Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 47

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 47
ég: „Ég komst ekki út í mat. Ég lokaðist hér inni svo að ég vann í matartímanum. Ég hlýt að hœkka í bónusnum. “ Hatin hló og sagði: „Þú áttir bara að ýta á takkann við hurðina, þá hefði hurðin opnast strax. “ „Guð minn góður, ég kann ekki á neina takka, “ sagði ég. „Ég hefði örugglegaýtt á takka setn kallaði út bmnaliðið. “ Eitt sinn heyrði ég konuna á nœsta borði fytir aftan tnig segja: „Líttu tuí á hana þessa þarna serti er að skera úr, það er eins og hún sé að skera ofan í pottinn heitna hjá sér. “ Þá átti hún við nýtinguna á flökun- um hjá tnér. Stundum neituðu þœr alveg að hafa mig við borðið því ég drœgi þœr svo niður í bónustmtn, ég vœrisvo sein. Ég var einna skást við að raða í „blokk". Einu sinni sagði ein af fisk- matskonunum við tnig: „Ætl- arðu aldrei að lœra þetta manneskja, þú ert búin að vera hér það lengi að þú œttir að kunna þetta. “ Ég sagði henni að það hefði tekið mig 6 ár að fullnuma tnig í hár- greiðslu. Þessa vinnu myndi ábyggilega taka tnig 10 ár að lœra með þessu áfratnhaldiþví þœr kenndu mér ekki neitt. Lét hún mig í ftiði eftir þetta. Það er sannarlega lítið sam- eiginlegt með hinu glæsta við- burðarríka lífi í Vestmannaeyj- um, dapurlegri tilverunni á lokaðri geðdeild eða brauð- stritið í flski. En Minna lét ekki bugast, lífsgleðin knúði hana áfram. Síðustu árin hafði hún mesta ánægju af að geta lagt lið því fólki sem þjáðist af sama sjúkdómi og hún áður. Lífssaga Minnu er hennar framlag í þágu Geðhjálpar. Helga segir að annarsvegar hafl vinnan við þessa bók ýft upp erfiðar minningar og söknuðinn eftir móður sinni, en hinsvegar hafl verið mjög ánægjulegt að ræða við allt það fólk sem hún fékk upplýsingar hjá. „Það var stór- kostlegt að finna hvað þessu fólki þótti vænt um hana og í gegnum það fræddist ég og upplifði ýmislegt sem ég hefði farið á mis við hefði ég ekki skrifað bókina. Ég veit að fýrir þessa bók er enginn þakklátari en hún Minna og megi hún verða einhverjum til góðs, er takmarki hennar náð.“ □ Heilög Barbara TEXTI OG MYND: JÓN KR. GUNNARSSON Þegar fólk hugleiðir hvert fara \ skuli í sunnudagsbíltúr í skamm- ' deginu þá er ekki úr vegi að hafa í huga Heilaga Barböru. Kapella hennar er nú aðeins tóftarbrot á hraunhól ofan Reykjanesbrautar gegnt Álverinu í Straumsvík aðeins um 100 metra ofan við veginn. Tilflnnanlega vantar vegvísi á þess- um stað. Saga kapellunnar er ekki kunn og eng- inn veit með vissu hversu gömul hún er. En árið 1950 fann dr. Kristján Eldjárn for- seti íslands, en hann var þá forstöðumaður Smápeningamir á stalli Heilagrar Bar- böru sýna að ýmsir hafa heitíð á hana sér tíl fulltíngis og heilla. Þjóðminjasafnsins, litla styttu af Heilagri Barböru þegar hann gróf niður í rústirnar. Heilög Barbara er verndardýrðlingur margra, meðal annars ferðalanga, verslun- ar- og málmsteypumanna. Það má nærri geta að ferðamenn til forna óttuðust nátt- úruöflin ekki síður en tröll og drauga sem leyndust bak við hvert leiti. Jarðskjálftar og eldgos voru óskýranlegar hamfarir og töldu menn þess tíma alveg eins að reiði Guðs hafl valdið aumum og breyskum sál- um til hrellingar og áminningar. Það var því huggun á löngum og erfiðum ferðalög- um að biðja Heilaga Barböru Guðs bless- unar í litlu kapellunni á úfnu, nýrunnu hrauninu. Það var ekki einsdæmi að mönnum hlekktist á í ferðalögum á öldum áður sem og reyndar enn þó ferðamátinn hafi breyst. Hraunið sem álverið í Straumsvík stend- ur á heitir Kapelluhraun eða Nýjahraun. Samkvæmt heimildum og rannsóknum Jóns Jónssonar jarðfræðings rann þetta hraun í sjó fram á árunum 1010—1040. Allavega hefúr hraunið verið runnið um 1300 því þá er þess getið í gömlum heim- ildum að skipsstrand hafl orðið við Nýja- hraun. Það má ætla að samgöngur hafl verið við Suðurnes fljótlega eftir landnám sem að sjálfsögðu tók af á meðan hraunið rann. En þegar samgöngur hófúst á ný lá leiðin yfir Nýjahraun og þá hefur kapellan verið byggð. Mikið jarðrask hefúr verið gert á þessu svæði og hrauninu mokað burt til vega- gerðar og í húsgrunna á öllu höfuðborgar- svæðinu. Þó má enn sjá greinilega hvar vegarslóðin liggur við hlið kapellunnar. Leið þessi hefúr verið þjóðleið öldum saman frá Suðurnesjum til Hafnarfjarðar, Bessastaða og Reykjavíkur þegar hestar voru einu „samgöngutækin." Þegar við þeysumst eftir steypta vegin- um suður þá kemur okkur síst gamli tím- inn í hug. Risavaxið, nýtískulegt álverið sjávarmegin og ofan við veginn er hraunið í sárum eftir jarðrask árum saman. Þegar betur er að gáð í rústum kapell- unnar koma vel í ljós hlaðnir veggirnir sem sanna að þarna hefúr staðið lítið hús ffá fornum tíma. Kapellan hefur verið lítið hús, aðeins 5—6 fermetrar að flatarmáli á að giska. Litlu hefúr munað að rústir kap- ellunnar yrðu hrauntökumönnum að bráð sem ekki vissu að þarna var helgur staður ferðamanna á öldum áður. Nú er staður þessi friðlýstur. Þó að Heilög Barbara hafl verið tilbeðin sem verndardýrðlingur ferðamanna þá var hún jafnframt verndardýrðlingur málm- steypumanna. Það var því vel við hæfi að forráðamenn ísal áttu þátt í að láta gera styttu af Heilagri Barböru. Hin nýja stytta er gerð eftir ljósmyndum af gömlu tré- styttunni sem nú er varðveitt í Þjóð- minjasafninu. Það var þýski listamaðurinn Walter Mellmann sem gerði þessa litlu fallegu styttu. í desember 1981 afhenti formaður kaþólskra leikmanna styttuna al- menningi við hátíðlega athöfn. Þeirri at- höfn lauk með stuttri guðþjónustu. Kapella Heilagrar Barböru lætur lítið yflr sér við steypta þjóðbrautina og fæstir vegfarendur vita af henni. Heldur er um- hverfið hrjóstrugt. Menn hafa þegar tekið sinn toll af hrauninu umhverfls kapellu Heilagrar Barböru væntanlega til einhvers ábata. Nú hlýtur að vera kominn tími til að hressa upp á umhverfi kapellunnar fyrst hún stóð af sér stórvirkar vinnuvélar og brýna þörf vegagerðarmanna og húsbyg- gjenda á góðu uppfýllingarefni. Úr því sem komið er væri best að slétta svæðið í kring og örlítill gróður myndi ylja minningu Heilagrar Barböru. Slíkt væri jafnframt virðing við ferðalúna hestamenn fyrri alda sem gáfú tíma á langri leið til að biðja um blessun og forsjá á viðsjálli leið. Það er ómarksins vert að bregða sér fárra mínútna leið til að skoða þennan minnisvarða liðins tíma þó hann sé fábrot- inn eins og tíðarandinn sjálfur var. Hver veit nema heilög Barbara sé enn tilbúin að veita mönnum forsjá á bílaöld ef á hana er heitið og hún beðin vel og heitt. Því enn verður mönnum hált á Reykjanesbrautinni þó ferðamátinn hafl breyst. □ 27. TBL. 1988 VIKAN 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.