Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 55
blómadýrðin í ýmsum myndum.
í fararbroddi fór Giorgio Arm-
ani, einn fárra karlmanna sem
virðist skilja klæðaþörf kvenna,
annarra en þeirra sem bara hylja
sig til skrauts. Hann leggur nú æ
meiri krafta í kjólaliönnun, jafnt
til hversdags og betri þarfa, og
hefur tekist snilldarlega. Blóm-
adýrðin birtist á þeim bæ í mild-
um pastellitum, fíngerðum
mynstrum og efnurn svo
mjúkum, að helst vildi maður
geta sofið í þeim líka. Hann fór
líka varlega í pilssíddina - sýndi
reyndar heilmikið af síðum, víð-
um pilsum og kjólum, hentug-
um við öll tækifæri. Rómantík
ítalanna birtist þó almennt
fremur í mýkri hönnun og næf-
urþunnum efnum eins og þeim
sem Romeo Gigli hefiir öðlast
frægð fýrir að sveipa um konur
og mildir pastel- og jarðlitir eru
þar ofarlega á blaði.
Hjá þýskum tískuhönnuðum
er einnig blómleg vertíð fram-
undan. Þó eru þeir á öllu norð-
lægari bylgjulengdum, skyldari
okkur hér í hugsun og hátt.
Þess má vænta að hin blóm-
lega rómantík verði á dagskrá
tískukónganna áfram. Hún hlýt-
ur að teljast rökrétt ffamhald af
þeirri rómantísku sveiflu sem
gengur yfir heiminn um þessar
mundir og birtist okkur í tónlist,
bókmenntum, listhönnun og al-
mennt breyttum lífsviðhorfúm.
Fræðingar hafa eflaust á þessu
margar haldbærar skýringar,
eins og t.d. að ntannanna börn,
ofurseld ótta í flrringu nútím-
ans, leiti nú öryggis og aðhalds í
hillingum fortíðar og fjarlægrar
menningar.
En hvað uni það, við látum
þessa blómlegu umfjöllun enda
hér, í þeirri von að hún hafi ylj-
að einhverjum um annars frost-
bitna kinn.
Betri
tíð
með
blóma
fjöld