Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 22
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar:
Hvað segja stjörnurnar
um afmælisbarnið?
Hver er persónuleiki þeirra sem afmæli eiga í þessari viku?
Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu?
Hvernig lítur út 1 ástamálum þeirra?
Hvernig erjieilsufari þeirra háttað?
Við lítum á það helsta sem stjjörnurnar hafa að segja
um þá sem eiga afmæli 4. — 10. apríl.
* * * *
4. apríl:
Sá sem fæddur er í dag hefur
skapandi gáfur en jafnframt er
hann ósveigjanlegur og tillitslaus
þegar um þaö er aö ræða aö koma
sínu fram. Honum lætur illa að
fylgja eftir verkum sem farin eru
að renna átakalítið heldur þarf sí-
fellt að vera að hrinda einhverju
nýju af stokkunum og berjast viö
örðugleika. A því sviði er þaö hon-
um heldur til trafala að honum er
ósýnt um að fara meö lipurö, held-
ur veöur áfram af óþolinmæöi.
Eins og sést af þessu er áríðandi
fyrir afmælisbarn dagsins að
komast í starf þar sem þetta frum-
herjaeðli fær að njóta sín en jafn-
framt ber því að varast störf þar
sem nauðsynlegt er að fara fram
meö háttvísi og jafnvel vissri
kænsku. Afmælisbarn dagsins á
vel heima í fararbroddi í flokka-
pólitík en óvíst er aö það geti að
sama skapi orðið farsæll landsfaö-
ir. Vinsælt verður afmælisbarnið
sennilega seint en þvi minna óvin-
sælt sem það vinnur meira sjálf-
stætt. Fjárhagurinn veröur lík-
lega dálítiö í öldum en almennt
heldur góður.
Á sviði ástamála veltur á ýmsu
en sjaldan tekst að mynda lang-
varandi, fullnægjandi sambönd
því afmælisbarniö er gjarnan búið
aö styggja mótpartinn frá sér
áður en kemur til þeirrar þróunar.
Þó eru þau afmælisbörn til sem
bera gæfu til að gera sér grein fyr-
ir vanköntum sínum og halda
þeim innan bærilegra takmarka
og mun þá farnast betur á ástar-
sviðinu sem og öðrum sviðum.
Heilsufar afmælisbarna dagsins
verður eins og best veröur á kosið
að því tilskildu að þeim takist aö
stýra sér hjá slysum. Hins vegar
leiöir kappsemin til þess að líkur á
slysum eru verulegar og ólíklegt
að þau verði öll smávægileg.
Happatölur eru 4 og 9.
* * * * * 5. apríl: * * + + +
Afmælisbarn dagsins er fyrst og
fremst vinnuhestur en á stundum
erfitt með aö stöðvast við ákveðna
þætti og þarf því oft aö skipta um
grundvöli. Það er viðkunnanlegt í
viökynningu og samstarfi og hefur
ljómandi góða kímnigáfu, má þó
vara sig á að veröa ekki meinlegt.
Það hefur ríka þörf fyrir aö
stjórna og ráða og gengur vel á því
sviði en hefur litla þolinmæöi í
garð þeirra sem ekki hafa nægi-
lega mikinn starfsvilja og starfs-
úthald.
Að líkum lætur að þetta fólk nýt-
ur sín best í hvers konar stjórn-
unarhlutverkum. Þó fylgir sú
krafa aö störfum þessum fylgi
þróun og sköpun því eftirlits- og
löggæslustörf eru fólki þessu lítt
að skapi. Það er ennfremur full-
kærulaust til þess að því henti þess
háttar stöðluö verkefni. Stjórn-
málastörf eru kjörsviö afmælis-
barna dagsins, ekki síst sá hluti
þeirra sem snýr aö flokkspóli-
tískri hugmyndasmíö og stefnu-
sköpun. A hinn bóginn hentar
þessu fólki ennfremur ágætlega að
reka sín eigin fyrirtæki.
Samskiptin við hitt kynið geta
oröiö áfallalaus og góð en alveg
eins má búast viö að þar velti á
ýmsu. Hitt kyniö laöast drjúgt aö
afmælisbarninu og getur sú ásókn
leitt afmælisbarniö út í ógöngur.
Þau afmælisbarnanna sem hafa
lært aö stilla lífsmáta sínum nokk-
urn veginn í hóf fara best út úr
ástamálunum sem og flestu öðru
en mega þó búast við að því meira
gefi á bátinn sem sigldur er hvass-
ari beitivindur.
Hvaö heilsufarið áhrærir má
telja þaö viðunandi á flestan máta
en hætt er viö að nokkurrar streitu
gæti, að minnsta kosti um miðjan
aldur, og kynni hún að koma fram
í óhraustum maga. Einnig skyldu
afmælisbörn dagsins vera sér-
staklega á varðbergi gegn slysum,
sem almennt verða þó frekar af
meinlausari geröinni.
Happatölur eru 5 og 9.
¥ * * * * 6. apríl: * * * * *
Afmælisbarn dagsins er dult í
skapi en um leið einstaklingur
sem tekiö er eftir. Það er stjórn-
samt eins og hrútum er títt og
stjórnar með knöppum en greini-
legum hætti. Það er ekki mikið
fyrir að trana sér fram en lætur
ekki ganga yfir sig. Þaö hefur
ánægju af listum og nokkra skap-
andi gáfu á þeim sviðum sjálft,
einkum myndlist og bókmenntum
og jafnvel tónlist. Ennfremur er
það trúhneigt í besta lagi.
Fólk með þessa skapgerö getur
orðið nýtir starfsmenn á fjölda-
mörgum sviðum, ekki síst þar
sem stjórnunarhæfileiki fær að
blómstra. Prestskapur og skyld
störf eru því í sjálfu sér mjög að
skapi en hætt er viö að því verði
þar ekki mikiö ágengt þar sem
það er í sjálfu sér mótfalliö því að
láta á sér bera meö einum eða öör-
um hætti. Starf þess nýtist
kannski hvað best ef það getur
haslað sér völl á sviði lista eða
verið í forsvari fyrir einhvers kon-
ar vísindastarfsemi sem krefst
nákvæmrar stjórnunar og ögunar
og má fara hljótt.
Ekki veröur meö sanni sagt aö
einstaklingar af hinu kyninu
hnappist um afmælisbarn dagsins
og veröi honum aö fótakefli. Þó er
afmælisbarniö ekki geölaust á
þessu sviöi og má búast viö því að
ástin komi snögglega inn í líf þess
— nánast eins og kólfi væri skotiö
eða ör af streng svo gripið sé til
líkinga. Verði þetta skot gagn-
kvæmt má búast við eldheitu sam-
bandi en þó getur svo farið að
stjórnsemi afmælisbarnsins valdi
nokkrum hnökrum í sambúöinni
og spilli henni jafnvel alveg ef
smámunasemin keyrir um þver-
bak.
Margs konar kvillar bregöa
skugga á heilsufarið án þess aö
nokkur þeirra sé í sjálfu sér alvar-
legur en afmælisbarn dagsins lep-
ur upp flestar farandpestir. Það
ætti líka að vera vel á verði gagn-
vart streitu.
Happatölur eru6og9.
22 VíKan 14. tbl.