Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 26

Vikan - 12.11.1987, Page 26
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: Hin fríðsama þjóð? Erum vió íslendingar firið- samir? Þegar sú spuming er rædd er ofit vitnað til þess að íslendingar eru ekki þving- aðir til herskyldu eins og flestar aðrar þjóðir. Einnig er ofit vitnað í það að glæpa- tíðnin hér á landi sé í lág- marki. Slíkur samanburður er auðvitað reiknaður út með hinni gullvægu höfða- tölureglu. Stundum fyllast menn efa- semdum um hina ffiðelskandi íslendinga. Hugarfarið getur stundum verið herskátt. Það fer ekki á milli mála að fátt kemur meira róti á hugi manna en stjórnmál, trúmál og bindind- ismál — og líklega megum við ekki gleyma hvalfriðunarmál- um. Þá er fjandinn laus. Þvarg um pólitík á íslandi er þjóðaríþrótt sem skipar sama sess og nautaat á Spáni eða hanaat í Suður-Ameríku. Þetta skeður allt með hinum sömu til- heyrandi upphrópunum og hasar. Fátt er til dæmis vinsælla en ótímabærar og stóryrtar yfir- lýsingar stjórnmálamanna í blöðum og sjónvarpi. Sannleik- ur eða sanngirni skiptir þá minnstu máli ef nógu hnyttilega er að orði komist. Það er að vísu tvennt ólíkt að kreppa hnefann og gefa á kjaftinn. Sjónarspilið er fyrir öllu og sá sem sýnir mest leikræn tilþrif til dæmis í sjónvarpinu er stóri karlinn á þvargvellinum. Yfirleitt eru íslendingar um- burðarlyndir í trúmálum þó að fyrir komi að upp úr sjóði. Það er þá helst á prestastefnum eða kirkjuþingum að það gerast slík- ar uppákomur. Auðvitað getur prestum hitnað í hamsi eins og öðrum. En hjá okkur er þetta vindblástur miðað við það sem gerist hjá ýmsum öðrum þjóð- um sem berast á banaspjótum með biblíuna í annarri hendi í Drottins nafni. Eins og flestum er kunnugt er saga kirkjunnar blóði drifin. Bindindismál eru alveg upp- lögð þrætuefhi og þar ber bjór- inn hæst. Þegar bjórmál ber á góma er það eitt víst að alvitrir framagosar geysast ffam í ræðu og riti og þeir vita upp á hár hvað þjóðinni er fýrir bestu — með eða á móti. Sem betur fer rennur mesti gjósturinn af mönnum eins og bjórinn sjálfur, um síðir. Ýmsar uppákomur kæta hugi manna. Sölumál Útvegsbankans eru kannski örlítið dæmi um valdabaráttuna sem kraumar undir niðri — undir allri ffið- semdinni. Staðan í málinu í augnablikinu er satt best að segja dálítið hallærisleg. Fyrst vildu helst engir kaupa hluta- bréf í þessum lánlausa banka, en skyndilega þegar einn vildi kaupa alla lausa hluti þá hlupu margir aðrir til og vildu ekki verða minni menn. Þá brá svo við að valdherrar vildu ekki selja. Friðsamt fólk hlær ekki upphátt né galgopalega. Það er aðeins brosað mildilega og af umburðarlyndi. f kjaradeilum getur blossað upp úr illilega og af æsingi. Þá kemur víkingaeðlið í ljós. Verk- föll eru þó ekki eins vinsæl og áður en hópuppsagnir þykja árangursríkar. Þá segir fólk upp starfi sínu samtímis án þess að ætlast sé til þess að mark sé tekið á því. Þetta þykir mjög slóttug og sigurstrangleg aðferð í kjara- baráttu. Það er auðvitað grafalvarleg- ur þáttur í mannlegum sam- skiptum þegar um afkomuna er að ræða. Um kaup og kjör vilja menn helst ekki spauga. Erlend- is er víða nú orðið jafnvel kastað eldsprengjum í slíkum tilfellum en hérlendis láta menn sér nægja að kippast við á svipaðan hátt og ef kaldri og blautri hendi væri strokið um beran botninn á þeim. Á viðskiptasviðinu gerast líka stöku sinnum skemmtilegar uppákomur. Davíð Scheving hefur lag á að koma mönnum á óvart. Hundrað þúsund kall í fundarlaun fýrir dós af Sólgosi númer milljón. Þetta kom við kaunin á sumum og dómskerfið var sett í gang, því margir sjá of- sjónum yfir velgengni Davíðs. Ekki kemur mönnum saman um hvort Davíð er erkiþrjótur í við- skiptum eða hvort hann sé bara prakkari í eðli sínu sem hafi gaman af að gera smáhasar öðru hvoru. Kannski er fólgin í þessu snjöll friðsemd. Það versnar alltaf í því og verður ófriðlegra þegar tekið er upp á því að apa eftir baráttu- aðferðum annarra þjóða. Þá er stutt í sprengjukastið. Við höf- um gott dæmi um það þegar hvalavinir hlekkjuðu sig, í fullri vinsemd auðvitað, við byssu og mastur hvalbáts fyrir skömmu. Þegar friðsamleg barátta snýst upp í að hefta athafnir annarra manna sem einnig telja sig vera að sinna firiðsömum störfum á löglegan hátt þá getur brugðið til beggja átta. Friðsamt ofbeldi ætti ekki að vera til, þá getur verið stutt í sjálfvirka sleppi- búnaðinn með kjaftshöggin, að sjómanna sið, og þá er ekki nóg að segja að þetta hafi allt verið í góðu. Hugsið ykkur ef mikil óá- nægja með landbúnaðarstefn- una yrði til þess að ffiiðsamir menn tækju upp á því að hlekkja 26 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.