Vikan


Vikan - 23.05.1985, Page 7

Vikan - 23.05.1985, Page 7
Umsjón: Borghildur Anna Það verður að segjast eins og er — þegar talað er um tísku er yfirleitt átt við eitthvað sem kvenpeningnum viðkemur. Því er það hvalreki þegar á fjörurnar rekur slíkt viðkomandi hinu kyninu — enda erfitt fyrir þá síðarnefndu að vita hvernig útlitið eigi helst að vera ef ekkert er birt þeim til hjálpar. Þeir gætu þurft að mynda sér eigin sjálfstæða skoðun um það — kannski með hörmulegum afleiðingum. Nóg um það — hérna er einmitt fyrir- myndarútlit karlmanna frá hendi þess ítalska Gianni Versace. Þetta er haust og vetur '85 og sem sjá má eiga menn að klæðast ullarefnum og leðri — rakstur er bannaður nema kannski fyrir þá allra yngstu. Buxurnar eiga að vera víðar að ofan — úr ullarefni — og ennþá eru jakkarnir lausir og herðamiklir. Frakkar skulu svo vera nokkrum númerum of stórir og fötin eiga hvergi að falla að líkamanum. Umfram allt skal þess gætt að allt virðist vandað, efnismikið og úr náttúruefnum — næstum þungur svipur á köflum. Þannig að þeir íslensku karlmenn sem fylgjast vilja með verða að byrja á því að vappa út í tunnu með gömlu, góðu og þröngu terylenebux- urnar og láta síðan polyesterskyrtuna og dralonpeysuna fjúka fast á eftir! Zl.tbl. ViKan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.