Vikan


Vikan - 15.12.1988, Side 34

Vikan - 15.12.1988, Side 34
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON RITHÖFUNDUR r~ íii m 1 W á ® *• iiijjl II1 m »P II | J Við Hallærisplaniö, sem jafnan er ijölsótt af unglingum. „Það getur meira en vel verið að það séu ekki allir unglingar sáttir við það sem ég skrifa. En ef ég væri einstefnumaður, sem væri handviss um að ég væri að senda frá mér hinar einu sönnu bókmenntir og ljúka þar með upp huga unglinga í eitt skipti fyrir öll, þá væri ég á alrangri braut.“ „Hef andstyggð á hroka- fullum miðaldra mönnum“ — segir unglingabokahöfundurinn Eðvarð Ingólfsson ,„\ð mínu mati skipta mannleg samskipti mjög miklu máli í líf- inu. Maður á alltaf að leitast við að meta fólk að verðleikum. Ég met fullorðið fólk fyrst og fremst eftir því hvemig það kemur fram við böm. Ég hef andstyggð á hrokafullum mið- aldra mönnum sem þykjast ekki sjá böm, heilsa þeim ekki, en þjóta upp til handa og fóta, sjái þeir einhvern sem þeir telja til heldri manna.“ Það er Eðvarð Ingólfsson rithöfundur og ritstjóri Æskunnar, sem viðrar hér eina af mörgum skeleggum skoðunum sínum. Hann hefur haft í nógu að snúast að undanförnu, því nú fyrir jólin koma út tvær bækur eftir hann. Hin fyrri nefhist „Baráttusaga athafnamanns11. Þar segir sá frægi Skúli á Laxalóni ffá margra ára orra- hríð sinni við kerfið. Síðari bókin er ung- lingasaga, sem Eðvarð nefnir „Meiriháttar stefnumót". Þetta er sjöunda unglingabók- in sem Eðvarð sendir frá sér, en auk þess 34 VIKAN 27. TBL1988 hefúr hann skrifað eina barnabók og þrjár fúllorðinsbækur, ef svo má að orði komast. „Ég velti fyrir mér nafhi bókarinnar all- an tímann sem ég er að skrifa hana,“ segir Eðvarð, aðspurður um hvernig hann velji nafh á bækur sínar. „Þó bókin sé góð, getur hallærislegt nafn gert það að verkum að hún seljist helmingi minna en ella. Ég læt því ekki nægja að skrifa hana, heldur er með puttana í hönnun á kápu, prentverk- inu og öllu sem á sér stað þar til hún er komin í verslunina. Þetta er nú einu sinni vinnan mín og ég er mjög meðvitaður um að ég þurfi að vanda hana ef vel eigi að ganga.“ Eðvarð var ekki ýkja hár í loftinu, aðeins 8 ára, þegar hann hóf að semja smásögur.' Þá var hann í barnaskólanum á Hellissandi og las gjarnan upp ritsmíðarnar fyrir bekkjarfélagana. Sögurnar vöktu mikla lukku, krakkarnir klöppuðu og kennarinn hvatti rithöfundinn unga til dáða. „Þetta var nú ekki til að draga úr mér móðinn," sagði Eðvarð þegar hann rifjar upp fyrstu skrefin á rithöfundabrautinni. „Þessar fyrstu sögur drógu dám af ævintýrunum sem ég var að lesa í það og það skiptið. Ég heillaðist til dæmis mjög af Lassí þáttunum í sjónvarpinu. Þá skrifaði ég sögu í þeim dúr, nema hvað hundruinn í minni sögu hét Snati, sem átti heima á Hellissandi og var að koma upp um innbrotsþjóf í kaup- félaginu. Pantaði stimpil „Ég hef alltaf haft ríka tjáningarþörf," heldur Eðvarð áfram, enn á valdi bernsku- minninganna. „Skáldsagnarheimurinn heillaði mig strax ffá upphafi og það er mér beinlínis í blóð borið að skrifa. Ég var snemma ákveðinn í að verða rithöfúndur, sem sést best á því, að tíu ára gamall hringdi ég í Stimplagerðina og pantaði stimpil. Á honum átti að standa: „Eðvarð Ingólfsson, rithöfundur." Það var aðeins sex árum síðar sem hann skrifaði fyrstu skáldsöguna. Hún hét „Hnefaréttur" og var lesin upp í útvarpi þegar höfúndurinn var 19 ára. Fyrsta bók- in hans sem kom út 1980, „Gegnum bemskumúrinn", vakti mikla athygli og var raunar umdeild. Þar stórmóðgaði Eðvarð margan góðborgarann, með því að ræða um foreldravandamál í staðinn fyrir unglingavandamál. „Þessi bók var opinská og stakk á mörgum kýlum. Það er aldrei hægt að gera svo öllum líki, og einhvers staðar verða menn að byrja. Það má kannski segja, að ég hafi þroskast síðan sem rithöfúndur og viðhorfin breyst að

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.