Vikan


Vikan - 12.11.1987, Qupperneq 21

Vikan - 12.11.1987, Qupperneq 21
i I I GRAFÍK MEÐ NÝJA PLÖTU: Hljómsveit með sérstöðu Ný hljómplata með hljóm- sveitinni Grafík kom á mark- aðinn í síðustu viku og ber hún nafiiið Leyndarmál. Þetta er fyrsta plata hljóm- sveitarinnar fiá því að Helgi Bjömsson yfirgaf hana, svo búast má við nokkurri stefnubreytingu á henni. Við hlutverki Helga í söngnum tók Andrea Gylfadóttir, en aðrir nýir meðlimir em Baldvin Sigurðarson (úr Baraflokknum) á bassa og Hjörtur Howser á hljómborð. 3. desember verður efnið svo gefið út á geisladisk. Hljómsveitin Grafík hefúr ætíð haft sérstöðu meðal ís- lenskra rokksveita. Jafhan hefiir hún farið sínar eigin leiðir við tónlistarsköpun og gerð hljómplatna og hefúr því náð að skapa sinn eigin tónlistarstíl. Drifkraftar hljómsveitarinnar í gegnum tíðina og jafnframt helstu stílsmiðir hennar hafa verið þeir Rafn Jónsson tromm- ari og Rúnar Þórisson gítarleik- ari. Þeir Rafn og Rúnar stofnuðu Grafík formlega árið 1981 í fé- lagi við þrjá aðra vestfirska sveina, nánar tiltekið á sólríkum júnídegi. Þeir hófu samstarfið með því að hljóðrita sjálfir efhi á breiðskífu á 8 rása upptökutæki við fremur ffumstæðar aðstæð- ur í félagsheimilinu í Hnífsdal. Plötuna gáfú þeir síðan út á eig- in kostnað í september sama ár og hlaut hún mjög góðar viðtök- ur, sérstaklega lögin „Videó“ og „Guðjón Þorsteinsson bifreiða- stjóri". Þar með var kúrsinn settur. Það mátti greina hinn sér- staka Grafíkhljóm strax á þessari plötu og á þeirri næstu „Sýn“ sem tekin var upp vorið ’82 þar mátti heyra tónlistarlegt uppgjör Grafík við fortíðina. Platan féll ekki í frjóan jarðveg og seldist lítt. Strax að lokinni útgáfúnni urðu breytingar á lið- skipaninni. Rafn, Rúnar og Örn Jónsson bassaleikari héldu áfram en við bættist Helgi Þau skipa hljómsveitina Grafík: Andrea Gylfadóttir söngur, Baldvin Sigurðarson bassi, Hjörtur Howser hljómborð, Rafn Jónsson trommur og Rúnar Þórisson gítar. Björnsson söngvari. Þeir tóku sér gott hlé firá spilamennsku til að bræða með sér nýjar hug- myndir og móta stefnuna, en hófu síðan dansleikjahald af krafti vestur á fjörðum um sumarið. Um haustið komu meðlimir Grafíkur síðan suður til vetur- setu í höfuðborginni, líkt og jafnan áður, en Grafík hélt þeim sið í nokkur ár að dvelja fyrir vestan á sumrin en á suðvestur- horninu á vetrum. Á þessum tíma urðu til lög eins og „Sextán", „Húsið og ég“ (mér finnst rigningin góð) og „Þús- und sinnum segðu já“. Þessi lög komu síðan út á plötunni GET ÉG TEKIÐ SJENS sem kom út seint í desember 1984. Á þess- ari plötu lék Hjörtur Howser sem gestur, en hann átti síðar eftir að verða fastur meðlimur í sveitinni. Áðumefnd þrjú lög urðu feiknarvinsæl og um tíma sátu þau í 2. 3. og 8. sæti vin- sældarlista Rásar 2 sem er nán- ast einsdæmi. í ársbyrjun ’85 hætti Örn og Jakob Magnússon bassaleikari tók við. Sveitin hófst handa við gerð nýrrar plötu sem koma átti út þá um vorið. Upptökur dróg- ust hinsvegar á langinn og í millitíðinni gerði Grafík sinn fyrsta útgáfusamning við Mjöt. Platan STANSAÐ DANSAÐ ÖSKRAÐ kom út í jólamánuðin- um ’85 og var ráðist í að gera myndband við lagið Tangó. Þetta sama myndband hlaut ný- verið gullverðlaun á Norrænni auglýsinga og myndbandahátíð. Grafík var nú orðin ein vin- sælasta hljómsveit landsins og hafið m.a. komið fram sem fúll- trúi íslands á Norrokk hátíðinni sem haldin var í Danmörku haustið ’85. Þegar Listapopp L986war haldið í Laugardalshöll kom Grafík fram á tónleikum ásamt Lloyd Cole and the Com- motion og Simply Red. Skömmu síðar hættu Helgi og Jakob í sveitinni og Grafík lagð- ist í hálfgerðan dvala á meðan leit að nýjum söngkrafti stóð yfir. Leitað var að söngvara með sérstakan karakter og voru margir prófaðir, en eftir mikla leit var ung og óþekkt söngkona með klassiskt söngnám að baki ráðin. Hún heitir Andrea Gylfa- dóttir og um líkt leyti tók Bald- vin Sigurðarson við sem bassa- leikari. Svona skipuð kom hljóm- sveitin fram í beinni sjónvarps- og útvarpsútsendingu þann 18. mars er Rás 2 hóf 24 stunda út- sendingar sínar og vakti sveitin gríðarlega athygli. Þá þegar voru upptökur hafnar á efni plötunnar „I.eyndarmál" og stóðu þær nær linnulaust ffam á haustið ’87. Á nýju plötunni flytur Grafík 9 lög, hvert öðru betra. Upp- tökumaður er Sigurður Bjóla Garðarsson, en hann hefúr ann- ast það hlutverk ásamt hljóð- blöndun á plötum Grafík allt frá árinu 1984. Leyndarmál kemur út á hljómplötu, kassettu og geisladiski. VIKAN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.