkað mjög vel," sagði Örn Guðmundsson Víkingur í viðtali við Vikuna er hann var spurður hvers vegna tæplega fimmtíu manna hópur valdi sér sumar- hús í Hollandi sem sumarleyfis- stað. „Þetta voru tíu hjón og nálægt þrjátiu börn og ég held ég verði að segja, þar sem ég vissi ekkert á hverju ég gat átt von, að staðurinn hafi komið mér mjög á óvart. Við vorum náttúrlega öll ákveðin i því að eiga góða daga þennan hálfa mánuð, burtséð frá veðri, sem við vorum reyndar heppin með þó ekki hafi alltaf sést til sólar. Við fórum utan 13. júlí og feng- um líklega fimm heila sólar- daga," sagði Örn. Hvaö geröi hópurinn sér til afþreyingar? ,,Það var svo ótrúlega margt hægt að gera. Það var nánast stressandi. Að vísu er þetta allt íþróttafólk og allt sport þvi mjög spennandi: mini-golf, tennis, bowling, seglbretti og hjólreiðar. Þarna var allt til alls. Húsin sem við bjuggum í voru mjög skemmtileg og þau voru samtengd og mynduðu keðju þannig að við í þessum hópi vorum alveg útaf fyrir okkur. Þegar við komum út fórum við i móttökustöð þar sem lyklar að húsunum voru afhentir en inn- an svæðisins mátti ekki aka bílum. Börn voru því alveg óhult fyrir bílaumferð. Hins vegar voru hjólin þegar tekin í notkun og ég held bara að allir hafi verið hjólandi. Svæðið, þar sem húsin standa, er frekar stórt og húsin byggjast upp í kringum vatnafláka. Baðströnd er þarna skammt frá og hún var óspart notuð þá sólardaga sem við fengum. Á svæðinu er lika geysimikil innisundlaug með gleryfirbygg- ingu þar sem eru rennibrautir, nuddpottar, sólaríum og allt sem því tilheyrir, meira að segja bar. Ég átti von á að við mynd- um verða mikið þar en svo var þó ekki. Það voru helst krakkarnir. Hópurinn var miklu meira úti við enda alltaf nóg um að vera." — Getur þú lýst því hvernig dagurinn gekk fyrir sig? „Strax á morgnana var farið út í matvörubúðina og verslað. Siðan var farið í sund. Tennis og fótbolti var aðalsportið enda Helena og Esther i Putalandi. Holland er sannkallað draumaland þeirra sem kjósa fremur að ferðast á reiðhjólum en að hossast í bifreiðum sýknt og heilagt. Hér eru, frá vinstri, Maggý, Arnar, Esther, Helena, Hanna, Einar og Unnur. Slakað á í sólbaði. Hér eru, frá vinstri, Inga, Helga og Ásta. Fremstir sitja Denni og Óli. 40 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.