Vikan


Vikan - 12.11.1987, Qupperneq 7

Vikan - 12.11.1987, Qupperneq 7
Tölvurekið svínabú gyltum í 240. Tölvur má nær alls staðar nota með góðum árangri og eitt stærsta svínabú landsins, Brautarholt á Kjalamesi, er tölvuvætt. Bjöm Jónsson, einn ábúendanna, segir að þetta kerfi spari þeim mikla vinnu auk þess sem auðveld- ara sé að fylgjast með öllum þáttum rekstursins. Það var Friðrik Sigurðsson, einn eigenda Tölvumynda hf., sem hannaði forritið fýrir tölv- urnar í Brautarholti og studdist hann við sambærileg ensk og dönsk forrit. „Við skráum allar upplýsingar um rekstur búsins í tölvuna og síðan getum vð fylgst með hverju einstöku dýri, vaxtar- hraða þess, fóðurnotkun og slíku sem við skráðum áður í spjaldskrár," sagði Björn í sam- tali við Vikuna. „Tölvan býður upp á ýmsa möguleika og það er gott að vera búinn að ná tökum á henni því við erum að stækka við okkur, úr 80 gyltum í 220, en í þeirri stærð kemst búið í fúlla ffamleiðslu eftir eitt ár.“ í máli Björns kemur fram að í raun sé um tvö aðskilin tölvuk- erfl að ræða því sérstök fóður- tölva sér um allt sem viðkemur því og stjórnar þeim fóður- skammti sem grísirnir fá. „Það er einnig gott að við get- um keyrt út aðgerðalista úr tölv- unni sem segir okkur allt sem þarf að gera á búinu viku til tíu daga ffarn í tímann þannig að segja má að tölvan stjórni bú- inu.“ Friðrik Sigurðsson, sem hann- aði forritið, segir að við hönnun kerfisins hafi verið kappkostað að gera alla notkun þess sem einfaldasta og þægilegasta þann- ig að skammur tími færi í þjálfún og uppsetningu á kerfinu. Tölvukerfið sé notað á tveim- ur öðrum svínabúm en það var fyrst tekið í notkun í Brautar- holti í fyrra. Auk Björns eru eigendur Brautarholts bræður hans, Krist- inn og Ólafúr, og faðir þeirra, Jón Ólafsson. í eigu þeirra er einnig Móabúið á Kjalarnesi. - FRI Gula Ifnan í Turninum Gula línan mun opna útibú í Turninum á Lækjartorgi 13. nóvember og mun fólk geta gengi* þar inn og fengið upplýs- ingar um vöru og þjónustu. Ef fólk er til dæmis í verslunarferð í bænum og vill kaupa sér regnhlíf þá er tilvalið að koma við i Turninum og fá upplýsing- ar um allar verslanir sem hafa slíkt á boðstólum. Árni Zophaníasson segir að þetta sé ffamlenging á þjónustu Gulu línunnar auk þess að Turn- inn öðlist líf að nýju. Nú berast Gulu línunni um 100 fýrirspurnir á dag og fer þeim fjölgandi að sögn Árna. Gæsaskytterí á flugvellinum Lögreglan var kölluð út á Reykjavíkurflugvöll kvöld eitt í síðustu viku en þá var þar einn af slökkviliðs- mönnunum í gamla flug- turninum á gæsaskytteríi bak við tuminn. Stöðvaði lögreglan hinn skotglaða slökkviliðsmann og tók af honum skýrslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slökkviliðsmaður þessi hefur stundað gæsaskytterí á þessum slóðum því nokkrum dögum áður tókst honum að skjóta tvær gæsir á túnbletti við flugstöð Arnarflugs en sjónarvottar töldu að það hefðu verið gæsir af Tjörninni. Böðvar Bragason lögreglu- stjóri segir að það sé alveg á hreinu að skotveiði sé bönnuð á höfuðborgarsvæðinu undir öll- um kringumstæðum og sé flug- völlurinn þar engin undantekn- ing þótt Böðvar viðurkenni að stundum þurfi að stugga við fúgli af honum. Skotveiði slökkviliðsmanns- ins fellur ekki undir það að hann hafi verið að stugga fugli af vell- inum heldur var hann að ná sér í gæs í soðið og þar að auki var hann að skjóta í niðamyrkri í seinna skiptið sem er stórhættu- legt. VIKAN 7 LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.