Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 9

Vikan - 12.11.1987, Page 9
Dómarar og stjómendur kepninnar. Guðfinna Jóhannsdóttir og Brósi. UNGFRÚ HEIMUR: Miðinn kostar 12.800 krónur Á hverju ári fara alltaf nokkr- ir íslendingar til London til að fylgjast með því hvemig Ungfrú íslandi reiðir af í keppninni um titilinn Ung- frú Heimur - og svo er einn- ig að þessu sinni. Baldvin Jónnson, forsvarsmaður Feg- urðarsamkeppni íslands, fræddi okkur á því að hvert þátttökuland fengi 10 miða í bestu sæti til ráðstöfúnar hverju sinni og hann hélt að líklega væri búið að ráðstafa 8 þeirra. Fjórir þessara átta sem fara hafið farið nokkr- um sinnum, enda þykir þetta hin besta skemmtun. Baldvin sagði að miðinn kost- aði um 200 pund (ca. 12.800 kr), en inni í þessu verði er innifalinn veislumatur og vín ásamt aðgangi að balli sem hald- ið er eftir keppnina, en stærsti hluti aðgangseyrisins er látinn renna til barnahjálpar. Þeir sem ekki vilja borða né fara á ballið geta komist inn fyrir um 50 pund. Baldvin sagði að það væri mjög eftirminnilegt og skemmtilegt að vera á þessu balli því á því væru íbúar 80—90 þjóðlanda, en yfirleitt eru um 1000 manns í kringum hverja keppni; aðstandendur stúlkn- anna og keppninnar í hverju landi. Sunnudagskvöldið fyrir keppni bjóða aðstandendur keppninnar öllum stúlkunum og forsvarsmönnum keppninnar í svokallað „jólaboð" og þá er allt frítt. Pressan og veðbankarn- ir fara síðan á fullt eftir helgina og á miðvikudeginum er ekki um annað rætt í London en keppnina og mikið spáð og spekúlerað í stúlkurnar. _ BK RÚV lagði ekki í kostnaðinn Keppnin um titilinn Ungfrú Heimur verður sýnd í beinni út- sendingu á Stöð 2. Reyndar átti Ríkissjónvarpið forkaupsrétt á þessu efni en hafnaði því. Ástæðan var verðið. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefði bara leiga á gervihnattarás kostað a.m.k. tvö hundruð þúsund krónur. Því hefur verið fleygt að kostnaður- inn í sambandi við þessa útsend- ingu sé um hálf milljón króna. —AE. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.