Vikan


Vikan - 23.05.1985, Page 18

Vikan - 23.05.1985, Page 18
Spennusagan — Læknir, sagði Siclair majór, þér verðið að koma heim fyrir jól. Þetta var um kaffileytið og margir vinir Carpenterhjónanna höfðu komið til að kveðja þau. — Hann kemur, sagði frú Siclair. — Ég lofa því. — Það er ekki alveg víst, sagði dr. Carpenter. — En auðvitað vildi ég það helst. — Þér hafið aðeins lofað að fara í þriggja mánaða fyrirlestraferð, sagði Hewitt. — Það getur allt komið fyrir, sagði dr. Carpenter. — Hann verður kominn til Eng- lands fyrir jól, sagði frú Carpenter brosandi. — Hvað svo sem gerist. Treystiö mér bara. Þau treystu henni. Jafnvel læknirinn treysti þessu næstum. I tíu ár hafði hún lofað að hann kæmi í boð, veislur og alls konar mannfagnað, og guð mátti vita hvað. Hún hafði séð um að hann stæði við loforðin. Gestimir byrjuðu að kveðja. Elskan hún Hermione fékk mikið hrós fyrir veitingamar. Hún og maðurinn hennar ætluðu að aka til Southampton um kvöld- ið. Þau fæm um borð daginn eftir. Engin lest, engin ringulreið, engar áhyggjur á síðustu stundu. Jú, það var hugsað vel um lækninn. Fyrir- lestraferðin til Bandaríkjanna. hlaut að heppnast vel fyrst Hermi- one sá um allt fyrir hann. Hún myndi líka hafa gott af ferðinni. Þá fengi hún að sjá skýjakljúfa. Þannig var ekki í Little Godwear- ing. En hún varð að koma aftur með hann til þeirra. — Já, ég skal koma heim með hann. Ykkur er óhætt að treysta því. Hún mátti ekki láta þá fá hann til einhvers annars. Hann mátti ekki þiggja óskastöðu við sjúkrahús í Bandaríkjunum því að hann var John Collier 18 Vikan 21. tbl. \

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.