Vikan - 24.03.1988, Page 60
Nýja súperstjarnan
Michael
Douglas
Michael Dougias
ásamt Glenn Close
í hinni umtöluðu
kvikmynd Fatal
raction.
Þ
■ cgar 1
I egar hin fræga kvikmynd Gaukshreiðr-
ið, með Jack Nicholson í aðalhlutverki sló
eftirminnilega í gegn árið 1975, voru þeir
ekki margir sem leiddu hugan að mannin-
um á bak við sjálfa myndina, framieiðand-
anum Michael Douglas. Gaukshreiðrið var
frumraun Michael Douglas sem kvik-
myndaframleiðanda, en fleiri myndir áttu
eftir að fylgja í kjölfarið, þar sem hann tók
líka að sér hlutverk leikara og leikstjóra.
Nægir þar að nefna ævintýramyndirnar
vinsælu þar sem hann og Kathleen Turner
lenda í fjörlegum ævintýrum í frumskóg-
um S-Ameríku og í Egyptalandi.
Margir muna eflaust eftir myndinni The
China Syndrome, þar sem Jane Fonda fór á
kostum í hlutverki sjónvarpsfféttamanns
og Jack Lemmon stal senunni sem sam-
viskufullur kjarneðlisfræðingur. Michael
Douglas lék kvikmyndatökumanninn, sem
ásamt fféttakonunni, afhjúpaði kæruleysis-
legan rekstur á bandarísku kjarnorkuveri.
Stjörnuleikur Jane Fonda og Jack Lemmon
í myndinni skyggði nokkuð á Michael
Douglas í aukahlutverkinu, en það var þó
engum blöðum um að fletta að Douglas
var leikari af guðs náð og gæti hann því af
eigin rammleik fetað í fótspor hins ffæga
föður síns, gömlu kempunnar Kirk Doug-
las, án þess að þurfa að nota sér fjölskyldu-
tengslin sérstaklega.
Nýlega voru frumsýndar tvær nýjar
kvikmyndir á íslandi, með Michael Doug-
las í aðalhlutverki, myndir sem hafa slegið
svo eífirminnilega í gegn í Bandaríkjunum,
að þær hafa verið útnefhdar til fjölmargra
verðlauna, þar á meðal hinna effirsóttu
óskarsverðlauna.
Fatal Attraction, eða Hættuleg kynni,
eins og myndin heitir á íslensku fjallar um
afdrifaríkt ffamhjáhald elskulegs heimilis-
föðurs. Myndin hefur nú verið sýnd um
nokkurt skeið í Háskólabíói, við slíkar vin-
sældir að það er nær ómögulegt að fá miða
nema með því að leggja á sig langa stöðu í
biðröð.
Hin myndin, Wall Street, sem fjallar um
umfangsmikið verðbréfabrask í kauphöll-
um Wall Street í New York, hlaut mjög
góða dóma í Bandaríkjunum, en einhverra
hluta vegna hefur hún ekki gengið eins vel
í augu íslendinga, sem þó eru braskarar að
eðlisfari.
í Fatal Attraction leikur Michael Doug-
las hinn mesta ljúfling, sem skrikar aðeins
einu sinni fótur á hinum hála vegi dyggð-
arinnar, en þarf að greiða hrösun sína dýru
verði. Áhorfandinn hefur þó samúð með
honum alla myndina í gegn, þótt honum
hafl orðið það á að halda ffam hjá konu
sinni.
í Wall Street leikur Douglas hins vegar
hinn mesta fjármálafant sem svífst einskis í
græðgi sinni effir auði og völdum. Þetta er
fýrsta hlutverkið sem hann leikur þar sem
hann er ekki „góði kallinn" og segja gagn-
rýnendur að honum farist það bara vel úr
hendi.
Hraður uppgangur Michael Douglas á
stjörnuhiminn kvikmyndanna undanfarin
ár, hefúr eðlilega vakið forvitni fólks á
hvern mann þessi snaggaralegi og vinalegi
leikari hefur að geyma.
Góður skúrkur, segir pabbi
Hlutverk Michael Douglas, sem hinn
valda og peningagráðugi Gordon Gekko í
myndinni Wall Street, er talsvert ólíkt öðr-
um hlutverkum hans, þar sem Gekko er
illmennið í myndinni, en fram að því hafði
Douglas alltaf verið ímynd hetjunnar
góðu, sem ekkert aumt mátti sjá. Af mörg-
um var það talið áhættusamt fýrir Michael
Douglas að breyta þessari ímynd sinni þar
sem góðmennis- og hetjuímyndin hefúr
verið honum afar arðbært veganesti í kvik-
myndum.
Þessu svarar Douglas: „Pabbi hefúr alltaf
sagt að ég væri upplagt efni í skúrk. Hann
sagði einu sinni við mig: „Þú átt effir að
leika frábæran morðingja einhvern tíma.
Þú ert mjög aðlaðandi, en þeir eiga þó eff-
ir að komast að því hvers konar skúrkur
þú í rauninni ert.“
Það var ekki átakalaust fyrir Michael
Douglas að lifa sig inn í hlutverk skúrksins
Gekko. Ýmsar sögur gengu um erfitt sam-
starf hans og leikstjórnans Olivers Stone,
en Douglas vill gera lítið úr þeim sögum.
Hann segir að Stone hafl þvingað sig til að
horfast í augu við sjálfan sig og leggja sig
allan fram og gagnrýni leikstjórans hafi
aðeins gert sig ákveðnari í að gera hlut-
verkinu góð skil. „Hann þverneitaði að
Frh. á bls. 62