Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 7

Vikan - 12.11.1987, Page 7
Tölvurekið svínabú gyltum í 240. Tölvur má nær alls staðar nota með góðum árangri og eitt stærsta svínabú landsins, Brautarholt á Kjalamesi, er tölvuvætt. Bjöm Jónsson, einn ábúendanna, segir að þetta kerfi spari þeim mikla vinnu auk þess sem auðveld- ara sé að fylgjast með öllum þáttum rekstursins. Það var Friðrik Sigurðsson, einn eigenda Tölvumynda hf., sem hannaði forritið fýrir tölv- urnar í Brautarholti og studdist hann við sambærileg ensk og dönsk forrit. „Við skráum allar upplýsingar um rekstur búsins í tölvuna og síðan getum vð fylgst með hverju einstöku dýri, vaxtar- hraða þess, fóðurnotkun og slíku sem við skráðum áður í spjaldskrár," sagði Björn í sam- tali við Vikuna. „Tölvan býður upp á ýmsa möguleika og það er gott að vera búinn að ná tökum á henni því við erum að stækka við okkur, úr 80 gyltum í 220, en í þeirri stærð kemst búið í fúlla ffamleiðslu eftir eitt ár.“ í máli Björns kemur fram að í raun sé um tvö aðskilin tölvuk- erfl að ræða því sérstök fóður- tölva sér um allt sem viðkemur því og stjórnar þeim fóður- skammti sem grísirnir fá. „Það er einnig gott að við get- um keyrt út aðgerðalista úr tölv- unni sem segir okkur allt sem þarf að gera á búinu viku til tíu daga ffarn í tímann þannig að segja má að tölvan stjórni bú- inu.“ Friðrik Sigurðsson, sem hann- aði forritið, segir að við hönnun kerfisins hafi verið kappkostað að gera alla notkun þess sem einfaldasta og þægilegasta þann- ig að skammur tími færi í þjálfún og uppsetningu á kerfinu. Tölvukerfið sé notað á tveim- ur öðrum svínabúm en það var fyrst tekið í notkun í Brautar- holti í fyrra. Auk Björns eru eigendur Brautarholts bræður hans, Krist- inn og Ólafúr, og faðir þeirra, Jón Ólafsson. í eigu þeirra er einnig Móabúið á Kjalarnesi. - FRI Gula Ifnan í Turninum Gula línan mun opna útibú í Turninum á Lækjartorgi 13. nóvember og mun fólk geta gengi* þar inn og fengið upplýs- ingar um vöru og þjónustu. Ef fólk er til dæmis í verslunarferð í bænum og vill kaupa sér regnhlíf þá er tilvalið að koma við i Turninum og fá upplýsing- ar um allar verslanir sem hafa slíkt á boðstólum. Árni Zophaníasson segir að þetta sé ffamlenging á þjónustu Gulu línunnar auk þess að Turn- inn öðlist líf að nýju. Nú berast Gulu línunni um 100 fýrirspurnir á dag og fer þeim fjölgandi að sögn Árna. Gæsaskytterí á flugvellinum Lögreglan var kölluð út á Reykjavíkurflugvöll kvöld eitt í síðustu viku en þá var þar einn af slökkviliðs- mönnunum í gamla flug- turninum á gæsaskytteríi bak við tuminn. Stöðvaði lögreglan hinn skotglaða slökkviliðsmann og tók af honum skýrslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slökkviliðsmaður þessi hefur stundað gæsaskytterí á þessum slóðum því nokkrum dögum áður tókst honum að skjóta tvær gæsir á túnbletti við flugstöð Arnarflugs en sjónarvottar töldu að það hefðu verið gæsir af Tjörninni. Böðvar Bragason lögreglu- stjóri segir að það sé alveg á hreinu að skotveiði sé bönnuð á höfuðborgarsvæðinu undir öll- um kringumstæðum og sé flug- völlurinn þar engin undantekn- ing þótt Böðvar viðurkenni að stundum þurfi að stugga við fúgli af honum. Skotveiði slökkviliðsmanns- ins fellur ekki undir það að hann hafi verið að stugga fugli af vell- inum heldur var hann að ná sér í gæs í soðið og þar að auki var hann að skjóta í niðamyrkri í seinna skiptið sem er stórhættu- legt. VIKAN 7 LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.