Vikan


Vikan - 04.04.1985, Page 24

Vikan - 04.04.1985, Page 24
Heimilið Þú skatt ekki sofa hjá honum ef hann... * A bara eina plötu og sú plata er Bolero eftir Ravel. * Segir þér aö vera ekkert aö panta salat í forrétt því þú fáir það hvort eö er með aöalréttinum. * Er alltaf kallaður „Naglinn”. *Hringir í mömmu sína til aö láta hana vita að hann komi seint heim. * Á barmmerki meö áletruninni „Eg gerði þaö í Disneylandi”. * Fer aö anda þungt og másandi bara eftir að hafa hjálpað þér úr káp- unni. * Segir þér aö honum finnist skipta miklu meira máli að tala saman en aö sofa saman. Eyðir meira en kortéri í aö segja þér frá fyrrverandi eiginkonu sinni. * Tæmir öskubakkann um leið og þú ert búin aö drepa í sígarettunni. * Þolir ekki köttinn þinn. * Kjaftar í símann við vin sinn í tuttugu mínútur á meðan þú drepur tím- ann og lest öll tímaritin sem hann er með á kaffiborðinu sínu. * Er meö náttkjól, sem greinilega hefur verið notaður, hangandi bak við baðherbergishuröina. * Fer meö eitthvað af eftirtöldu með sér í rúmið: fjárhundinn sinn, bangsann sinn, vasadiskó meö einum heyrnartólum, kalltæki. * Heldur aö fótrakakrem sé bara fyrir homma. * Virðist alltregur til að muna ýmislegt lífsnauðsynlegt, svo sem hvað hann gerir, hvar hann býr og hvað hann heitir fullu nafni. * Fer ekki úr sokkunum. * Fer meö litla lesfíflið í rúmiö. * Man ekki hvað þú heitir (eða þú hvað hann heitir). * Getur bara hitt þig í hádeginu. * Kallar konur aldrei annað en hasargellur. * Er með hárið í tagli sem nær niöur á mitt bak. * Notar gamalt teppi fyrir sæng — og þið eruð ekki í tjaldferð. * Gengur ekki í nærbuxum — eöa (og það er alvarlegra) í silkinærbux- um. * Er með nektarmynd af Burt Reynolds fyrir ofan rúmið sitt. * Mætir meö pizzu og belg af ódýru víni þegar þú ert komin í sparifötin af því þið ætliö út aö borða. *Spyr þig, þegar þiö eruð að fara á Arnarhól, hvort þú getir reddað smá- aurum. * Mætir með fullan vindlapakka af hassi og fer fram á að vinkona þín verði meö ykkur. * Hefur gengið í sálgreiningu í meira en tíu ár. * Er með gullhring í öðru eyranu. * Segir þér að börnin hans þrjú verði hjá honum um helgina en þau sofi mjög fast. * Segist hafa áhuga á S/M og leöri. * Segir þér að í kvöld muni vandamál hans leysast, í þínum félagsskap (það er ekki rétt). * Er fyrrverandi eiginmaður þinn. * Er frá Skagaströnd * Býður þér heim með sér til að sýna þér G-blettinn á þér. * Er meö voodoo-brúðu eða kanínufætur hangandi í baksýnisspeglinum á bílnumsínum. * Talar mikið um að hann þurfi að hafa nóg olnbogarými. * Biður um að fá að binda þig. * Er í glænýjum kúrekabuxum og kúrekastígvélum úr plasti. * Brýtur fötin sín vendilega saman áöur en hann klifrar upp í rúm til þin. * Tyggur tyggjó í gríð og erg og reykir á meðan. * Fær fréttabréf móralska meirihlutans í Bandaríkjunum. * Er með hvítt far á baugfingri eftir hring. *Lofar aö útvega þér fyrirsætustarf, hlutverk í kvikmynd og íbúð. * Er að ljúka þriðja háskólaprófinu sínu en hefur aldrei unnið úti. * Segir þér aö honum finnist þú fikta fullnautnalega í hárinu á þér. * Heimtar að þú þvoir þér eins og skurðlæknir áöur en þið farið saman í rúmið. * Er með andremmuúða í vasanum á nærbuxunum sínum. * Heldur því fram aö fólk sé bara ein tegundin í dýraríkinu og kallar kynlíf eðlun. * Er með vídeókassettur með handskrifuðum nöfnum eins og „Sindý”, „Honey” og „Lóló” við sjónvarpið. 24 VíKan 14. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.