Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 57

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 57
RAUPAÐ OG RISSAÐ Sitt lítið af hverju Um nýja forystu Sjálfstœðisflokksins, ráðhúsbyggingu og refarœkt og afskiptasemi norðaustanmanns Fyrir nokkru var um það raupað hér í Vikunni hvaða einkunnir Jón Baldvin gaf meðráðherrum sínum í frægu Alþýðu- blaðsviðtali. Ekki er meiningin að tíunda þær einkunnir frekar, en nokkrir hafa get- ið þess í viðtölum við rauparann, að teikningin af Jóni Baldvin hafi ekki verið nógu góð og fylgir því önnur teikning og nýrri þessu raupi. Mjólkurdrykkja í fyrrnefndu raupi var að sjálfsögðu teikning af Jóni Helgasyni fyrrum land- búnaðarráðherra, þar sem hann stóð á stalli með mjólkurbrúsann sinn. Sumum þótti ráðherrann heldur sviplaus á teikn- ingunni þeirri arna og skal því reynt að bæta úr því með nýrri teikningu. Jón er afar sléttur og felldur persónuleiki og sagði Jón Baldvin að útlit nafna síns staf- aði af mikilli mjólkurdrykkju. Ný forysta Það hefur verið mikið um það rætt að undanförnu að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnaðist nýrrar forystu. Núverandi for- maður þykir fremur sviplítill og lítt til for- ystunnar fallinn. Að sjálfsögðu hefur ver- ið litið til annarra manna sem mögulega gætu tekið að sér forystuna í sundurleit- um flokki. Það er ekki óeðlilegt að augu manna skuli beinast að Davíð borgar- stjóra Oddssyni. Davíð hefur óneitanlega sýnt forystuhæfileika sína í stjórnun borgarinnar. kvæmt þær, en það er meira en hægt er að segja um margan stjórnmálamanninn. Ætli Ráðhúsbyggingin sé ekki skýrasta dæmið um staðfestu og framkvæmda- gleði borgarstjórans? Fyrir skapfestu borgarstjórans mun Ráðhúsið rísa í Tjarnarhorninu, komandi kynslóðum til ánægju og augnayndis. Og það er nán- ast hlægilegt þegar refabóndi og laxa- ræktari norðaustan úr landi gerir sig breiðan í ræðustóli á sjálfu Alþingi ís- lendinga og krefst þess að borgarstjórnin í Reykjavík hætti við að byggja yfir sig. Refir og laxar Seint mundi Davíð fara að skipta sér af því þótt bóndinn að norðaustan byggi ref- abú fyrir börnin s(n í afdölum, eða setji á fót laxeldisstöð í firði þar norðausturfrá. Þó svo að Davíð vissi að fyrirtækin væru vonlaus frá upphafi og byggð á lánum. Davíð byggir þó húsið sitt fyrir eigið fé borgarinnar, á eigin landi borgarinnar og þar að auki fyrir alla borgarbúa. En nóg um þetta. Við vorum að ræða um Davíð sem væntanlegan forystu- mann Sjálfstæðisflokksins. En flokkurinn á sem betur fer fleiri hæfa menn. Raupari hefur til dæmis alltaf haft mikið dálæti á stjórnmálamanninum Eyjólfi Konráð. Eykon Hann hefur lengi verið meðal mestu at- gervismanna flokksins, sérfræðingur í utanríkismálum, baráttumaður fyrir al- menningshlutfélög og sterkastur mál- svari Islands í hafréttarmálum. Það eru fleiri en raupari sem furða sig á því, að Eyjólfur Konráð skuli aldrei hafa verið valinn til forystu í Sjálfstæðisflokknum, þó ekki væri nema fyrir þekkingu sína á þeim greinum þjóðmála sem að framan er getið. P.S. Sérstæðar persónur þjóðlífsins hafa verið teiknurum hugleiknari en aðrar. I þeim hópi er t.a.m. nóbelsskáldið okkar. Þess vegna Ijúkum við „Raupi og rissi" að þessu sinni með teikningu af því. ■■■IEFTIR RAGNAR LÁR 27. TBL. 1988 VIKAN 57 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.