Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 42

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 42
Þegar séra Árelíus var kallaður „Guðlaus kommúnistr Hér í opnunni birtir Vikan ræðu sem séra Árelíus Níelsson flutti um jólin 1944. Ræðuna birtir hann í nýútkomn- um æviminningum sínum og þá um leið rifjar hann upp það uppistand, sem ræðuflutningurinn vakti í sókn- inni. Sá bókarkafli birtist einnig hér á eftir óstyttur með leyfl séra Árelíusar og bókaútgefenda. - Svo sem auðsætt má vera hef ég ekki valið að geta atburða á „Bakkanum" í réttri tímaröð. Þessi „freslun" Pietros varð einmitt á síðustu árum okkar þar um 1950. En sú athöfn, sem eftirminnilegust varð þar snerti hins vegar kirkjuna, sem var auðvitað í brennidepli starfseminnar í prestakallinu. Frá fyrsta degi hafði ég ekki fundið þá vorgeisla um haust sem glöddu og gáfu bjartar ffamtíðarvonir í Gaulverja- bæ á Stokkseyri, leika um vanga á Eyrar- bakka. Aðalorsakar þess mun áður getið. Prestskosningin með sigri mínum og ósigri sr. Ingólfs og Rósu varð að sárum vonbrigðum. Ekki var þó auðvelt um vik að finna mér sakir í kosningabaráttu þennan eina haust- dag. Vart gat hugsast minna álilaup og áhugi af hálfu umsækjanda sem var að öllu ókunnur. Auðvelt var þó að heyra og finna, hvað reynt hafði verið að beita gegn mér við undirbúning kosninganna og hlaut að verka neikvætt á flesta sem einmitt töldust standa næst kirkju og kristnum fræðum. Sannað þótti alla leið frá guðfræðideild Háskólans og deginum ljósara þar af kosn- ingum til Stúdentaráðs 1937 að ég væri í einu orði sagt „harðsoðinn og guðlaus kommúnisti". Naumast varð fundið af andstæðingum öflugra vopn né orkuþrungnari bomba. Væri því vel beitt af beinskeyttum hug- myndum og snjöllum aðferðum bak við tjöldin átti að verða auðvelt að rækta þær hugsanir til átaka fyrr eða síðar, sem teldu það guðsþakkarvert að losa bæði kirkju og samfélag við slíkan erindreka ífá sjálfum kölska. Hér skyldi því aðeins beita þolgæði til að bíða góðs færis að varpa bombunni til réttra aðila, sem hefðu vald til að beita henni gegn guðleysingjanum. Ekki var neitt af slíku rætt við mig. Og engar opinberar aðfmnslur eða beina and- úð gat ég merkt frá einum eða neinum. Það kom mér því verulega á óvart, þeg- ar „biskupinn minn“ herra Sigurgeir Sig- urðsson sem sjálfur var ffá Eyrarbakka og hlaut að þekkja þar allt mér miklu skýrar hringdi til mín í upphafi árs 1944 og sagð- ist hafa fengið bréf undirritað af fjórtán manns á Eyrarbakka. Þetta væri einmitt fólk sem stæði næst hinni kirkjulegu þjónustu og starfi. Sameiginleg ósk þess væri, að ég yrði tafarlaust leystur frá prestsþjónustu í prestakallinu. Aðalorsök þessarar kröfú væri jólaræða flutt á síðustu jólum. Þar hefði ég haldið því fram, að Jesús væri óskilgetinn, algjört lausaleiksbarn. Auk þess væri margt fleira mér til foráttu. Að athuguðu máli sagði biskupinn, svo hans eigin orð séu notuð „væri þetta ljót- asta bréf, sem til mundi vera í bréfasafni biskupsstofu". Hann bað mig svo að koma til viðtals við fyrsta tækifæri. En ekki sagði hann sjálf- ur eitt einasta ásökunar- eða áminningar- orð. Auðvitað mætti ég í viðtal hjá honum strax næsta dag. Hann spurði mig aðeins um efni jóla- ræðunnar og kvaðst vita, að ég væri frjáls- lvndari í boðskap og framsetningu en þetta fólk hefði nokkurn tíma látið sér detta í hug. Var þó á honum að heyra, að hann hefði sjálfur svipaðar skoðanir og svo mundi með fleiri presta. En þeir teldu best, að tjá sig sem minnst um sltk ágreiningsatriði, jafnvel þótt þau virtust algjör fjarstæða ffá skynsamlegu sjónarmiði séð. Ég man ekki til að hann vildi sjá eða hlusta á þessa „hneykslisprédikun". En kvað mér sjálfsagt að fá að líta á bréfið og nöfn þeirra, sem hefðu undirritað það. Satt að segja svaraði ég fáu. Hafði ekki einu sinni hugleitt að ræðan væri neitt guðlast á nokkurn hátt. Frh. á bls. 59 Jólarœðan 1944 0 Skuggi jolanna ■ Þetta var ógœfusöm stúlka. Hin stœrsta ógœfa sem talin var hafði einmitt hent hana. Hún var trúlofuð samkvœmt venju, ón þess svo mikið sem þekkja mannsefni sitt mó gera róð fyrir. Nólœgtfimmtón óra gömul, guð minn góður, trúlofuð í föðurgarði og svo með barni, sem algjör- lega var vafi ó. Slíkt athœfi var talið til dauðasektar. ■ .. . það var œgilegt hvernig spilling unga fólksins hafði grafið um sig ó síðustu tímum. Ekki síst eftir að rómverska setuliðið settist að í Nazaret. Og að fara svona með hann Jósef, þennan mannkostamann, það tók engu tali. 42 VIKAN 27. TBL. 1988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.