Vikan


Vikan - 24.03.1988, Síða 25

Vikan - 24.03.1988, Síða 25
MEGRUNARKÚR Losið ykkur við 5 kíló á 7 dögum Ætlið þið út að skemmta ykkur? Eru fötin í þrengra lagi? Viljið þið losna við 3—5 kíló á einni viku? Þetta getið þið gert ef þið notfærið ykkur þennan fljótvirka megrunarkúr. Þið veljið úr eftirfarandi uppskriftum það sem þið hafið mestan áhuga á og það sem ykkur hentar fjárhagslega séð. Þessi 3—5 kíló sem þið hafið bætt á ykkur síðustu 3 eða 5 mánuði skipta ekki svo miklu máli, þið losið ykkur við þau á einni viku ef þið eruð viljasterk. Þessi kúr er nokkuð áhrifaríkur. Vigtið ykkur í dag og byrjið kúrinn. Vigtið ykkur svo aftur eftir viku og þið komist að raun um að þið hafið losnað við 3—5 kíló og fötin þrengja ekki að ykkur eins og áður. Hann er góður þessi megrunarkúr og þið sjáið árangurinn þegar fyrsta vikan er liðin. Þá er ekki ráðlagt að byrja aftur á fyrri matarvenjum því þá bætast þessi kíló sem þið hafið losnað við fljótt á ykkur aftur. Breytið smátt og smátt matarvenjum ykkar svo að þið verðið með tímanum ein af þessum mörgu sem ekki þurfa að fara í megrunarkúr tvisvar á ári. Þegar þið hafið náð réttri þyngd og getið haldið ykkur við hana í eitt ár þá ættuð þið ekki að þurfa að hugsa svo mikið um hvað þið borðið eða drekkið upp frá því. „Þið ættuð ekki að borða neina fitu,“ stendur í þriðju Mósesbók. Það má taka sem kveðju frá fyrsta megrunarsérfræðingi heimsins. — Gangi ykkur vel. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.