Vikan


Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 21

Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 21
alltof sinnulausir um mat. Þeir hlaupa eftir tískustraumum í mat- argerð. Upp úr 1960 komu ham- borgaramir með þessari hræði- legu bleiku sósu. Núna heitir þetta „nýja línan”, „franska línan” eða „ítalska línan”. „Rauðvínsleginn smokkfiskur flamberaður í koní- aki”. En aðallega er verið að plata sveitamanninn. Það sem máli skiptir er að borða góðan mat og njóta matarins, njóta máltíðarinn- ar. Við erum allt of mikið að flýta okkur. Máltíðin á að vera til- hlökkunarefni allrar fjölskyldunn- ar. Það þarf líka að venja böm við að bera virðingu fyrir matnum. Og við þurfum ekki að kvarta yfir hráefninu. Við höfum gnægð af besta hráefni til matargerðar. Það er kannski helst grænmetið sem er bæði dýrt og stundum reyndar torfengið. Svangt barn borflar — Þú minntist é böm. Er ekki stundum komið með lystarlaus böm til lœknisins? „Eg segi nú stundum eins og einn ágætur bamalæknir, Krist- bjöm Tryggvason, sagði við fólk sem kom til hans með „lystar- laus” böm: „Svangt bam borð- ar.” Það er heilmikið um að fólk komi með böm sem því finnst lyst- arlaus. Það er yfirleitt ekkert að þeim. En stundum er verið að troða í þau milli mála, elta þau meö mjólkurglas og brauðsneið og þá er hægt að taka eðlilega lyst frá bömum. Það má ekki spilla eðli- legri og náttúrlegri lyst með ítroðslu og mjólkurþambi. Og svo verða máltíðimar aö vera spenn- andi. Þetta á ekki að vera hvers- dagsleg athöfn með þjáningu og stöppuðum kartöflum.” — Eldaröu saalkeramat? „Það er allur matur sælkera- fæði ef hann er rétt tilreiddur, gerður úr góðu hráefni og vel framborinn. Og við getum ekki kvartað yfir hráefninu. Það er frekar meðferðin sem ekki er í lagi. Við erum dálítið seinheppin þar. En vöruúrvalið hér er svo mikið að það er vandalaust að elda góðan mat. Hér fæst allt krydd sem hugsast getur. Það er helst að manni þyki sumar fæðu- tegundimar fullfátæklega tilbún- ar, eins og til dæmis osturinn. Hann er eiginlega bæði vondur og svo er hann allt of saltur. Hér fæst enginn almennilega kæstur ostur. Þetta er bragðlaust gúmmí og strokleður mestanpart. En fiskur- inn, maöur. Fiskurinn er fínasta hráefni sem til er. Það er auðvitað hægt að eyöileggja hann líka. Ekk- ert er eins ljótt og saltfiskur með floti eða bræddu smjörlíki og finnskum kartöflum síðan í fyrra. Þetta er eiginlega samsæri gegn mannkyninu. Það er nefnilega svo undarlegt með Islendinga að þeir hoppa svo til beint frá diskinum með saltfiskinum og yfir í koníakslegnar nautalundir. Þetta er svona flamberuð sveita- mennska.” Kálsúpa alla œvinal — Hvað gaturðu sagt mór um megrunarfæði? „Ja, það er nú þetta með megr- unina. Töfraráðin em öll bölvuð þvæla. Það er ekki hægt að grenn- ast nema borða alltaf minna og sjaldnar. Það sem skiptir máli eru matarvenjumar til langframa, ekki einhverjir kúrar, hvort sem það eru pillur, megrunarkúr á megrunarhæli eða samanvíraður munnur. Snögg megrun er aðal- lega vökvatap sem stafar af salt- lausu fæði. Það er hægt að ná af sér nokkrum kilóum á stuttum tíma en vandinn er að halda sér í hæfilegum holdum. Það er ekki hægt að lifa ævilangt á appelsín- um þótt auðvelt sé að megra sig með því að boröa bara appelsínur í eina viku. Það lifir enginn alla ævina á megrunarkúr. Og svo hættir fólki til þess að fitna alltaf meira og meira eftir hvem kúr. Vandinn er að breyta neysluvenj- um sínum til langframa, neyta matar sem er í senn hitaeininga- snauður og góður, skemmtilegur og mettandi. Það er ekkert sem heitir kálsúpa alla ævina. ” „Það ar hailmikil sjálfsupphafning fólgin I þvi þegar karlmaður far að alda. Maður varður aftur góði strókurinn." Fyrir fimmtíu árum var í tísku að vera í góðum holdum — En hvað sagirðu þó um þassa sifelldu magrunarkúra sam verið ar að bjóða fólki? „Flest af því er nú bara gróða- brall. Megrun getur líka orðið hættuleg ef hún fer út í öfgar. Fólk sem þjáist af sjúkdómnum „anor- exia nevrósa” hefur algjörlega misst tökin á megruninni og er hætt að gera sér grein fyrir eigin líkama. Það gengur svo langt aö það reynir að æla mat. Þessi geð- sjúkdómur er sem betur fer ekki algengur hérlendis en víða annars staðar deyr fólk jafnvel af þessu. Annars er þessi megrunartíska að mörgu leyti óþolandi. Feitt fólk eða fólk sem er í sæmilegum hold- um sætir ofsóknum. Það er næst- um réttdræpt. Það má hver sem er ganga í skrokk á feitabollunum og atyrða þær að vild. Þetta er af- leiöingin af þessu megrunaræði sem hefur gengið yfir og öll blöð eru full af. En þetta hefur ekki aUtaf verið svo. Fyrir bara fimm- tíu árum var í tísku að vera vel í holdum.” ZI. tbl. Vikan ZI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.