Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 53

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 53
kvöldin, þegar ekki var fundur í skógar- hússnefnd eða einhver almennileg kvikmynd, svo að hugmyndin náði engum heljartökum á honum og fólk tók ekki eftir neinum breytingum. Hann hafði þrauthugsað öli smáatriði, og þess vegna var hann hvorki óundirbú- inn né óstyrkur á taugum. Sumarið var mjög heitt og heitu dagarnir fleiri en venjulega. Á laugardag hafði verið óskap- legur hiti í tvær vikur stanslaust og fólk var almennt orðið slæpt og þreytt og flýtti sér út úr bænum, enda þótt hitinn væri alveg eins mikill uppi í sveit. Fólk hugsaði ekki út í það. Börnin voru öll í uppnámi vegna þess, að brátt yrðu birt úrslitin í ritgerðar- samkeppninni og fyrstu verðlaun voru tveggja daga ferðalag til Washington, allt ffítt - hótelherbergi, þrjár máltíðir á dag og akstur um borgina í glæsilegri biffeið — ekki aðeins fyrir þann sem sigraði heldur einnig fyrir ferðafélaga; svo yrði farið í Hvíta húsið — forsetanum heilsað - og allt hvað eina. Hogan fannst þau gera sér of miklar vonir og vakti athygli á því. „Þið verðið að vera undir það búin að tapa,“ sagði hann við börn sín. „Líklega hafa þúsundir barna einnig tekið þátt í þessu. Ef þið gerið ykkur of miklar vonir, verða vonbrigðin meiri en ella. Ég vil ekki sjá neinn raunarsvip á andlitum ykkar er samkeppninni er lokið.“ „Ég var á móti þessu ffá upphafi," sagði hann við ffú Hogan. Það var sama morgun- inn og hún sá Washington minnismerkið í tebollanum sínum, en hún sagði engum frá því nema Ruth Tyler, konu Bob Tyler. Ruthie kom til hennar með spilin sín og fór að spá í þau í eldhúsinu hjá frú Hogan en hún fann enga ferð. Hún sagði ffú Hog- an reyndar, að spilin hefðu nú ekki alltaf rétt fyrir sér. Hún las úr spilunum að frú Winkle ætlaði í ferðalag til Evrópu og einni viku síðar festist fiskbein í hálsinum á frú Winkle og hún kafnaði. Ruthie furð- aði sig á því hvort eitthvert samband gæti verið á milli fiskbeinsins og sjóferðarinnar til Evrópu. „Maður verður að túlka þau rétt.“ Ruthie sagði einnig, að hún sæi pen- inga streyma til Hoganfjölskydunnar. „Æ, ég er nú búin að fá þá frá vesalings Larry," sagði ffú Hogan mæðulega. „Ég hlýt að hafa ruglað framtíðarspilun- um saman við fortíðarspilin," sagði Ruthie. „Maður verður að túlka þau rétt.“- Laugardagurinn rann upp með þrumu- veðri. Fyrstu veðurfréttir í útvarpinu um morguninn hljóðuðu svo: „Áframhaldandi hiti og rakt loft, smáskúrir á sunnudags- kvöld og mánudag." Frú Hogan sagði: „Ég er svo aldeilis hissa! Kominn verkalýðsdagur." ,Já, við vorum heppin að hafa ekki gert neinar áætlanir," sagði Hogan, lauk við eggið sitt og þerraði diskinn sinn með brauðsneiðinni, sem hann var að borða. „Setti ég kaffl á listann?" Hann tók miðann upp úr vasa sínum og leit á hann. ,Jú, þú gerðir það.“ „Einhvern veginn datt mér í hug, að ég hefði gleymt því, sagði frú Hogan. „Við Ruth ætlum á kvenfélagsfúnd síðdegis. Hann verður hjá frú Alfred Drake. Þú veist að þau eru nýflutt í bæinn. Ég hlakka svo mikið til að sjá húsgögnin þeirra." „Þau versla við okkur,“ sagði Hogan. „Þau opnuðu reikning í síðustu viku. Eru mjólkurflöskurnar tilbúnar?" „Þær eru frammi í gangi.“ Hogan leit á úrið rétt aður en hann tók flöskurnar upp og sá, að klukkuna vantaði fimm mínútur í átta. Er hann var í þann veginn að fara niður stigann sneri hann sér við og leit aftur á ffú Hogan í gegnum opnar dyrnar. „Vantar þig eitthvað, pabbi?“ sagði hún. „Nei,“ sagði hann. „Nei,“ og hann gekk niður tröppurnar. Hann fór niður á hornið, hélt til hægri inn Spoonergötuna, sem liggur að aðalgöt- unni í bænum, en verslun Fettucci er beint á móti Spoonergötu og bankinn er hinum meginn við næsta horn, en dálítill stígur er á milli búðarinnar og bankans. Hogan tók upp lyklana sína og opnaði dyrnar. Hann gekk í gegnum búðina, opn- aði dyrnar út að stígnum og gæðist út. Köttur reyndi að troða sér inn, en Hogan ýtti við honum með fetinum og lokaði dyrunum. Hann fór úr jakkanum og setti upp stóru svuntuna og hnýtti böndin í slaufú fyrir aftan bak. Þá náði hann í kúst, sem var fyrir aftan búðarborðið og sópaði aftan við það og tók upp ruslið og um leið og hann gekk í gegnum búðina opnaði hann dyrnar að stígnum. Kötturinn var farinn. Hann tæmdi nú ruslið úr sorpskúff- unni í sorptunnuna og hristi hana lítils- háttar til þess að losa kálblað, sem fests hafði við hana. Síðan fór hann aftur inn í búðina og tók að fást við pöntunarlistann. Frú Clonney kom inn og bað um hálft kíló af fleski. Hún sagði, að heitt væri í dag og tók Hogan undir það. „Sumrin eru stöðugt að verað heitari og heitari,“ sagði hann. „Það er alveg rétt,“ sagði frú Clonney. „Hvernig líður frúnni?" ,Alveg prýðilega," sagði Hogan. „Hún er að fara á kvenfélagsfund." „Ég líka, og ég hlakka svo mikið til að sjá húsgögnin þeirra," sagði frú Clonney og fór út. Hogan setti fimm punda fleskstykki á kjötskerann og skar það niður. Hann lét sneiðarnar á vaxpappír og bjó um þær í ís- Frh. á bls. 56 27. TBL. 1988 VIKAN 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.