Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 64

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 64
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: Skammdegisstress ogjólaamstur Mér líst ekkert á jólahaádið í ár. Það ætlar ekki að verða uinsvifa- minna en í fyrra. Þá var Bogga mín ekki viðmælandi allan desembermánuð og það tók liana allan janúarmánuð að jafna sig. Bakverkurinn var ekki að fullu horfinn fyrr en um miðjan feórúar. Núna er Bogga mín þegar búin að skrifa lista yfir allar jólagjaf- irnar sem hún telur nauð- synlegt að gefa og senda út um hvippinn og hvappinn. Það er sko ekkert smotterí. Bogga er líka búin að skrifa lista yfir alla þá sem við þurf- um að senda jólakort. Það eru nú bara yflr hundrað stykki. Ég bætti bara við Stefáni Valgeirssyni og ég geri það vegna hreppsins. Við eigum vafalaust eftir að þurfa að fara á hans fund eftir ára- mótin til að bjarga fjármál- unum. Þó að Bogga mín tali mikið um hagfræði hinnar hag- sýnu húsmóður samkvæmt kenningum Kvennalista- kvenna ber hún lítið skyn- bragð á peninga, satt best að segja. Ég var að reyna að koma henni í skilning um að við hefðum ekki efni á öllum þessum jólagjöfum. Að minnsta kosti þyrftum við að velja ódýrari gjafir en í fyrra. Ég talaði um árferðið og skynsamlega eyðslu. Ég reyndi að strika út af listan- mn leiserbyssur og rafmagns- járnbrautina handa litlu strákunum og lagði til að við keyptum eitthvað ódýrara. En Bogga lét það eins og vind um eyrun þjóta og sagði bara að ég væri nánös. Ef eitthvað yrði strikað út þá yrði það jólaglöggið sem ég væri van- ur að sötra á Þorláksmess- unni. Ég sagði henni að ég gæti svosem alveg sleppt þessu bölvaða glöggi í ár ef hún sleppti einhverju af sínu. Mér finnst óhemjuskapur- inn I kringum jólahaldið vera orðinn taumlaus á síðustu árum. Jólahald nútímans hefur fjarlægst mikið þá hugljómim sem hátíðin sjálf gefur tilefni til. Ungir sem gamlir ætla sér að gleðjast vel á stórri hátíð og veita sér og sínum flest það sem hug- urinn girnist og tefla jafhvel fjárhag sínum á tæpasta vað. Fólk fær ekki lengur tíma til að öðlast þá hátíðarstemmn- ingu sem jólin ættu að veita hverjum og einum. Hraðinn, kapphlaupið og spennan við jólaundirbúninginn eyðilegg- ur jafnvel þann frið sem fýlgja ætti sjálfu jólahaldinu. Samkvæmt kenningum kristinnar kirkju eru jólin trúarhátíð, fæðingarhátíð Jesú Krists, frelsara mann- anna. Þetta er fögur kenning og vissulega þess verð að halda j ólin af því tilefhi. Á j ól- unum gefum við vinum og kunningjum gjafir til að votta vináttu og friðarhug hver til annars. Þetta tilefhi og tilgangur þess að gefa gjaf- ir virðist hafa breyst í tímans rás. Mörgum er þetta orðin erfið kvöð. Fyrr á árum var því jafnvel meira hampað að gjaflr væru gefnar til að eng- inn færi í jólaköttinn. Eng- inn mátti verða útundan og það var að sjálfsögðu fögur hugsun. Þetta getur svo sem verið jafn gott tilefhi. Það má segja að kenningin um Krist hafi allmjög orðið að þoka fyrir ýmsum öðrum hugmjmdum eða eigum við frekar að orða það svo að Frelsarinn hafi eignast harða keppinauta í jólahald- inu. Þar á ég við jólasveinana, Grýlu og Leppalúða, að óglejnmdum jólakettinum. Við öll erum vafalaust að brejrtast í tímanna rás þó öðru hvoru séu gerðar til- raunir til að endurvekja hina gömlu góðu hugmynd um Frelsarann. Það eru ekki allir á eitt sáttir hvernig ber að hressa upp á góðu Krists- hugmyndina og hefja hana til vegs og virðingar á ný. Nú er svo komið að á þess- um opinbera afmælisdegi Krists kemst hann hvergi nærri að samanjöfnuði við jólasveinana. Þeir prýða nærri því hvern búðarglugga á jólaföstunni, jafnvel í kaup- félagsglugganum hérna fyrir norðan, en miklu minna ber á afmælisbarninu. Á sínum tíma minnir mig þó að í kristnifræðikennslunni í barnaskóla hafi verið lögð á það rík áhersla að jólahaldið væri þrátt fyrir allt Frelsar- ans vegna. Og þó að ný kristindóms- vakning víða um heiminn hafi gert tilraun til að endur- vekja kristna kenningu og vekja með þjóðum nýja vakn- ingu þá þarf ekki mjög fLók- inn samanburð til að geta slegið því föstu að jólasvein- arnir eru stærra númer á vinsældalistanum yfir stærstu stjörnur jólanna. Það er nú svo komið með okkar umfangsmikla jóla- hald að Ljöldinn dæmir af feginleik þegar jólunum er lokið og öllu því amstri sem þeim íylgir. Ekki svo að skilja að börnin og ýmsir aðrir gleðjist ekki yfir gjöfum og vinarhug á þessari miklu hátíð. En hitt ber að varast að jólin fjarlægist ekki uppruna sinn og ofbjóði ekki flestu venjulegu fólki, bæði maga þess og buddu. Vafalaust má slá því föstu að hlutur jólasveinanna í jólahaldinu hafi stækkað á sama tíma sem hlutur af- mælisbarnsins hefur heldur minnkað þrátt fýrir fullar kirkjur á síðustu jólum. Þannig breytast svo mjög mörg hugtök og siðir með tímanum og vafalaust vegna þess að við sjálf breytumst. Þetta á líka vafalaust enn eft- ir að breytast eins og allt annað til aukinnar trúar á gamla þjóðtrú eða enn lengra til baka til hinnar gömlu kristnu trúar. Það er ekki gott að segja á hvorn veginn við sjálf breytumst í eðli okkar. Alla vega höldum við áfram að gera okkur glaðan dag og verslum eftir getu eða jafnvel nokkuð umfram það. Líklega hefur þó sjálf há- tíðargleðin ekki aukist frá því jól voru haldin óbrotnari og kerti og spil og nýir sokk- ar voru hámark allra gjafa til barna og góð bók til hinna eldri. Hvernig sem þetta á þó enn eftir að brejrtast þá skulum við vona að það komi aldrei til þess að við höldum jólin til dýrðar jólakettinum einum. J a, hérna — ég vona bara að hún Bogga min lesi ekki þessar hugleiðingar. □ 64 VIKAN 27. TBL. 1988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.