Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 16

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 16
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Gífurleg fjölgun hefur orðið á bílhræjum hjá Vöku á þessu ári. Bílhræin hrúgast upp hjá Vöku in yflr 2000 og ekkert lát er á. Steinar Már Gunnsteinsson verkstjóri hjá Vöku segir að kippurinn sem kom í sambandi við nýja bílaskattinn hafl verið sökum þess að þá fór fólk að afskrá bíla í auknum mæli. Stein- ar telur að bílhræjum hjá þeim haldi áfram að fjölga enda hefur hann eftir lögreglunni að hundr- uð bíla séu um alla borgina sem eigi eftir að hirða og senda þeim. Vegna þeirra miklu aukningar sem orðið hefur í bílum sem Vaka fær til geymslu frá lögregl- unni hefur fyrirtækið fengið aukið geymslurými í Gufunesi eða einn og hálfan hektara en Steinar segir að aðeins einn af hverjum flmmtán til tuttugu bíl- eigenda sem löghreglan hefur hirt bíl af komi og vitji hans til Vöku. Nú eru 640 bílar í geymslu hjá Vöku þar af tæplega 400 í Gufúnesi og 270 á Eldshöfða. Aðspurður um hverjar væru algengustu bíltegundirnar sem Vaka fengi segir Steinar það vera í kjölfar nýja bílaskattsins og hertra aðgerða lögreglu gegn óskoðuðum bílum hafa bílhræin hrúgast upp hjá Vöku. Sem dæmi um fjölgunina má nefiia að allt árið í fyrra reif Vaka niður og henti á haugana 1473 bfl- hræjum en það sem af er þessu ári er tala þeirra kom- Steinar Már Gunnsteinsson verkstjóri hjá Vöku. Leið 11 verst, leið 2 best — sumir vagnstjórar neita að taka aukavaktir á leið 11 Strætisvagnar Reykjavíkur hafa verið nokkuð í sviðs- ljósinu undanfarnar vikur, bæði vegna nýtilkominnar hækkunar á fargjöldum svo og skemmdarverkum sem unnin hafa verið á vögnun- um, bæði á leið 11 og síðan eftir tónleika Meatloaf í Reiðhöllinni. En hvaða leiðir ætli vagnstjór- ar SVR telji hinar bestu og hinar verstu. Við ræddum um það mál við einn þeirra, Hafstein Hans- son sem verið hefúr vagnstjóri í 11 ár og ekur nú leið 5. „Mitt persónulega álit og örugglega fleirri hérna er að leið 11, það er í Seljahverfið í Breiðholti.sé versta leiðin. Það er mikið af farþegum á henni og unglingar oft í meirihluta sér- staklega á kvöldin og á þessari leið eru unnin mestu skemmd- arverkin á vögnunum," segir Hafsteinn í samtali við Vikuna. „Bestu leiðina tel ég hinsveg- ar vera leið 2, því þótt hún fari Laugaveginn er hún að öðru Ieyti bein leið milli endastöðv- anna á Granda og í Vogum og auðvelt að aka hana.“ Hvað skemmdarverkin sem unnin hafa verið á leið 11 varð- ar segir Hafsteinn að sér virðist það ver „in“ eða í tísku núna hjá unglingum að vera í bænum og gera hasar eða horfa á hasar. Hann minnist þess að þegar Bústaðahverfið var að byggjast var það nokkuð vandamál, skemmdarverk sem unnin voru á vögnum er óku í það hverfi, slíkt var samt ekki í neinni lík- ingu við þau skemmdarverk sem nú hafa verið unnin á leið 11. „Sumir vagnstjóranna hér neita að taka aukavaktir á leið 11 af þessum sökum en vanda- málið er aðallega bundið við föstudagskvöldin og þá á síð- ustu ferðunum frá Hlemmi og í Seljaltverfið." Af öðrum erfiðum leiðum í kerfinu nefnir Hafsteinn leið 3 sökum þess hversu krókótt hún er og liggur um Laugveginn en af öðrum góðum leiðum nefnir hann sína eigin, leið 5, þótt oft geti orðið tafsamt á henni við Hrafnistu þar sem gamla fólkið er yfirleitt lengur að koma sér fyrir í vagninum en hið yngra. —FRI. 16 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.