Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 22

Vikan - 12.11.1987, Page 22
Pelsakaup vefjast ekki fyrir gullkorthöfum. Góðír Það þykir ekkert tiltöku- mál lengur að eiga kredit- kort, þ.e.a.s. „venjulegt" kort; aftur á móti er mjög „fínt“ að hafa gull-kreditkort upp á vasann. Best er að eiga leðurseðlaveski með ótal litlum hólfum undir öll kreditkortin því það á að vera hægt að setja samansem merki á milli þeirra sem eiga gullkort,ásamt öllum öðrum fáanlegum kortum, og manns sem er traustur í við- skiptum. — Hvað er svona merkilegt við gullkort? Ýmislegt, vilja þeir meina hjá kreditkortafyrirtækj- unum á íslandi og hafa sent völdum viðskiptamönnum boð um að þeir geti fengið Gullið ef þeir kæri sig um. Með boðunum fylgir mikið lesefhi um ágæti kortsins, til að lesa áður en ákvörðun er tekin um að sækja um kort, en mörgum finnst ár- gjaldið ansi hátt og vilja kanna vel hvað þeir fá fyrir sinn snúð. Staðgreiðslu- afsláttur? Hér heima hafa gullkortin korthafa ekki svo margt fram yfir þau venjulegu. Þau veita þó korthafa eins konar gæðastimpil og úttektarmörkin mun hærri og hægt er að versla fyrir allt að 200.000 krónur í einu — sem kemur sér áreiðanlega vel ein- hvern tíma. í upplýsingabæklingnum fyrir gullkort Visa segir að hægt sé að fa fullan staðgreiðsluafslátt ef greitt er með gullkorti. Þetta atriði hefur valdið nokkrum misskilningi og hjá Visa ísland fékkst nánari skýring: þetta á við um verslanir sem Visa gerir sér- stakan samning við og í samein- ingu bjóða þeir þá korthöfum „vildarkjör" sem gilda jafht fýrir handhafa almenns korts og gullkorts. Inn í þessi vildarkjör er staðgreiðsluafslátturinn reiknaður og þar að auki er hægt að greiða hlutinn án nokk- urrar útborgunar og á nokkrum mánuðum. Raðgreiðslur af þessu tagi tíðkast einnig hjá Euro. Honum gæti dottið í hug að kaupa seglskútu... Það er á ferðalögum erlendis sem gullkortin geta gert kort- hafa mest gagn. Einnig þar er út- tektarheimildin mun hærri en á almennum kortum, en heimildir eiga þó að fara eftir reglum sem Seðlabankinn setur. Þó er hægt að sækja um hærri heimildir í sérstökum tilfellum. í Bandaríkj- unum er úttektarheimild gull- korthafa mjög há og er blaða- manni minnisstætt þegar einn góður maður þar í landi fékk gullkort sent í pósti. Konan hans opnaði alltaf póstinn og þegar hún sá kortið þá sagði hún: „Ég ætla að fela þetta kort því hon- um gæti dottið í hug að fara og kaupa sér seglskútu." Hún meinti þetta í fullri alvöru því hún vissi sem var að með gull- kort upp á vasann þá var þetta mögulegt. Gullkort veita korthöfum ýmis fríðindi á ferðalögum, þar á meðal afslátt á fjölmörgum hótelum og bílaleigum og fá korthafar bók yfir þessa staði. . Hótelin sem um er að ræða eru yfirleitt í dýrari “klassanum" en bjóða 10-50 % afslátt frá venju- legu verði. Það er ekki þar með sagt að korthafar fái ódýrari gist- ingu með þessu móti heldur en ef þeir gista á hóteli sem ferða- skrifstofa hér heima sér um að útvega og þeir sem ekki vilja eyða stórri fulgu í gistikostnað ættu að kynna sér vel þetta atriði áður en lagt er af stað. Aft- ur á móti á ekki að vera nokkur hætta á því að þeir sem bóka gistingu með gullkortsnúmer- inu sínu verði af gistirými; pöntunin á að vera “gulltryggð". Einnig borgar sig að kanna bíla- leigutaxta hjá ferðaskrifstofun- um og bera hann saman við taxta þeirra sem veita gullkort- höfum afslátt. Gullkortið kemur sér einkar vel fyrir þá sem mikið ferðast því kortið veitir þeim aðgang að ýmiss konar þjónustu sem gerir ferðalagið þægilegra. Þar á með- al ýmsum lokuðum einkaklúbb- um sem bjóða upp á veitingar

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.