Vikan


Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 47

Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 47
,,Mjög elegant, ekki mjög chic. Schiaparelli fann upp orðið ,,chic” yfir það sem er sérvitringslegt og frumlegt. Maður getur ekki verið chic endrum og eins. Annaðhvort er maður það eða ekki. Ég er ekki chic.” n Hortense frænka vildi hafa allt fullkomið. Hún var nógu atorkusöm og hörð af sér til þess að vita hvað hún vildi — og fá það. Hún hlífði aldrei nokkurn tíma til- finningum annarra til þess að ná fullkomnun. _ Hún skilaði kurteislega kjól, kápu eða hatti aftur og aftur á saumastofuna þangað til hún var ánægð með það. Ekkert var gott nema það væri fullnægjandi., Hortense frænka átti ekki mikið af fötum en þau voru öll gerð úr fínasta siffoni, mýksta silki, fíngerðasta tvídi og_ besta loðskinni. Fyrir utan Diorfötin var klæðnaður hennar mis- munandi tilbrigði við sama búninginn sem hún taldi henta aldri sínum og lífsmáta. Þetta var _ dragt með kragalausum jakka, útvíðu eða felldu pilsi úr silki eða ull, með siffonblússu í sama lit, og við hverja dragt voru tveir hattar, lítill kolla og filt- eða stráhattur. Viðþennan ejnfalda klæðnað bar hún_glitr- andi ofúrfína_ skartgripi. Þó Hortense frænka væri varfærin í klæðaburði, gilti það ekki um skartgripi. Hún vildi hafa haug af gulli, þungar platínukeðjur, smaragðskubba með ígreyptum demöntum og langar festar af perluklösum frá barokktím- anum. ftir Dior-sýninguna bauð Hortense frænka stúlkun- um í te á Plaza Athénee. Meðfram breiðum ganginum voru litlir . flauelsklæddir hægindastólar í röðum og hann lyktaði af dýrum ilmefnum, dýrum vindlurn og vel þvegnum Bandaríkjamönnum. „Hvernig fannst ykkur sýningin?” spurði Hortense frænka þegar komið var með kökuvagninn. ,,Hún var alveg stórfín,” svaraði Júdý og hallaði sér aftur á bak. Hún naut þess betur að láta þjóna sér en nokkur sem aldrei hefur verfð framreiðslu- stúlka getur ímyndað sér. ,,Mjög falleg og stórfín, en ég álít að föt eigi að vera hag- nýt og það voru þessi. ekki. Jafnvel þó éghefði efni á þeim hefði ég ekki efni á að hirða þau og því myndi ég ekki kaupa þau sarna. hve ég værf rík.” Hún stakk gafflinum í V/'' 'C_>' orte "onense frænka sat þráðbein í litla flauelsklædda stólnum og sagði: ,,Athyglis- verð og raunhæf gagnrýni. Ég gæti sagt Monsieur Dior frá þessu en hann myndi að sjálf- sögðu ekki taka það á nokkurn hátt til greina, Það eru aðeins um átján þúsund konur í heiminurn sem geta veitt sér föt frá tískuhúsi og þær virðast allar standa í biðröð fyrir utan hjá honum þannig að hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hvort fötin hans séu hagkvæm eða ekki. En það er maxensinn. ,,Maxín, þú þarft nú ekki að setja upp svip eins og ég hafi móðgað heilaga jómfrú. Hvernig á maður að þvo kjól í höndunum sem er úr fimm metrum af efni? Hvernig á _að þurrhreinsa hvíta ballkjólinn úr krepefninu? Og hvernig heldur maður rúskinnskápum hreinum? ’ ’ _ j.Bandarísku hönnuðirnir ykkar geta ekki framleitt neitt x líkingu við það sem gert er hér í París,” sagði Maxín gremjulega. ,,Þess vegna koma þeir allir hingað til þess að versla.” ,,Sér_ðu rfl, Maxín, ég sagði að sýningin hefði verið guðdómleg, en mér finnst lí_ka að fyrir flestar konur, sem ekki hafa þjónustustúlkur og enda- laust lánstraust í hreinsuninni, séu fötin óhentug. Hortense frænka þín spurði mig álits og ég er að svara henni. Ég vona að ég verði allt of önnum kafin til þess að eyða hálfri ævinni í að hirða fötin mín. ’ ’ alveg rétt af Júdý að segja ein- mitt það sem henni finnst, það gerf ég alltaf sjálf. Þegar ég var á þínum aldri var ég feimin lítil mús — ja, ekki lítil en dauðhrædd við að opna munninn. Börn voru bara til þess að horfa á en ekki til að hlusta á fyrir fyrri heims- styrjöldina, sjáðu til.” ,,Ástæðan fyrir því að ég segi alltaf það sem mér finnst er sú,” sagði Júdý, ,,að ég kann ekki annað. Ég veit að Evrópubúum þykir ég illa siðuð en ég skil ekki af hverju.” ,,Þú ert tillitslaus og þú æp- ir,” sagði Maxín og var enn móðguð vegna þess sem Júdý hafði sagt um Dior. , ,Ég.æpi stundum þegar ég verð æst vegna þess að ég varð að gera það þegar ég var lírfl því annars hefðu stóru krakk- arnir ekki_tekið_e_ftir mér. . ,,Þú skalt ekki breyta þér,’.’ ráðlagði Hortense frænka. ,,Þú hugsar sjálfstætt, þú étur ekki upp skoðanir annarra. Þú ert hreinskiptin og ætlast til þess af öðrum. Ef til vill þykir. þeim sem ekki þekkja þig þú fúll- rustaleg í framkomu og 'það gæti jafnvel farið fyrir brjósti.ðá fólki og skorfð því skelk I bringu, en þú lærir bráðum hvað þykir tilhlýðilegt _í samfé laginu þegar þú ert ekki lengur barn. Fyrir mína parta þykir mér þú hressilega hrein og bein, á vissan hátt lík mér sjálfri. Mér þykir þetta heill- andi barnalega. viðmót, þetta vægðarlausa sakleysi, svo frísk- andi og aðlaðandi. ’ ’ Hún var þungt hugsi þegar hún saup á teinu. , ,Það hefúr ekkert með meydóminn að gera að glata sakleysinu. Maður glatar sakleysinu þegar maður þarf að fara að takast á við heiminn einn og óstuddur, þegar maður lærir að fyrsta lífs- reglan felst í því að drepa eða vera.drepinn sjálfur ella. Það er svo ólíkt ævintýrunum frá því í bernsku.” f/f ún tók upp aðra sykraða fjólu. ,,Ég lærði þetta fljótt í stríðinu. Það var ekki fyrr en þá, þegar ég var orðin fjörutíu og tveggja ára, að ég lærði hvað lífið í raun og veru var. Stríðið var skelfilegt en það var líka stundum spennandi. Ég sakna enn átakanna. Eins og Maxín veit tek ég athafnir fram yfir orð. Maður ætti ekki að sitja bara og snúa upp á þumal- fingurinn og bíða eftir því að eitthvað gerist. ” ,,Nei,” sagði Júdý áköf. , ,Maður verður að láta það ger- ast!” _,,Einmitt. Ó, hvað við skemmtum okkur mitt í skelf- ingunni og kvalræðinu!. Maur- ice, bílstjórinn okkar, var yfir- maður minn í andspyrnuhreyf- ingunni og við unnum við járn- brautirnar. ”. Sem svar. við spurningu Júdýjar, er lá í Joft- inu, smellti hún fíngrum. Framhald í næsta blaói. L3 21. tbl. Vikan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.