Vikan


Vikan - 12.11.1987, Síða 55

Vikan - 12.11.1987, Síða 55
Lisa í hinu umdeilda hlutverki sínu í Angel Heart þar sem hún lék í blóðugri rúmsenu á móti Mickey Rourke. Stoltur fyrirmyndarfaðir með dótturina. Þrátt fyrir gagnrýni segist Cosby vera algerlega sáttur við það að Lisa skyldi hafa leikið í Angel Heart. Lisa Bonet, sem leikur Denise Huxtable í hinum geysivin- sælu þáttum Fyrirmyndarfaðir, hneykslaði bandaríska áhorfend- ur svo um munaði fyrr á þessu ári og tók mikla áhættu ( sambandi við hlutverk sitt í sjónvarpsþáttun- um. ( mynd Alans Parker, Angel Heart, sem var frumsýnd fyrr á þessu ári lék hún heldur skugga- lega dömu sem var á kafi í vo- odoo trúarbrögðum. ( myndinni er hún með Mickey Rourke í einni blóðugustu samfarasenu sem sést hefur á tjaldinu, og lítið var reynt til að skýla líkama hennar fyrir myndavélinni. Til að bæta um betur lét hún birta mynd af sér berbrjósta í tímariti Andy heitins Warhols í apríl, svona rétt ef ske kynni að einhverjir hefðu ekki hneykslast nóg á bíómyndinni. Stökkið frá fyrirmyndarunglingi yfir í æsandi kynlífsveru var of stórt fyrir suma. Það var einfaldlega ekki hægt að hugsa sér hina heilbrigðu Denise Huxtable í blóðugum samförum eða sem topplausa fyrirsætu í út- breiddu tímariti. Hvorki Lisa Bonet né forráða- menn NBC sem framleiða þætt- ina um fyrirmyndarföðurinn virð- ast þó sérlega áhyggjufull yfir við- brögðunum. Ekki er talið líklegt að fólk hætti að horfa á þættina bara vegna þess að Lisa beri sig. Öðru máli gegnir aftur með henn- ar eigin þætti sem eru að fara af stað um þessar mundir. Hefur hún eyðilagt ímynd sína þannig að áhorfendur hafi ekki áhuga á henni einni sér? Nýi þátturinn hennar Lisu heitir A Different World og er i beinu sambandi við hlutverk hennar i Fyrirmyndarföður. Denise Hux- table fer einfaldlega i heima- vistarskóla og þættirnir sýna líf hennar þar með herbergisfélög- um sinum. Hún hefur mikið sam- band við foreldra sina og í einum af fyrstu þáttunum heimsækja þau hana f skólann. Með því að halda tengslunum á milli þáttanna ætlar NBC að reyna að tryggja vinsældir hins nýja þáttar. Ennfremur var ákveðið að sýna þættina i sjónvarpi á besta hugs- anlegum tíma, á fimmtudags- kvöldum strax á eftir Fyrirmynd- arföður. Að vísu mótmælti Lisa þessum áformum þar sem hún vildi láta reyna á það hvort þætt- irnir gætu staðið einir sér, en lét að lokum segjast. Þó að of snemmt sé að segja til um hvern- ig þættirnir eiga eftir að ganga hafa fyrstu undirtektir verið mjög góðar. ( nýlegri könnun varð hinn nýi þáttur í öðru sæti á eftir Fyrir- myndarföðurnum hvað áhorfun varðar, og dómar gagnrýnenda hafa verið jákvæðir. Snemma á næsta ári ættu is- lenskir áhorfendur að geta dæmt um þættina sjálfir, þvi Ríkissjón- varpið er búið að kaupa þá og fyrirhugað er að hefja sýningar á þeim öðru hvoru megin við páska. I nýju þáttaröðinni hennar Lisu Bonet sem Ríkissjónvarpið hefur sýningar á næsta vor, fer hún i nám við Hillman menntaskólann. Með henni á myndinni eru herbergisfélar hennar í þáttunum. Fyrirmyndar- dóttirin send í skóla VIKAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.