Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 12

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 12
En allt um það, þegar ég var að læra hjúkrun í Háskóla íslands sá ég fljótlega að ekki gæti verið um heildræna hjúkrun að ræða, nema þessi þáttur væri tekinn inn líka. Þegar ég var á 4. ári tókum við okkur saman sjö nemendur og unnum rannsókn- arverkefni um kynlíf. Við þýddum mæli- tæki, skammstafað SKAT, sem mælir við- horf til sambanda, sjálfsfróunar, goðsagna í kynlífi, fóstureyðinga svo og almenna þekkingu varðandi kynlíf. Við lærðum heilmikið á þessu og jafnlramt sá ég á niðurstöðunum hversu óskaplega mikið vantaði af Iræðslu og aftur fræðslu. Ég ákvað að helga mig faginu og fann „sexu- ality education“ í þrem skólum. Ég sótti um og fékk inni í þeim besta. Fullbrightstyrk hlaut ég og þar með voru hjólin farin að snúast. Við nám í kynfræðslu var ég svo í tvö ár, 1986-1988. Ég var full eftirvænt- ingar þegar ég hóf námið og mjög opin fyrir öllu. Ég var líka mjög ánægð með námið nema hvað mér finnst það fúll akademískt á stundum. Kannski hefði mátt leggja meiri áherslu á þátt einstaklingsins í þessu öllu. Þessi tími í skólanum varð annars ógleymanlegur. Maður upplifði svo margt á svo skömmum tíma og hafði ekki við að melta fróðleikinn. Á endanum stofnuðum við nokkur hóp í deildinni og fengum við að pústa út í hverri viku um það sem við höfðum verið að læra og það sem við höfðum upplifað í gegnum námið.“ Eigið fyrirtæki Það var svo í vor sem Jóna Ingibjörg kom heim og stoftiaði eigið fyrirtæki, kyn- fræðsluna. Kynfræðingurinn nýbakaði vakti greinilega mikla athygli hjá fólki og víða heyrðust vangaveltur um hann og hvað hann gæti eiginlega verið að kenna? f einstaka dagblaði var látið í það skína að þarna væri eitthvað spennandi og kannski obbolítið dónalegt á ferðinni. „Ég hef aðallega veriið með námskeið, skrifað greinar og haldið fyrirlestra eftir að ég kom heim,“ sagði Jóna Ingibjörg. í sum- ar var starfsemin raunar ansi fjölbreytt. Það má segja að um eins konar tilrauna- starfsemi hafi verið að ræða. En þetta óx mér eiginlega yfir höfuð, svo nú í desem- ber ætla ég að endurskipuleggja mig. Eltir áramót ætla ég svo að stokka upp og gera hana skýrari og einfaldari. Annars hugsa ég voðalega lítið út í hvað fólk er að spekúlera. Ég hef ákveðna hluti fram að færa. Ef fólk getur ekki tekið þá eins og þeir eru settir ffarn þá breyti ég ef til vill samsetningunni. ÖU mín námskeið, nema eitt, hafa verið fullsetin. Vissulega er kynlíf viðkvæmur þáttur og auðvitað tekur það tíma fyrir fólkið að fá traust á mér og námskeiðunum. En ef allir væru lokaðir þá myndi enginn gera neitt." Sem fýrr sagði hefur Jóna Ingibjörg haldið allmörg námskeið frá því að hún kom heim og tók til starfa í vor. Hún hefúr verið með kynffæðsiunámskeið fyrir hjúkruharffæðinga, námskeið um kynfúll- nægju kvenna og almenn kynffæðslunám- skeið. Þá hefur hún verið fengin til að flytja fyrirlestra á fjölmörgum stöðum á vegum hinna ýmsu félagasamtaka. Loks hefur hún skrifað greinar í blöð og tímarit. En í hverju eru námskeiðin sem hún heldur fólgin? „Markmið þeirra er að fr æða fólk og þeir sem sækja þau vilja fá ffæðslu. Fólk kemur ekki endilega af því að það eigi við ein- hver kynlífsvandamál að etja. Við getum tekið námskeiðið um örugg- ara kynlíf sem dæmi. Þar er fólki kynntir möguleikar á því að lifa öruggu kynlífi þrátt fýrir eyðni. Fólk vill fá fræðslu. Það ■ Það hefur aldrei komið fyrirað neinn hafi viljað hœtta ó miðju nómskeiði. Fólk vill heldur meira ef eitthvað er og mörgum hefur ekki þótt þetta nógu krassandi. ■ Almenningur hefur verið með svo gífurlegar vœnting- ar til mín að ég hef ekki getað annað helmingnum af því. vill fræðast um kynlíf. Það vill vita hvað ég get kennt því.“ — Eru einhverjir sérstakir hópar sem sækja námskeiðin hjá þér? „Nei, það get ég ekki sagt. Þú spyrð um þekkt fólk og ég get sagt þér að það þorir minna en kemur samt. Ég geri fólki fulla grein fyrir því að það ríkir fúllur trúnaður á milli okkar og um það sem við segjurn hvert öðru. Á námskeiðinu um kynfúll- nægju kvenna skrifa þær allar undir hóp- trúnaðarsaming, þar sem áréttað er að hundrað prósent trúnaður ríki meðan á námskeiðinu stendur og eftir það. Þetta verður að vera svona, þannig að fólk geti treyst því fullkomlega að ekki sé verið að hlaupa með einkamál þess út og suður." — Hvernig færðu fólk til að opna sig og tjá um þessa hluti á námskeiðunum? „Ég geri í sjálfú sér ekkert í því að fá fólk til að opna sig. Ég byggi námskeiðið rólega upp í byrjun, ræði um almenn efrii fyrst, en fer svo dýpra í hlutina þegar líða tekur á. Þátttakendur ráða svo alveg sjálfir hversu langt þeir ganga í að tjá sig. Fólk er þarna á eigin ábyrgð og hver verður að vega og meta fyrir sig. En á námskeiðun- um eru byggð upp virðing og traust og þegar fólk finnur það, þá veit það að það getur talað óhikað um hlutina. í upphafi hvers námskeiðs segi ég þátt- takendum að þeir ráði hversu opinskáir þeir séu. Ég hef séð að það léttir mörgum við það.“ Fræðsla sem á rétt á sér — Þú nefndir námskeið um kynfull- nægju kvenna. Hvernig er því háttað? Fá þátttakendur heimaverkefni til að spreyta sig á? „Helmingurinn af þessu námskeiði er upplifun. Þú lærir ekki þessa hluti af bók. Auðvitað eru heimaverkefni, æfingar sem byggja á að kynnast eigin líkama, læra að elska sjálfa sig klukkustund á dag. Það hef- ur aldrei komið fyrir að neinn hafi viljað hætta á miðju námskeiði. Fólk vill heldur meira ef eitthvað er og mörgum hefur ekki þótt þetta nógu krassandi. í fyrrasumar átt- um við jafnvel von á ljósmyndurum með vélarnar á lofti fýrir utan þegar eitt nám- skeiðið byrjaði. Þetta hafði vakið svo mikla athygli. En það varð nú ekki. En þetta umrædda námskeið gengur út á að kenna konum að kynnast sjálfum sér og fræða þær um kynlíf. Það er nefhilega forsenda að þekkja sjálfan sig, Iíkama sinn, tilfinningar og viðhorf." — En hvað með karlana? Heyrirðu minna ffá þeim með sín vandamál? „Þegar ég auglýsti námskeiðið um kyn- fúllnægju kvenna hringdu nokkrir karlar sem kváðust vera að athuga þetta fyrir konurnar sínar. Það er eins og þeim finnist þeir eiga að bera ábyrgð á góðu samlífi í hjónabandinu en konurnar ekki. Þeir beri þannig ábyrgð á fúllnægingu kvenna sinna. Svo er að hringja í mig fólk sem segist vera að hringja fyrir vin sinn eða vinkonu. Þessir sömu hafa fengið fá svör og smá, því ég stend ekki í svona „milliliðabissness". Ef fólk þorir ekki að koma fram undir eigin nafni og tala við mig þá hef ég ekkert við það að tala.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.