Vikan


Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 24

Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 24
Heimilið Þú skatt ekki sofa hjá honum ef hann... * A bara eina plötu og sú plata er Bolero eftir Ravel. * Segir þér aö vera ekkert aö panta salat í forrétt því þú fáir það hvort eö er með aöalréttinum. * Er alltaf kallaður „Naglinn”. *Hringir í mömmu sína til aö láta hana vita að hann komi seint heim. * Á barmmerki meö áletruninni „Eg gerði þaö í Disneylandi”. * Fer aö anda þungt og másandi bara eftir að hafa hjálpað þér úr káp- unni. * Segir þér aö honum finnist skipta miklu meira máli að tala saman en aö sofa saman. Eyðir meira en kortéri í aö segja þér frá fyrrverandi eiginkonu sinni. * Tæmir öskubakkann um leið og þú ert búin aö drepa í sígarettunni. * Þolir ekki köttinn þinn. * Kjaftar í símann við vin sinn í tuttugu mínútur á meðan þú drepur tím- ann og lest öll tímaritin sem hann er með á kaffiborðinu sínu. * Er meö náttkjól, sem greinilega hefur verið notaður, hangandi bak við baðherbergishuröina. * Fer meö eitthvað af eftirtöldu með sér í rúmið: fjárhundinn sinn, bangsann sinn, vasadiskó meö einum heyrnartólum, kalltæki. * Heldur aö fótrakakrem sé bara fyrir homma. * Virðist alltregur til að muna ýmislegt lífsnauðsynlegt, svo sem hvað hann gerir, hvar hann býr og hvað hann heitir fullu nafni. * Fer ekki úr sokkunum. * Fer meö litla lesfíflið í rúmiö. * Man ekki hvað þú heitir (eða þú hvað hann heitir). * Getur bara hitt þig í hádeginu. * Kallar konur aldrei annað en hasargellur. * Er með hárið í tagli sem nær niöur á mitt bak. * Notar gamalt teppi fyrir sæng — og þið eruð ekki í tjaldferð. * Gengur ekki í nærbuxum — eöa (og það er alvarlegra) í silkinærbux- um. * Er með nektarmynd af Burt Reynolds fyrir ofan rúmið sitt. * Mætir meö pizzu og belg af ódýru víni þegar þú ert komin í sparifötin af því þið ætliö út aö borða. *Spyr þig, þegar þiö eruð að fara á Arnarhól, hvort þú getir reddað smá- aurum. * Mætir með fullan vindlapakka af hassi og fer fram á að vinkona þín verði meö ykkur. * Hefur gengið í sálgreiningu í meira en tíu ár. * Er með gullhring í öðru eyranu. * Segir þér að börnin hans þrjú verði hjá honum um helgina en þau sofi mjög fast. * Segist hafa áhuga á S/M og leöri. * Segir þér að í kvöld muni vandamál hans leysast, í þínum félagsskap (það er ekki rétt). * Er fyrrverandi eiginmaður þinn. * Er frá Skagaströnd * Býður þér heim með sér til að sýna þér G-blettinn á þér. * Er meö voodoo-brúðu eða kanínufætur hangandi í baksýnisspeglinum á bílnumsínum. * Talar mikið um að hann þurfi að hafa nóg olnbogarými. * Biður um að fá að binda þig. * Er í glænýjum kúrekabuxum og kúrekastígvélum úr plasti. * Brýtur fötin sín vendilega saman áöur en hann klifrar upp í rúm til þin. * Tyggur tyggjó í gríð og erg og reykir á meðan. * Fær fréttabréf móralska meirihlutans í Bandaríkjunum. * Er með hvítt far á baugfingri eftir hring. *Lofar aö útvega þér fyrirsætustarf, hlutverk í kvikmynd og íbúð. * Er að ljúka þriðja háskólaprófinu sínu en hefur aldrei unnið úti. * Segir þér aö honum finnist þú fikta fullnautnalega í hárinu á þér. * Heimtar að þú þvoir þér eins og skurðlæknir áöur en þið farið saman í rúmið. * Er með andremmuúða í vasanum á nærbuxunum sínum. * Heldur því fram aö fólk sé bara ein tegundin í dýraríkinu og kallar kynlíf eðlun. * Er með vídeókassettur með handskrifuðum nöfnum eins og „Sindý”, „Honey” og „Lóló” við sjónvarpið. 24 VíKan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.