Vikan


Vikan - 23.05.1985, Side 61

Vikan - 23.05.1985, Side 61
Það liggur við að á hverj- um degi skjóti upp kollinum ný nöfn í poppbransanum, margar af þessum hljóm- sveitum og einstaklingum gera kannski eitt lag frœgt og kannski eina stóra plötu en hverfa síðan af sjónar- sviðinu. Paul King, sem fjallað er um í þessum pistli, hefur ný- lega vakið á sér athygli og þá eins og allir í krafti eins góðs lags, i hans tilfelli hins eldhressa Love and Pride. Paul King er fœddur í bænum Galway á Englandi árið 1960 og flutti til Cov- entryborgar þegar hann var þriggja mánaða (að sjálf- sögðu í fylgd foreldra sinna). Pabbi hans hefur unnið hjá Talbot bílaverk- smiðjunum í tuttugu og sjö ár og mamma hans hefur stundað ýmis störf jafn- framt því að hugsa um beimilið, til dæmis unnið í breinsun og við framreiðslu- störf. Þetta er sem sagt ósköp venjuleg bresk verka- uiannafjölskylda. King segir að sér hafi alla tíð líkað illa að búa í Cov- entry og segir meira að segja að á sautjánda ári hafi bann i raun og veru verið farinn að hata staðinn, hon- um fannst hann hvergi Passa inn í kerfið. Ólíkt flestum öðrum Poppstjörnum hafði King ákaflega gaman af að ganga > skóla. ,,Það var enginn þrýstingur á manni," segir hann, „maður var þarna til að læra og mór hefur alltaf þótt gaman að læra, saga befur alltaf verið uppáhalds- " fagið mitt." Fyrsta atvinnan sem King hafði var sem afgreiðslu- maður í fataverslun sem hét Jonathan Silver. Þar starf- aði hann í tvö ár en fór þá að vinna hjá Rolls Royce verk- smiðjunum sem afgreiðslu- maður. King hélt þá vinnu út í tvö ár og segir að aðal- ástæðan fyrir því að hann hætti hafi verið sú að menn voru farnir að ræða við hann um tilhögun á lífeyri hans og þess háttar málum eins og að hann væri kominn með æviráðningu. Um þetta leyti segist King hafa verið farinn að upp- götva sjálfan sig, því var ekkert óeðlilegt að hann hæfi nám í leiklistarskólan- um í Coventry. Hann segir reyndar að það hafi ekki spillt fyrir að hann hafi ákaf- lega gaman af að láta taka eftir sér. King kom fyrst fram á jólaskemmtun skól- ans. „Ég söng lag úr kvik- myndinni Frumskógar- drengurinn Mogli, lagið heitir King of the Swingers. Ég hafði þessa líka þægilegu sópranrödd og fannst dá- samlegt að vera við völd . . . fyrirgefðu, að vita að allra augu beindust að mér ein- rr um. Paul King var þrettán ára gamall þegar hann fór að fá áhuga á tónlist að einhverju ráði. Fyrsta platan hans var með laginu Hot Love og flytjendur voru T-Rex. Ég var mikill Marc Bolan aðdá- andi. (M.B. var aðalmaður T-Rex, hann lést í bílslysi árið 1977.) King hlustaði á ýmsa fleiri en aðalgoð hans voru í Roxy Music. Hann vill gjarnan líkja Roxy og King saman, segir báðar hljóm- sveitirnar hafa sterka ímynd (image). Paul vill að King verði áttunda áratugnum það sem Roxy Music var þeim sjöunda. Eins og annað ungt fólk varð King fyrir áhrifum frá pönkinu meöan það var og hót. Uppáhaldshljómsveitir hans frá þeim tíma eru Clash og Stranglers. Þegar nokkuð var liðiö á fyrsta námsárið í leiklistar- skólanum var honum boðið að gerast söngvari hjá hljómsveit sem bar nafnið The Reluctant Stereotypes og þáði hann það. Um þess- ar mundir var mikið um aö stóru plötuútgáfufyrirtækin væru með menn á sínum snærum í Coventry, gerandi samninga viö alls kyns grúppur. Svo fór að WEA út- gáfan gerði samning við King og félaga. Nú, vinur vor, Paul King, sagði skilið við leiklistina og The Reluc- tant Stereotypes æfði á fullu. Litlum sögum fer af sigrum hljómsveitarinnar í hinum þétta og oft torsótta frumskógi poppsins (vá, þetta var nú í meira lagi há- fleygt, fyrirgefið) en vitað er að hljómsveitin lagði upp laupana eftir tveggja ára starf. Þá hóf King samstarl við mann að nafni Perry Haines og þeir fóru að leggja linurnar fyrir nýja hljómsveit sem nefnd var eftir Paul King, það er KING. Perry er umboðsmaður hljómsveitar- innar. Áriö 1983 fór KING sem upphitunarhljómsveit í tón- leikaferðalag með hljóm- sveitinni WAH. Snemma á síðasta ári kom síðan út smáskífa með laginu Love and Pride en gerði enga lukku. Einhverja trú hafa Paul og félagar haft á laginu því þeir gáfu það út aftur í lok síðasta árs og viti menn, þá sló þaö sko aldeilis í gegn. King var kominn á for- síður poppblaða og uppselt á hljómleika á ferðalaginu um Bretland sem stóð frá 12.— 30. apríl. King hélt alls sautján tónleika á þessum tíma. En hverju hefur frægðin breytt fyrir þá félaga. „Mesti munurinn er líklega sá," segir King, „að núna kemur náttúrlega fleira fólk en áður og það ætlast til meira af okkur þar sem við erum orðnir frægir og að sjálfsögðu gerum við okkar besta. Einnig má geta þess að eftir að viö komum fram í Top of the Pops þá hafa ungar stelpur farið að flykkj- ast á tónleikana hjá okkur. Þær standa fyrir framan sviðið, æpandi og skríkj- andi. Strákarnir eru rólegri, þeir standa aftar í salnum og dansa eða eitthvað svoleið- is. Annars er aðalmálið núna að við höfum ekki haft tíma til að setjast niöur og ræða málin eftir aö frægðin kom. Við erum búnir að slá í gegn og hjólin eru farin að snúast okkur í hag. Það er um að gera að hafa það þannig áfram, við reynum að halda ró okkar. Það er búiö að taka okkur tvö ár að komast þetta og viö verðum að fara hægt í sakirnar, það er enn löng leið fyrir höndum." Að lokum segir King: „Ég vil að King verði virt fyrir tónlistina, heiðarleika, kraft og samstöðu. Fyrir mér er framinn hamingja sem hjálpar mér að gera það sem mér þykir gaman að gera. Ef ég get haft áhrif, þó ekki sé nema á einn mann eins og aðrir hafa haft áhrif á mig, þá hef ég náð árangri." Eins og King segir er löng leið fyrir höndum í hinum hrjóstuga og illgresisvaxna þyrniskógi poppsins (hér er aftur ansi hátt flogið). Fram- tíðin sker úr um framhaldiö. Mér sýnist King hafa alla burði til að gera það gott og tekst það eflaust ef hann heldur áfram að semja lög af sama styrkleika og Love and Pride. Umsjón: Halldór R. Lárusson. IXY MUSIC? 21. tbl. Vikan 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.