Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 54
segja þér að þú ættir
að fara á pósthúsið,
Francesca. Það er
pakki til þín þar.”
Vað ískraði í
Francescu af eftirvæntingu.
Hún borgaði reikninginn sinn
og hentist burtu.
,,Ég gat ekki þolað hana öllu
lengur, ’ ’ sagði Heiðna hátt.
,, Ekki ég heldur,” sagði
smávaxna þjónustustúlkan.
Heiðna sneri sér við og áttaði
sig allt í einu á því að stúlkan í
svissneska þjóðbúningnum var
sú sama og hún hafði bjargað á
fjallinu. Stutta hárið var eins
og það hefði verið klippt með
eldhússkærum — sem var og
raunin. Hún sagði alvarleg í
bragði: ,,Þú bjargaðir lífl
mínu. . .”
. .fegin er ég að þú skulir
hafa gert þér grein fyrir því!”
gall í Kötu.
,,. . . og þú ert handleggs-
brotin!”
,,Nei, ég tognaði bara í öxl-
inni,” svaraði Heiðna. „Erallt
í lagi með þig?”
,,Fékk varla skrámu en ég
varð reglulega hrædd. Hnén á
mér skulfu í marga klukkutíma
á eftir. Ég veit ekki hvað ég á að
segj.i nema þakka þér fyrir. Ég
veit að ég hefði ekki átt að flýta
méríburtu. . .”
,,Skiptir engu máli, Nick út-
skýrði það fyrir okkur,” svaraði
Heiðna.
,,Það er kannski allt í lagi
með ÞIG,” sagði Kata stutt-
aralega, ,,en ekki Heiðnu. Það
leið yfir hana og höndin á
henni var líka sundurrifin, ekki
síður en öxlin. Hún varð að
liggja í rúminu í tvo daga. ’ ’
„Þegiðu, Kata, til hvers að
vera að láta hana fá sektar-
kennd? Hún datt nú ekki vilj-
andi niður klettana.
,,Ég datt ekki einu sinni
niður. Jörðin hrundi undan
mér. En ég var næstum þvi eins
hrædd um að verða of sein í
vinnuna og að enda þarna
mína ævidaga.”
,,Já, já, gleymum þessu,”
sagði Heiðna vandræðalega.
,,Nei,sjáið hverer kominn!”
ún veifaði til Nicks
sem var rétt í þessu að ýta upp
þungu útskornu eikarhurðinni.
Hann veifaði á móti, beygði
höfuðið til þess að sleppa undir
lágan bjálka sem var orðinn
svartur af mörg hundruð ára
reyk frá eldstæðinu. Chesa var
eldra en hótelið sjálft og hafði
áður verið sveitabær, byggður á
17. öld með veggi á þykkt við
armslengd.
,,Ég get ekki talað meira við
ykkur,” sagði Júdý, ,,en við
Nick eigum frí á sunnudögum
voru hnéháir prjónasokkar með
leðursólum. Heiðna var stór-
hrifin. ,,Þeir passa vel við rauða
fetilinn,” sagði hún og
heimtaði að Kata klæddi hana
strax í þá. Maxín sneri sér að
Júdý. ,,Af hverju sendu for-
eldrar þínir þig 1 málaskóla en
ekki einhvern framhaldsskól-
anna?”
,,Þeir sendu mig ekki neitt.
Ég sagði þeim ekki að ég ætlaði
að sækja um skiptinema-
styrkinn því ég bjóst aldrei við
að fá hann. Þegar það gerðist
varð mamma óð. Henni fannst
fimmtán ára stúlka alltof ung
til þess að fara að heiman og
og það væri gaman að hitta
ykkur almennilega — og þakka
ykkur almennilega fyrir. Og ég
er með svolítið handa ykkur.
Hún hellti heitu súkkulaði í
bollana í mesta hasti og
hraðaði sér burtu með bakk-
ann. Nick starði aulalega á eftir
henni.
w æsta sunnudag var
hurðinni á Chesa flengt upp og
kaldan gust lagði inn meðjúdý
og Nick sem kom á hæla henni.
Hún var í sunnudagaeinkennis-
búningnum sínum, bláum
gallabuxum sem brettar voru
upp á miðja kálfa, lágum,
reimuðum skóm, hvítum
sokkum og amerískum,
tvíhnepptum sjóliðajakka.
Hún skimaði í kringum sig og
Ijómaði þegar hún sá
stúlkurnar.
,,Hæ, þið þarna!” kallaði
hún. Hún rétti Heiðnu stóran
pakka í gjafapappír með
hvítum satínborða. í honum
hún skilur ekki hvers vegna
mig langar til þess að læra
erlend tungumál. En
presturinn okkar sannfærði
hana um að mér bæri að nota
þá hæfileika sem drottinn
hefði gefíð mér,” svaraði hún
glottandi. „Prestur lútersku
kirkjunnar hér á að hafa auga
með mér. Hann virðist halda
að ég ætli að verða trúboði í
Afríku svo ég þurfi að kunna
frönsku og þýsku fyrir heiðingj-
ana í Belgísku Kongó og
Austur-Afríku. ”
,,Og ætlarðu það ekki?”
Maxín sléttaði vandlega úr
pilsinu á rauðgula sparikjóln-
um sem hún var í vegna Nicks
sem hún var í það minnsta að
einum fjórða með úti.
,,Nei, ég ætla til Parísar,”
sagðijúdý ákveðin.
,,Ein? Vilja foreldrar þínir
leyfa þér að fara einni?”
,,Þeir fá ekkert að vita um
það. Ég segi þeim það þegar ég
er komin þangað og búin að fá
vinnu. Annars gætu þeir
bannað mér það,” svaraðijúdý
til útskýringar.
V f ■' að varð lotningarfull
þögn meðal stúlknanna þriggja
við borðið sem aldrei höfðu
hugsað um framtíðina, aldrei
lagt á ráðin um neitt fjarlægara
en næsta leyfi. Eins og í litabók
barna voru allar myndir af
framtíðinni skýrar og einfaldar
og einhver annar bar ábyrgðina.
Eillf sæla beið þeirra allra
hinum megin við altarið og það
eina sem ekki hafði verið full-
gert var andlit draumaprinsins.
Fyrir stúlkurnar á l’Hirondelle
virtist starf Júdýjar vera raun-
verulegt, öfugt við að skera
lauk fyrir matseljuna eða að
vélrita með hálfum huga ,,Vin-
samlegast efist ekki um
einlægar tilfinningar mínar”
neðst á verslunarbréf sem voru
tekin upp úr kennslubók.
Kata spurðijúdý af ákefð út
í málaskólann.
,Já, námskeiðin eru svo
sannarlega efnismikil,” svaraði
Júdý, ,,og það er víst eins gott
því ég hef aðeins eitt ár til þess
að læra frönsku og þýsku
reiprennandi. Ollum hinum
nemendunum liggur alveg eins
mikið á. Þeir eru allir eldri en
ég, reglulega gamlir — sumir
komnir yfir þrítugt! Ef þeir
þurfa að kunna eitthvert tungu-
mál í sambandi við viðskipti
fljúga þeir til Gstaad alls staðar
að úr heiminum og sitja allan
liðlangan daginn í litlum
básum með heyrnartól. Ég er
ekki nógu góð í að tala þýsku.
Ég ætti líklega alls ekki að vera
að tala við Nick. í staðinn ætti
ég að æfa mig í þýsku.’’
Nick horfði á hana með
hrifningu. „Við höfum aldrei
tíma til að tala saman eins og
er. Við rétt skreiðumst upp í
svefnherbergin okkar til þess að
sofa. Klukkan sjö byrja ég að
leggja á borðin fyrir morgun-
mat, síðan vinnum við í mat-
salnum hvíldarlaust til klukkan
þrjú á daginn. Þá er hlé til
klukkan hálfsjö og síðan förum
við aftur í matsalinn til
klukkan ellefu — nema ef það
er veisla, þá vinnum við til
klukkan tvö á nóttunni og
förum samt á fætur klukkan
sjö.”
,,Við erum heppin að hafa
54 Vikan 14. tbl.