Vikan


Vikan - 15.12.1988, Side 35

Vikan - 15.12.1988, Side 35
nokkru leyti. En hvað um það, bækurnar mínar hafa fengið mjög góðar viðtökur og selst vel. Þetta skiptir mig miklu máli og mér í senn ögrun og hvatning." Nú kynni einhver að spyrja hvernig virðulegur ritstjóri rótgróins barnablaðs og ráðsettur heimilisfaðir geti skrifað af einhverju viti um tilfinningarót og tog- streitu í sálarlífi unglinga. Heftir Eðvarð ef til vill gengið í gegnum þá atburði, sem krakkarnir í bókum hans upplifa? „Þetta er ekki svona einfalt, að það sé nóg að upplifa atburði til að geta skrifað bók. Ég held að rithöfúndur þurfi ekki að upplifa þá alla. Mikilvægast fyrir hann er að þekkja manneskjuna, ekki síst sjálfan sig. Það er mikilvægt að rithöfundur sem skrifar um tilfinningaleg átök þekki eigin tilfinningar og geti sett sig í spor annarra. Ég gæti boðið hundrað unglingum að lesa handrit eftir mig og spurt þá hvort þeir sæju sjálfa sig að einhverju leyti í því. At- kvæði gætu skipst í tvennt. Helmingurinn myndi segja að þetta væri sönn saga, hinn helmingurinn væri á öndverðum meiði. Þegar ég var tvítugur, var ég bókstaflega eins og blaðra sem sprakk. Mér fannst ég þurfa að koma öllu, sem ég þurfti að segja að í tveim fyrstu bókunum. Málið er bara það — og ég komst að því síðar að maður afgreiðir ekki lífið í einni eða tveimur bók- um og sjálfur hef ég mýkst með árunum. Það getur meira en vel verið að það séu ekki allir unglingar sáttir við það sem ég skrifa. En ef ég væri einstefhumaður, sem væri handviss um að ég væri að senda frá mér hinar einu sönnu bókmenntir og ljúka þar með upp huga unglinga í eitt skipti fyr- ir öll, þá væri ég á alrangri braut.“ Bréfin hans Sála Eðvarð hefur gert fleira en að skrifa um ævina. Hann var lengi með þætti í útvarpi, fyrst á Rás 1 og síðan unglingaþáttinn vin- sæla „Frístund“ á Rás 2. „Þá var ég í mjög góðum tengslum við krakkana," segir hann. „Þau skrifúðu bréf til sálfræðings og var hluta þeirra svarað í hverjum þætti. Mér kom það sannarlega á óvart, þegar bréfin fóru að berast til Sála, hversu marg- þættur vandi unglinganna var. í tveim fyrstu unglingabókunum mínum hafði ég velt upp ýmsum vandamálum, eins og áður sagði. En í bréfúm unglinganna kom- ust vandamálin miklu betur til skila en þau myndu gera í nokkurri unglingabók, þau komu beint frá þeim sjálfum, beint frá hjartanu. Ég hef hugleitt þessi bréf mikið og lesið þau yfir árlega. Það eru ef til vill áhrif þess lestrar sem ég hef í huga, þegar ég skrifa bækur, en ekki hitt að ég sé að leita að hugmyndum. Ég læt svo krökkunum eftir að dæma um hvernig til hefúr tekist hverju sinni. Það er þeirra að dæma, en ekki mitt.“ Eðvarð er einn þeirra fjölmörgu sem lagt hafa út í að „koma sér þaki yfir höfuð- ið,“ eins og sú mannraun er gjarnan kölluð. Hann býr nú að Efstahjalla 7, ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Sigurjónsdóttur og litlu dótturinni Elísu. „Ég hefði ekki trúað því fýrr en ég eignaðist þennan dásamlega sólargeisla hversu mikil ábyrgð og vinna það er að ala upp barn,“ segir hann. Aðspurður um hvort dóttirin kalli ekki á barnabók, segir hann svo ekki vera enn. „Ég les mikið fyrir hana, en það eru mest myndabækur, því hún er enn svo lítil. Þessar myndmálsbókmenntir eru mér ekki slík hvatning, að mig langi til að setj- ast niður og byrja að skrifa barnabók, a.m.k. ekki í augnablikinu." í næstsíðustu bók Eðvarðs, „Pottþéttur vinur,“ er talsvert fjallað um trúmál. Hann hefúr einnig komið við sögu í starfi þjóð- kirkjunnar og á nú sæti í stjórn útgáfu kirkjunnar, Skálhotli. Er hann trúaður? Eðvarð við Tjömina í Reykjavík ásamt dóttur sinni, Elísu. ,Já, ég hef mikinn áhuga á trúmálum þó mér finnist ég vera vanmáttugur í þeim efnum. Ég spái heilmikið í þau og ekki síð- ur í fólk út ffá þeim. Trúmálin setja svip sinn á svo margt í mannlegum samskipt- um, en þó kannski ekki nógu margt. Samskipti milli einstaklinga eru líka allt- af umhugsunarefni. Tökum sem dæmi ein- staklinga, sem finnast þeir þurfa á því að halda að talað sé við þá og þeir uppörvað- ir. Öll þekkjum við slíkt fólk. En þetta sama fólk er alls ekki tilbúið sjálft til að hafa ffumkvæði að samskiptum við aðra. Það er sorglegt! En svo bíður það alla daga eftir að einhver tali við það.“ Prestur eða fjölmiðlafræðingur? Nú eftir áramótin verða þáttaskil í Iífi Eðvarðs og fjölskyldu hans. Þá halda þau til Ameríku, þar sem hann hyggst nema fjölmiðlaffæði í háskólabæ í Alabama. Hann stendur sem sagt upp úr ritstjórastól Æskunnar eftir sex ára setu og vindur sér út í heim. En hvers vegna fjölmiðlafræði? „Fyrir það fýrsta fer ég út í heim til að kynnast ólíkum hugsunarhætti og ólíkri menningu. í fjölmiðlaffæðina fer ég, því mér finnst hún standa mér nærri, sjálfsagt af því að ég er sískrifandi. Svo hef ég auð- vitað áhuga á fjölmiðlun sem einum af þáttum mannlegra samskipta. Einu sinni ætlaði Eðvarð að verða guð- fræðingur. Hann fór reyndar í guðfræði í Háskólanum og tók þar tvær annir. En síð- an kvöddu önnur verkeíúi að dyrum. Hann varð ritstjóri unglingablaðsins Sex- tán ásamt Sigurði Blöndal. Svo fór hann að starfa við Æskuna, svo og við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu. „Enn er ég ekkert endilega búinn að á- • kveða hvað ég ætla að verða. Ég er alls ekkert búinn að gefa guðffæðina upp á bátinn. Ég get bæði hugsað mér að starfa sem prestur og fjölmiðlamaður. Það er verst að sólarhringurinn skuli ekki vera lengri, því þá gæti ég gegnt báðum þessum störfum samtímis. Prestar og fjölmiðla- fræðingar eiga nefnilega margt sameigin- legt, þeir þurfa báði að miðla og verða báðir að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni. Annars hef ég engar áhyggjur af ffamtíð- inni. Ég hef svo mikið að gera, að ég sé varla fram úr því. Ég er þakklátur fýrir það, því það er ekkert eins slæmt og iðjuleysið, þegar fólk finnur ekki tilgang í neinu.“ Eðvarð segist hafa áhyggjur af fjölmiðla- fárinu, sem nú sé skollið yfir. „Ég er ekki á móti ffjálsri fjölmiðlun," segir hann, „en það þarf að veita þessum útvarpsstöðvum meira aðhald. Uppeldisáhrif poppstöðv- anna eru geysimikil, meiri en margur gerir sér grein fyrir, hygg ég. Þær geta allt að því lamað þá sköpunartilfinningu sem allir eiga í sér, ekki síst unglingar. Og svo er það þessi óheilbrigða innræting sem stundum á sér stað. Tökum föstudagana sem dæmi. Þá byrja dagskrárgerða- mennirnir að fjalla um skemmtanalíf kom- andi helgar. Nú sé vinnuvikunni bless- unarlega lokið, krakkarnir séu sem betur fer lausir úr skólanum, nú geti fólk fengið í glas og slappað af, sumir fara í Hollywood aðrir á Broadway. Þannig hljómar sami söngurinn endalaust alla föstudaga. Fólki, ekki síst unglingum, er þarna innprentað að skylduverkin séu af hinu illa og gott að vera laus við þau, en helgarnar gangi út á að skemmta sér. Þarna tel ég beinlínis vera um alvarlegan uppeldisglæp að ræða, hugsunar- og ábyrðarleysi dagskrárgerð- armanna. Það væri nær fyrir poppstöðv- arnar að taka fyrir einhver affnörkuð við- fangsefni eins og dauðann, fæðinguna, ferminguna, eða annað í þeim dúr; hvetja fólk til að hugsa um líf sitt, hlúa að sál sinni. Þeir eru t.d. fjölmargir sem aldrei hafa leitt hugann að því hvað það er að missa ástvin. Þegar svo þar að kemur, þá missir margt af þessu fólki hreinlega móðinn og allt að því gefst upp. Og svo eru það kirkjurnar. Það eru beinlínis margir unglingar hræddir við þær og myndu aldrei leita til þeirra, þótt þær séu í raun síðasti áfangastaðurinn í líf- inu...“ Eðvarð liggur greinilega mikið á hjarta, hann talar hratt og hikar hvergi. Manni dettur ósjálfrátt í hug hvort hann sé alltaf að flýta sér eins mikið og þegar hann fædd- ist í þennan heim. Móðir hans hafði ætlað að fæða á þægilegu fæðingarheimili. Sá stutti gaf henni ekkert færi á því og flýtir- inn var svo mikill, að afinn á heimilinu, sem var á leið í vinnu, henti frá sér kaffi- brúsanum og bitaboxinu til að taka á móti. Og þannig er kannski við hæfi að enda við- talið, á upphafinu, enda Eðvarð rétt að byrja, eins og hann segir sjálfur. □ 27. TBL. 1988 VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.