Vikan


Vikan - 15.12.1988, Síða 14

Vikan - 15.12.1988, Síða 14
„Fúll á mótí er væminn" — segir Bjartmar Guðlaugsson í Vikuviðtali TEXTI: ÁRNI MAGNÚSSON LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Bjartmar Guðlaugsson er einn þeirra tónlistarmanna sem hefur ekki hvað síst vakið athylgi fyrir skondna texta sem oft á tíðum fjalla um hárbeittan hátt um hluti sem flestir velta fyrir sér. Það var því með nokkuri eftirvæntingu sem blaðamaður Vikunnar gerði sér ferð út í Skerjafjörð, heim til Bjartmars. Hann býður hressilega gott kvöld og vísar mér til stofú. Kaffinu er rennt í boll- ana og svo er rabbað um heima og geima. Hann hefúr svo sannarlega ýmislegt að segja þegar að er gáð. En fýrst spurningin um það hvernig maður er Bjartmar? „Hvernig maður er ég. Ég er oft á tíðum hrikalega utan við mig. Konan mín vill helst ekki sitja með mér í bíl. Ég er fæddur í tvíburamerkinu og það segir kannski sína sögu, vil eitt í dag og annað á morgun. Sumir segja að ég viti aldrei hvað ég vil, en ég veit alltaf hvað ég vil ekki. Sem dæmi um það hversu ég get verið utan við mig má nefna að fyrir nokkrum árum var ég að vinna í minni iðngrein sem er málningar- vinna og vann þá í Kópavoginum. Á þess- um tíma var oft svo gaman hjá mér um helgar að ég átti ekki fyrir strætó í miðri viku. Því var ekki annað að gera en rölta heim. Þá gekk ég sem leið lá með sjónum, eftir Fossvoginum, fram hjá Nauthólsvík- inni og fyrir flugbrautarendann sem þá náði ekki alveg út að sjó. Svo gerðist það að ég eignaðist bíldruslu sem hefúr sjálf- sagt gengið í einhverja mánuði en gaf svo upp öndina fýrir rest. Þá var ekki annað að gera en labba á ný. Þennan umrædda dag var ég í þungum þönkum að semja ljóð. í sama mund og síðasta hendingin kom upp í hausinn á mér munaði minnstu að Fokk- er vél frá Flugleiðum kæmi niður á mig. Mér brá svo að þarna gleymdi ég mínu besta ljóði en Fokkerinn lenti beint við nefið á mér. Flugbrautin hafði þá verið lengd út að sjó og ég stóð á henni miðri. Flugvallarlögreglan kom brunandi og vildi fá mig í yflrheyrslu. Ég var hinsvegar svo aumur að ég fór fram á að sjokkið yrði lát- ið duga sem refsing. Þeir samþykktu það greyin." — Það er trúlegt að allar tilraunir til að lýsa Bjartmari í fáum orðum myndu mis- takast svo að best er að hver myndi sér sínar skoðanir um hann. Eitt er þó víst; hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. „Nei, það hefúr víst nóg verið níðst á al- þýðu þessa lands og tími kominn til að hrófla við toppunum. Sjáðu bara forseta Hæstaréttar. Þessi náungi dæmir 16 ára Prins Póló þjófa í fangelsi. Krakka sem villast af réttri braut og er svo tryggð vera á henni um ókomna framtíð með því að vista þau með forhert- um glæpamönnum í fangelsum landsins. Annars á forseti Hæstaréttar það ekki skil- ið að um hann sé talað á alvarlegum nótum. Hann verðskuldar ekkert annað en hæðni blessaður. Mér finnst samt best að hann skuli hafa sagt Steingrími þetta þegar þeir voru að sækja Vigdísi. Steingrímur sagði náttúrlega bara já. Hvernig átti 14 VIKAN 27. TBL.1988

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.