Vikan


Vikan - 15.12.1988, Page 63

Vikan - 15.12.1988, Page 63
ILMUR Krydd, rósir og sandalviður Gjöfin fyrir herrann Hvað á að gefa honum í ár? Við, konumar á Vik- unni, getum mælt með nýja herrailminum frá YSL sem hann nefnir Jazz. Herr- unum okkar hér vom gefn- ar prufur og það var eins og við sæjum þá í nýju ljósi þegar þeir vom með nýja ilminn - og munaði ekki miklu að við „svifum" á þá. Það var varla að við þorðum að leyfa herrunum okkar (þessum sem við eigum heima) að fara með lyktina á sína vinnustaði. Að öllu gamni slepptu þá vomm við allar sammála um að Jazz ilmurinn er mjög hressandi og alls ekki væminn. Helstu efhi sem notuð eru við samsetninguna á Jazz og ráða ilminum: artemesía frá Marocco, coriander firá Rúss- landi, lárviður frá Júgósalvíu og kryddað með múskati. Blómailmi bætt þar við: rósir og geraníur, Iiljur vallarins og jasmin. Undirtonninn er hlýr viður og fleira gott, s.s.: sandal- viður, patcouli, eikarmosi og salvía. Fleiri nöfn á herrailmslistann? YSL þótti tími til kominn að koma með nýjan herrailm, því hann á þrjá dömuilmi á „topp- tíu“ listanum yfir mest seldu ilmvötnin, en aðeins eitt á herralistanum; Kouros no. 6. Á dömulistanum er Opium nr. 1, Rive Gauche nr. 4 og París nr. 6. Útlitið á umbúðum ilmvatna sinna lætur YSL sig miklu skipta og er Jazz gott dæmi þar um. Svart og hvítt er ríkjandi litur í umbúðum á Jazz — eins og nóturnar á píanóinu. □ Fjólublár draumur Tatiana nýtt ilmvatn Diane Von Furstenberg „Konur veita mér inn- blástur. Ég hanna til að veita þeim innblástur,“ seg- ir hönnuðurinn Diane Von Furstenberg, sem fræg varð á árunum kringum 1970 fyrir hönnun á kjólum sem kallaðir voru „wrap dress“. Hún hefúr sýnt að hún hef- ur alltaf haft gott innsæi og skilning á því hvemig fatn- aði konur vilja klæðast. Hún hannaði t.d. gallabuxur sem fóm konum einstak- lega vel, en það var vegna þess að hún tók tillit til lík- amsbyggingar kvenna og svo notaði hún stretch efni þannig að buxumar féllu að á réttum stöðum um leið og þær gáfu eftir á öðmm. Evrópsk aðalskona Diane fæddist í Brussel, en menntaðist í Genf. Hún giftist Egon Von Furstenberg prinsi árið 1969 og um tíma voru þau vinsælasta fólkið í samkvæmislífi aðalsins í Evrópu og víðar. Diane á son og dóttur sem heitir Tatiana, en nýja ilm- vatn Diane ber einmitt nafh hennar. Diane býr nú í París og hefúr nýtt sér hönnunarhæfi- leika sína á nýjan máta, við ilmvatnsgerð. Um ilmvatnið og konur nú segir hún: „Þýð- ing orðsins kynæsandi mun koma til með að breytast — einhvern veginn verða konur að ná því aftur að virka Ieynd- ardómsfullar — vera ráðgáta. Þær ættu að reyna Tatiana. Það er um leið rómantískt og eggj- andi — með dulúðugu ívafi.“ Blómailmur Tatiana ilmvatnið er með kvenlegum blómailmi, enda búið til úr blómum eins og appelsínublómum, geitatoppi, fjólum, jasmín, rósum og lilj- um vallarins. Undirtónninn minnir á tré og mosa. Fjólu- blár, lilla og svartir litir í um- búðunum endurspegla draum- kennda ímynd Tatiana og Hönnuðurinn Diane Von Furstrenberg veit hvemig konan á að vera kynæsandi en um leið leyndardóms- full. Flaskan sem geymir nýja ^ ilminn minnir á grófskor- inn amethyst. flaskan minnir og grófskorinn amethyst, en á henni er undir- skrift Diane Von Furstenberg í silfri. 62 VIKAN 27. TBL 1988

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.